Breytingar á titlum óheppilegar Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir skrifar 13. apríl 2018 15:57 Eiríkur Rögnvaldsson er prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Valli „Ég skil rökin á bakvið þessar breytingar, sumt fannst mér ágætt og annað óheppilegt,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði um uppfærða titla og heiti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.Í fréttatilkynningu frá Stúdentaráði kemur fram að breytingarnar hafi verið samþykktar einróma á Stúdentaráðsfundi þann 9. apríl síðastliðinn og séu gerðar með það að leiðarljósi að draga úr kynjaðri orðræðu. Með kynjaðri orðræðu sé átt við titla og heiti sem gefa óþarflega í skyn eitt kyn, og gildi þess, umfram önnur. Helstu breytingar sem gerðar voru á titlum og heitum voru þær að formaður varð að forseta, fundarmaður að fundarmeðlim, stjórnarmaður að stjórnarmeðlim, framsögumaður að flutningsaðila og nefndarmaður að nefndarmeðlim. Eiríkur segir notkun á orðunum aðili og meðlimur óheppilega. Meðlimur sé tökuorð úr dönsku og mörgum finnist þetta ekki sérlega falleg orð. „Ég hef ekkert við það að athuga að fólk skipti út orðinu formaður fyrir forseta, það eru forsetar í ýmsum félögum. En þegar titlum er breytt í flutningsaðili og fundarmeðlimur þá velti ég fyrir mér hvort við séum eitthvað bættari með það.“Elísabet Brynjarsdóttir er nú forseti Stúdentaráðs, eftir breytingar á titlum og starfsheitum.Aðsend myndEiríkur segir orðið maður vera vandræðaorð, því það hafi tvöfalda merkingu. Annars vegar vísi það til mannfólks almennt og hins vegar sé það notað sem andstæða við konu í parinu „maður og kona“. „Ég skil rökin á bakvið að vilja losna við orðið en það þarf að fara varlega í svona breytingar því það er margt sem hangir á spýtunni,“ segir Eiríkur. Það sé spurning um hversu langt fólk vilji ganga. „Það eru til svo mörg orð, til dæmis samsetningar af orðinu maður, og ef á að fara að útrýma þeim öllum þá er það meira en að segja það,“ bendir Eiríkur á. Eiríkur spyr einnig hvað sé unnið með þessum breytingum. „Allt eru þetta karkynsorð; forseti, meðlimur, flutningsaðili. Það er einnig tilfellið í íslensku að megnið af starfsheitum og slíkum orðum eru karlkyns. Þó að við hendum maður út þá fáum við bara annað karlkynsorð í staðinn.“ „Ef við erum að skipta um orð á annað borð væri þá ekki rétt að reyna að finna eitthvað hvorukyns orð eða búa til nýtt orð. Til þess að nálgast meira eitthvert kynhlutleysi,“ segir Eiríkur. „En svo veit maður hitt líka að það eru margar konur og fólk, sem ekki vill skilgreina sig sem karl eða konu, sem upplifir þetta sem það vísi fremur til karla en kvenna. Það eru því ágætis rök fyrir hvort tveggja.“ Eiríkur segist þó ekki vera með neina lausn á vandamálinu. „Ef ég væri með hana þá væri ég örugglega búin að koma henni á framfæri. Ég hef svona í seinni tíð velt þessu heilmikið fyrir mér og þykist skilja ýmis sjónarmið í þessu, en það er erfitt að hafa einhverja eina ákveðna afstöðu.“ Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Nýr formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands kjörinn Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, var kjörin formaður einróma í kvöld. 19. mars 2018 21:02 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Sjá meira
„Ég skil rökin á bakvið þessar breytingar, sumt fannst mér ágætt og annað óheppilegt,“ segir Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði um uppfærða titla og heiti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.Í fréttatilkynningu frá Stúdentaráði kemur fram að breytingarnar hafi verið samþykktar einróma á Stúdentaráðsfundi þann 9. apríl síðastliðinn og séu gerðar með það að leiðarljósi að draga úr kynjaðri orðræðu. Með kynjaðri orðræðu sé átt við titla og heiti sem gefa óþarflega í skyn eitt kyn, og gildi þess, umfram önnur. Helstu breytingar sem gerðar voru á titlum og heitum voru þær að formaður varð að forseta, fundarmaður að fundarmeðlim, stjórnarmaður að stjórnarmeðlim, framsögumaður að flutningsaðila og nefndarmaður að nefndarmeðlim. Eiríkur segir notkun á orðunum aðili og meðlimur óheppilega. Meðlimur sé tökuorð úr dönsku og mörgum finnist þetta ekki sérlega falleg orð. „Ég hef ekkert við það að athuga að fólk skipti út orðinu formaður fyrir forseta, það eru forsetar í ýmsum félögum. En þegar titlum er breytt í flutningsaðili og fundarmeðlimur þá velti ég fyrir mér hvort við séum eitthvað bættari með það.“Elísabet Brynjarsdóttir er nú forseti Stúdentaráðs, eftir breytingar á titlum og starfsheitum.Aðsend myndEiríkur segir orðið maður vera vandræðaorð, því það hafi tvöfalda merkingu. Annars vegar vísi það til mannfólks almennt og hins vegar sé það notað sem andstæða við konu í parinu „maður og kona“. „Ég skil rökin á bakvið að vilja losna við orðið en það þarf að fara varlega í svona breytingar því það er margt sem hangir á spýtunni,“ segir Eiríkur. Það sé spurning um hversu langt fólk vilji ganga. „Það eru til svo mörg orð, til dæmis samsetningar af orðinu maður, og ef á að fara að útrýma þeim öllum þá er það meira en að segja það,“ bendir Eiríkur á. Eiríkur spyr einnig hvað sé unnið með þessum breytingum. „Allt eru þetta karkynsorð; forseti, meðlimur, flutningsaðili. Það er einnig tilfellið í íslensku að megnið af starfsheitum og slíkum orðum eru karlkyns. Þó að við hendum maður út þá fáum við bara annað karlkynsorð í staðinn.“ „Ef við erum að skipta um orð á annað borð væri þá ekki rétt að reyna að finna eitthvað hvorukyns orð eða búa til nýtt orð. Til þess að nálgast meira eitthvert kynhlutleysi,“ segir Eiríkur. „En svo veit maður hitt líka að það eru margar konur og fólk, sem ekki vill skilgreina sig sem karl eða konu, sem upplifir þetta sem það vísi fremur til karla en kvenna. Það eru því ágætis rök fyrir hvort tveggja.“ Eiríkur segist þó ekki vera með neina lausn á vandamálinu. „Ef ég væri með hana þá væri ég örugglega búin að koma henni á framfæri. Ég hef svona í seinni tíð velt þessu heilmikið fyrir mér og þykist skilja ýmis sjónarmið í þessu, en það er erfitt að hafa einhverja eina ákveðna afstöðu.“
Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Nýr formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands kjörinn Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, var kjörin formaður einróma í kvöld. 19. mars 2018 21:02 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Fleiri fréttir Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Sjá meira
Nýr formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands kjörinn Elísabet Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, var kjörin formaður einróma í kvöld. 19. mars 2018 21:02