Ragnar tók við formennskunni eftir átakafund sambandsins Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. apríl 2018 07:45 Aldrei voru greidd atkvæði um tillögu þar sem skorað var á Ragnar að taka ekki við embætti. Fréttablaðið/Anton brink Tillögu um að skora á Ragnar Þór Pétursson, nýkjörinn formann Kennarasambands Íslands, að taka ekki við formennsku var vísað frá í gær. Flutningsmenn tillögunnar voru sakaðir um aðför að formanninum. Nýi formaðurinn hvatti til samstöðu og þakkaði forvera sínum vel unnin störf. „Nú skora ég á okkur öll að taka höndum saman vegna þess að það getur farið að vora ef við viljum,“ sagði Ragnar Þór Pétursson, nýr formaður Kennarasambands Íslands, þegar hann tók við embætti eftir mikil átök á sjöunda þingi KÍ sem lauk í gær. Anna María Gunnarsdóttir tók jafnframt við varaformennsku. Átökin á þinginu snerust fyrst og fremst um tillögu nokkurra kvenna um að þingið myndi skora á Ragnar að samþykkja að haldin yrði ný kosning um formannsembættið og hann tæki ekki við því fyrr en að henni lokinni. Kaflaskipti urðu þegar einn þingfulltrúi bar upp frávísunartillögu. Málinu var vísað frá að undangenginni leynilegri atkvæðagreiðslu þar sem atkvæði féllu þannig að 94 samþykktu frávísun en 78 greiddu atkvæði gegn henni. Sex fulltrúar skiluðu auðum seðlum. Konurnar sem vildu að formaður KÍ yrði kjörinn að nýju rökstuddu tillögu sína með því að Ragnar Þór hefði verið sakaður um blygðunarsemisbrot. Ásakanirnar á hendur Ragnari komu fyrst fram árið 2013, en eftir að kosningin um formann KÍ fór fram í nóvember steig nafngreindur maður fram og gerði ítarlega grein fyrir ásökunum sínum á hendur honum. Óhætt er að segja að þingfulltrúar hafi haft skiptar skoðanir á tillögunni og með hvaða hætti hún var borin upp. Nokkrir þingfulltrúa lýstu þeirri skoðun sinni að tillagan ætti sér enga stoð í lögum KÍ. Einn þeirra lýsti þeim skilningi sínum að Ragnar einn gæti tekið ákvörðun um að taka ekki við embætti. Ef hann myndi ákveða að taka ekki við embætti gerðu lög sambandsins ráð fyrir að kjörinn varaformaður tæki við. Engin heimild væri fyrir því að láta atkvæðagreiðslu fara fram að nýju. Aðrir þingfulltrúar gengu lengra og töluðu um aðför að Ragnari. „Þetta er erfitt mál. Erfitt fyrir mig og okkur allar. Hafi okkur orðið það á að brjóta þingsköp þá þykir okkur það leitt. Við ætluðum ekki að misnota stöðu okkar né heldur brjóta reglur né móðga þessa samkomu með nokkrum hætti,“ sagði Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari í Borgarholtsskóla og ein þeirra sem stóðu að tillögunni. Hún hafnaði því að tillagan stríddi gegn lögum KÍ. „Við þurfum ekki lagastoð fyrir þessari ályktun. Þessi ályktun var beiðni til Ragnars Þórs um að taka ekki að þér þessa formennsku af því að embættið er miklu stærra en þú,“ sagði Hanna og beindi orðum sínum til Ragnars Þórs. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tillögu um áskorun til Ragnars Þórs vísað frá kennaraþingi Þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að Kennarasamband Íslands myndi skora á Ragnar Þór Pétursson, tilvonandi formann KÍ, um að endurnýja umboð sitt var vísað frá á þingi KÍ nú á sjötta tímanum. 13. apríl 2018 17:38 Atkvæðagreiðslu um áskorun til Ragnars á þingi kennara frestað Atkvæðagreiðslu um áskorun sem lögð var fram á þingi Kennarasambands Íslands til Ragnars Þórs Péturssonar, tilvonandi formanns KÍ, um að hann myndi endurnýja umboð sitt var frestað til morgundagsins. 12. apríl 2018 14:32 Nýr formaður KÍ sagði fjölmiðla bara koma hlaupandi þegar það væri drama Nýr formaður Kennarasambands Íslands, Ragnar Þór Pétursson, fagnar því að þing sambandsins hafi vísað frá þeirri tillögu að hann þyrfti að endurnýja umboð sitt. Þó var mjótt á mununum í atkvæðagreiðslu. 13. apríl 2018 22:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Tillögu um að skora á Ragnar Þór Pétursson, nýkjörinn formann Kennarasambands Íslands, að taka ekki við formennsku var vísað frá í gær. Flutningsmenn tillögunnar voru sakaðir um aðför að formanninum. Nýi formaðurinn hvatti til samstöðu og þakkaði forvera sínum vel unnin störf. „Nú skora ég á okkur öll að taka höndum saman vegna þess að það getur farið að vora ef við viljum,“ sagði Ragnar Þór Pétursson, nýr formaður Kennarasambands Íslands, þegar hann tók við embætti eftir mikil átök á sjöunda þingi KÍ sem lauk í gær. Anna María Gunnarsdóttir tók jafnframt við varaformennsku. Átökin á þinginu snerust fyrst og fremst um tillögu nokkurra kvenna um að þingið myndi skora á Ragnar að samþykkja að haldin yrði ný kosning um formannsembættið og hann tæki ekki við því fyrr en að henni lokinni. Kaflaskipti urðu þegar einn þingfulltrúi bar upp frávísunartillögu. Málinu var vísað frá að undangenginni leynilegri atkvæðagreiðslu þar sem atkvæði féllu þannig að 94 samþykktu frávísun en 78 greiddu atkvæði gegn henni. Sex fulltrúar skiluðu auðum seðlum. Konurnar sem vildu að formaður KÍ yrði kjörinn að nýju rökstuddu tillögu sína með því að Ragnar Þór hefði verið sakaður um blygðunarsemisbrot. Ásakanirnar á hendur Ragnari komu fyrst fram árið 2013, en eftir að kosningin um formann KÍ fór fram í nóvember steig nafngreindur maður fram og gerði ítarlega grein fyrir ásökunum sínum á hendur honum. Óhætt er að segja að þingfulltrúar hafi haft skiptar skoðanir á tillögunni og með hvaða hætti hún var borin upp. Nokkrir þingfulltrúa lýstu þeirri skoðun sinni að tillagan ætti sér enga stoð í lögum KÍ. Einn þeirra lýsti þeim skilningi sínum að Ragnar einn gæti tekið ákvörðun um að taka ekki við embætti. Ef hann myndi ákveða að taka ekki við embætti gerðu lög sambandsins ráð fyrir að kjörinn varaformaður tæki við. Engin heimild væri fyrir því að láta atkvæðagreiðslu fara fram að nýju. Aðrir þingfulltrúar gengu lengra og töluðu um aðför að Ragnari. „Þetta er erfitt mál. Erfitt fyrir mig og okkur allar. Hafi okkur orðið það á að brjóta þingsköp þá þykir okkur það leitt. Við ætluðum ekki að misnota stöðu okkar né heldur brjóta reglur né móðga þessa samkomu með nokkrum hætti,“ sagði Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kennari í Borgarholtsskóla og ein þeirra sem stóðu að tillögunni. Hún hafnaði því að tillagan stríddi gegn lögum KÍ. „Við þurfum ekki lagastoð fyrir þessari ályktun. Þessi ályktun var beiðni til Ragnars Þórs um að taka ekki að þér þessa formennsku af því að embættið er miklu stærra en þú,“ sagði Hanna og beindi orðum sínum til Ragnars Þórs.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tillögu um áskorun til Ragnars Þórs vísað frá kennaraþingi Þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að Kennarasamband Íslands myndi skora á Ragnar Þór Pétursson, tilvonandi formann KÍ, um að endurnýja umboð sitt var vísað frá á þingi KÍ nú á sjötta tímanum. 13. apríl 2018 17:38 Atkvæðagreiðslu um áskorun til Ragnars á þingi kennara frestað Atkvæðagreiðslu um áskorun sem lögð var fram á þingi Kennarasambands Íslands til Ragnars Þórs Péturssonar, tilvonandi formanns KÍ, um að hann myndi endurnýja umboð sitt var frestað til morgundagsins. 12. apríl 2018 14:32 Nýr formaður KÍ sagði fjölmiðla bara koma hlaupandi þegar það væri drama Nýr formaður Kennarasambands Íslands, Ragnar Þór Pétursson, fagnar því að þing sambandsins hafi vísað frá þeirri tillögu að hann þyrfti að endurnýja umboð sitt. Þó var mjótt á mununum í atkvæðagreiðslu. 13. apríl 2018 22:00 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Sjá meira
Tillögu um áskorun til Ragnars Þórs vísað frá kennaraþingi Þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að Kennarasamband Íslands myndi skora á Ragnar Þór Pétursson, tilvonandi formann KÍ, um að endurnýja umboð sitt var vísað frá á þingi KÍ nú á sjötta tímanum. 13. apríl 2018 17:38
Atkvæðagreiðslu um áskorun til Ragnars á þingi kennara frestað Atkvæðagreiðslu um áskorun sem lögð var fram á þingi Kennarasambands Íslands til Ragnars Þórs Péturssonar, tilvonandi formanns KÍ, um að hann myndi endurnýja umboð sitt var frestað til morgundagsins. 12. apríl 2018 14:32
Nýr formaður KÍ sagði fjölmiðla bara koma hlaupandi þegar það væri drama Nýr formaður Kennarasambands Íslands, Ragnar Þór Pétursson, fagnar því að þing sambandsins hafi vísað frá þeirri tillögu að hann þyrfti að endurnýja umboð sitt. Þó var mjótt á mununum í atkvæðagreiðslu. 13. apríl 2018 22:00
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent