Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Suðurlands, sem á mánudag úrskurðaði karlmann á stjötugsaldri i gæsluvarðhald allt til mánudagsins 7. maí. Þetta kemur fram í frétt á vef lögreglunnar.
Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 31. mars síðastliðnum vegna rannsóknar lögreglu á andláti bróður hans á bæ í uppsveitum Árnessýslu þann dag.
Sjá einnig: Tjáði lögreglu að „fljótt á litið væri hann bara morðingi“
Talið er að til átaka hafi komið á vettvangi, að því er komið hefur fram í skýrslu lögreglu. Lögregla byggir mat sitt m.a. á símtali mannsins, sem grunaður er, við Neyðarlínu þar sem hann lýsti því að til átaka hafi komið milli þeirra bræðra.
Þá kemur fram í handtökuskýrslu að lögregla hafi hitt manninn blóðugan fyrir í andyri hússins þegar hún mætti á vettvang og gleraugu kærða lágu auk þess við fætur hins látna.
Landsréttur staðfestir gæsluvarðhald yfir bróðurnum

Tengdar fréttir

Tjáði lögreglu að „fljótt á litið væri hann bara morðingi“
Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið bróður sínum að bana þann 31. mars síðastliðinn tjáði lögreglu í símtali til Neyðarlínu að hann og bróðir hans hefðu lent í átökum kvöldið áður.

Ber fyrir sig minnisleysi sökum ölvunar
Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað bróður sínum á bænum Gýgjarhóli II í Biskupstungum um helgina ber fyrir sig minnisleysi sökum ölvunar við yfirheyrslur hjá lögreglu.