Kímnigáfa ráðherrans vakti misjafna lukku Grétar Þór Sigurðsson skrifar 14. apríl 2018 07:30 Guðlaugur Þór gantaðist með meint reynsluleysi Þorgerðar Katrínar. Vísir/Vilhelm Ummæli sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lét falla í líflegum umræðum á Alþingi á fimmtudagskvöld vöktu athygli í gær og féllu sums staðar í grýttan farveg. „Háttvirtur þingmaður er kannski búin að vera svo stutt hérna að hún þekkir ekki hverjar leikreglurnar eru. Það er bara reynsluleysi sem gerir það að verkum að þessar spurningar ganga fram,“ sagði Guðlaugur Þór í kjölfar ræðu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Viðreisnar. Hann sagði ESB-sinna fara með rangfærslur um EES-samninginn og með því væru þeir að grafa undan samningnum og klykkti út með orðunum: „Það er alveg skýrt markmið hjá mér, virðulegi forseti, það er að koma staðreyndunum á framfæri og það mun ég gera og ég skal alveg segja ykkur það, ég skal bara spá fyrir um það, það mun fara illa í háttvirta þingmenn Viðreisnar sem eru með ESB-sýkina og þeir munu illa þola þetta.” Í samtali við Fréttablaðið sagðist Þorgerður Katrín hafa verið að halda uppi eftirlitshlutverki þingsins með því að spyrja spurninga og reyna að eiga í málefnalegum umræðum. „Það skiptir máli að við vöndum okkur og við þurfum öll að gera það.“ Hún sagðist ætla að horfa fram á veginn og að hún erfi þetta ekki við Guðlaug. „Það er eitt og annað sagt í hita leiksins og við verðum líka að skoða það þannig,“ bætti hún við. „Er fólk orðið fullkomlega húmorslaust í þessum heimi? Steingrímur J. er eini maðurinn sem setið hefur lengur,“ voru fyrstu viðbrögð Guðlaugs Þórs þegar málið var borið undir hann. „Ég geri ekki greinarmun á körlum og konum á þingi,“ tók Guðlaugur fram þegar hann var spurður hvort honum þætti ummælin ekki niðrandi í garð kvenna. „Ég er búinn að vera á þingi síðan árið 2003 og ég hef leyft mér að gera að gamni mínu allan þennan tíma og ég mun halda því áfram meðan ég er þingmaður og ráðherra,“ sagði Guðlaugur sem lítur svo á að um saklaust grín sé að ræða. Aðeins Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, hefur setið lengi á Alþingi en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Hanna Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Ummæli sem Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra lét falla í líflegum umræðum á Alþingi á fimmtudagskvöld vöktu athygli í gær og féllu sums staðar í grýttan farveg. „Háttvirtur þingmaður er kannski búin að vera svo stutt hérna að hún þekkir ekki hverjar leikreglurnar eru. Það er bara reynsluleysi sem gerir það að verkum að þessar spurningar ganga fram,“ sagði Guðlaugur Þór í kjölfar ræðu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, þingmanns Viðreisnar. Hann sagði ESB-sinna fara með rangfærslur um EES-samninginn og með því væru þeir að grafa undan samningnum og klykkti út með orðunum: „Það er alveg skýrt markmið hjá mér, virðulegi forseti, það er að koma staðreyndunum á framfæri og það mun ég gera og ég skal alveg segja ykkur það, ég skal bara spá fyrir um það, það mun fara illa í háttvirta þingmenn Viðreisnar sem eru með ESB-sýkina og þeir munu illa þola þetta.” Í samtali við Fréttablaðið sagðist Þorgerður Katrín hafa verið að halda uppi eftirlitshlutverki þingsins með því að spyrja spurninga og reyna að eiga í málefnalegum umræðum. „Það skiptir máli að við vöndum okkur og við þurfum öll að gera það.“ Hún sagðist ætla að horfa fram á veginn og að hún erfi þetta ekki við Guðlaug. „Það er eitt og annað sagt í hita leiksins og við verðum líka að skoða það þannig,“ bætti hún við. „Er fólk orðið fullkomlega húmorslaust í þessum heimi? Steingrímur J. er eini maðurinn sem setið hefur lengur,“ voru fyrstu viðbrögð Guðlaugs Þórs þegar málið var borið undir hann. „Ég geri ekki greinarmun á körlum og konum á þingi,“ tók Guðlaugur fram þegar hann var spurður hvort honum þætti ummælin ekki niðrandi í garð kvenna. „Ég er búinn að vera á þingi síðan árið 2003 og ég hef leyft mér að gera að gamni mínu allan þennan tíma og ég mun halda því áfram meðan ég er þingmaður og ráðherra,“ sagði Guðlaugur sem lítur svo á að um saklaust grín sé að ræða. Aðeins Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, hefur setið lengi á Alþingi en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Hanna
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira