Elsku Kristel Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 13. apríl 2018 05:54 Kara Kristel segir engum koma við hverjum einhleypt fólk sefur hjá og að fólk af sinni kynslóð tali opinskátt um kynlífsreynslu sína sín á milli Vísir/Eyþór „Það halda allir að ég hafi sofið hjá minnst 400 manns en flestum kæmi á óvart hvað talan mín er lág. Ætli það sé ekki eðlilegt að fólk fái ranga hugmynd, úr því að ég tala opinskátt um þessa hluti og mér er svo sem alveg sama hvað fólk heldur að ég hafi sofið hjá mörgum. Verra þykir mér þegar strákar gera ráð fyrir að ég muni sofa hjá þeim. Ég fæ mikið af skilaboðum frá körlum, og líka giftum mönnum, sem vilja ýmist spjalla, klæmast eða gera mér ósæmileg tilboð. Mér finnst það pirrandi, svara þeim í engu og held mínu striki.“ Þetta segir Kara Kristel Ágústsdóttirsem vakið hefur mikla eftirtekt eftir að hún gerðist kynlífsbloggari. „Kynlíf er mér hugleikið af mörgum ástæðum. Upphaflega vildi ég skrifa um eitthvað sem ég sjálf vildi lesa en þá gerði ég mér ekki grein fyrir því hversu margir höfðu áhuga á að lesa um það sama. Ég fékk fljótt mikið af fyrirspurnum frá stelpum um hluti sem þær vissu ekki og margt af því ætti að vera kennt í skólum en er það ekki,“ segir Kara, gagnrýnin á kynfræðslu. „Í kynfræðslunni er vissulega komið inn á margt en það er gert á svo leiðinlegan hátt að unglingarnir fylgjast ekki með. Kynfræðsla mætti líka vera á jákvæðari nótum. Í henni er einblínt á forvarnir eins og að nota smokk til að fá ekki kynsjúkdóma eða valda ótímabærri þungun, og upp úr stendur að kynlíf sé hættulegt, sem það er oftast ekki.“Náttúrulega full Kara Kristel er fædd árið 1995. „Nafn mitt er innblásið frá Ítalíu þar sem foreldrar mínir bjuggu við nám og störf þegar ég kom undir. Kara þýðir á ítölsku „kæra“ eða „elsku“ og má því túlka nafnið sem „Elsku Kristel“,“ útskýrir Kara sem er kát og lífsglöð, jákvæð og félagslynd að eðlisfari. „Ég nýt þess að vera í góðra vina hópi og segja má að við séum náttúrulega full. Við þurfum ekki vímugjafa til að njóta lífsins og erum lítið á djamminu. Þess í stað förum við í sveitabíltúr til að njóta náttúrunnar, hlustum á tónlist og gerum eitthvað skemmtilegt saman.“ Kara segist farin að finna fyrir því að vera orðin þekkt andlit. „Margir vilja taka af mér myndir og sumir taka jafnvel myndir í leyni, en það angrar mig ekki. Sumir koma líka að máli við mig ef ég sést á opinberum vettvangi en nú er ég í djammpásu og hef ekki drukkið vín í tvo mánuði, án þess að slíkt hafi nokkurn tímann verið vandamál hjá mér. Mér finnst mikilvægara að hlúa að sjálfri mér í stað þess að hanga inni á skemmtistöðum.“ Sonurinn er dýrmætastur Kara varð barnshafandi átján ára og er sonur hennar nú þriggja ára. „Ég var strax viss um að ég vildi eignast barnið en ég fann að margir dæmdu mig. Eftir stend ég með þriggja ára gullmola sem er þvílíkt hamingjusamur og heilbrigður, hefur átt skemmtilegt líf og á vonandi annað eins í vændum. Hann gefur mér óendanlega mikið,“ segir Kara sem deilir forræði til hálfs með barnsföður sínum. „Við foreldrarnir erum góðir vinir og ég held það væri erfiðara að vera ung mamma ef ég stæði í því ein. Sonur minn á frábæra föðurfjölskyldu og jafnvægið er fullkomið. Því get ég líka notið þess að vera ung og hafa það gaman.“ Kara segir minninguna um að fá son sinn fyrst í fangið blendna því snáðinn var þá nær dauða en lífi.„Drengurinn hafði verið skorðaður í þrjá mánuði og þegar að fæðingu kom festist hann í grindinni með þeim afleiðingum að höfuðið bólgnaði sem gerði honum erfiðara að komast út. Ég var sárkvalin og búin að vera með hríðir í sextán klukkustundir þegar fæðingarlæknirinn kom inn með sogklukkur, en í sama mund fann ég kraftinn koma yfir mig til að koma honum í heiminn sjálf.“ Sonur Köru braggaðist fljótt eftir skoðun á fæðingarstofunni og hún fékk hann aftur í fangið. „Þá ætlaði ég aldrei að vilja sleppa honum. Þetta var ást við fyrstu sýn og hann fæddist með svo risastór augu að þess var getið í fæðingarskýrslunni. Flestir nýburar eru með lokuð augu eftir fæðinguna en ekki minn maður. Hann var ekkert nema augun og nánast heilsaði: „Hæ, mamma. Ég er mættur!“,“ segir Kara og hlær við tilhugsunina. „Sonur minn gerir allt betra. Ég mæli þó ekki með því að verða móðir svo ung. Maður þarf ekki að eiga börn ungur; það er nógur tími til þess seinna. Ef ung stelpa verður ólétt er það þó ekkert til að skammast sín fyrir eða líða illa yfir,“ segir Kara sem fékk kærkomið heilræði frá ókunnri konu á kaffihúsi þegar sonurinn var nokkurra vikna.„Þá var ég föst í því hugarfari að barn myndi fjötra líf mitt. Þegar vinkona stakk upp á skemmtilegum hlut sagðist ég ekki komast því ég væri með barnið. Þá segir eldri kona á næsta borði við mig: „Hvað meinarðu? Þú getur gert hvað sem er með barninu þínu. Þú getur tekið hann með þér hvert sem er.“ Þetta sat í mér og eftir þetta ákvað ég að láta ekkert stoppa mig því ég gæti sannarlega gert allt sem ég vildi með syni mínum. Ég held að lykillinn að því að njóta lífsins sé að vera óhræddur. Óttinn stoppar svo mikið. Við þurfum að hætta að vera hrædd gagnvart lífinu og njóta þess til fulls í staðinn,“ segir Kara. Þau mæðgin hafa verið dugleg að njóta tilverunnar saman og oftsinnis farið út fyrir landsteinana. „Þegar strákurinn var fjögurra mánaða fór ég fyrst með hann í skútusiglingu og fimm mánaða var hann framan á mér í poka þegar ég hljóp á Esjuna. Hann elskar að vera á sjó, hefur mikinn áhuga á lestum og er félagslynt fiðrildi eins og ég.“ Hefur ekki sofið hjá mörgum Umræða um kynlíf er að verða opnari og umburðarlyndari að sögn Köru. „Fólk af minni kynslóð talar opinskátt um kynlíf, skammast sín ekki fyrir neitt og það er enginn að fela neitt. Þannig er það í mínum vinahópi, við deilum reynslu okkar í kynlífi og ástamálum,“ segir Kara og telur fólk gera miklu meira veður út af kynlífsumfjöllun hennar en tilefni sé til. „Á heimasíðu minni eru fimm færslur um mitt eigið kynlíf og er sú nýjasta síðan í nóvember í fyrra. Þó eru allir enn að pikka það upp. Aðrar eru sögur um kynlíf annarra sem ég hef fengið lánaðar frá vinum og vandamönnum, en eru vitaskuld settar inn nafnlaust,“ segir Kara sem fundið hefur fyrir neikvæðri gagnrýni. „Ég er farin að forðast fjölmiðla vegna þess að svo oft hefur verið snúið út úr því sem ég segi og gert lítið úr mér. Ég geri mér grein fyrir að fullt af fólki skilur ekki hvað ég er að fara en fyrir mér er þetta allt mikils virði út af skilaboðum sem ég fæ frá stelpum sem minna mig á það þegar ég var sjálf ung og óreynd.“„Margar hafa til dæmis aldrei fengið fullnægingu í kynlífi, ekki einu sinni með sjálfum sér, og það er nóg fyrir mig ef ég get hjálpað þessum stelpum með fræðslu og fróðleik um kynlíf.“ Hún segist ekki ýta undir lauslæti með skrifum sínum. „Ég hvet alls ekki til þess að fólk eigi marga rekkjunauta en fólk má njóta kynlífs með þeim sem það vill. Það er ekkert ljótt við það á meðan það er ekki saknæmt né særir aðra. Enn þykir hallærislegt að halda fram hjá þegar fólk er í sambandi en ef það er á lausu, hverjum er ekki sama hvað það gerir? Í dag þykir bara eðlilegt að prófa sig áfram og eiga marga bólfélaga en sjálf get ég ekki sofið hjá bara einhverjum heldur þarf ég að þekkja hann. Því leita ég ekki í bólið hjá ókunnugum og finnst það reyndar vera eins hjá flestum sem ég þekki,“ segir Kara. Hún saknar viðhorfsbreytingar til óhefts kynlífs beggja kynja. „Því miður eru stelpur enn dæmdar hart fyrir að sofa hjá mörgum og þá virðist gleymast að strákar sofa oft og iðulega hjá enn fleirum. Af hverju er ekki öllum sama hvað stelpur gera í þessum málum? Það þykir mér ráðgáta en ég veit að það á eftir að breytast einn daginn.“ Hljóðfæri eru gamaldags Kara Kristel er menntaður förðunarfræðingur. Hún hefur haldið förðunarnámskeið, starfar mikið við förðun og vill gera meira af því. „Það sem sést af mér á netinu er aðeins brot af lífi mínu. Sumu vil ég halda fyrir sjálfa mig,“ segir Kara sem hefur yndi af ferðalögum og vill hafa nóg fyrir stafni, en hefur ekki enn fundið sig í eldhúsinu. „Ég kann hvorki að elda né baka. Um daginn flutti ég úr fyrstu íbúðinni minni þar sem ég hafði verið fyrsti íbúinn. Nýi eigandinn kíkti inn í bakaraofninn og spurði hvort ég hefði þrifið hann svona vel eða aldrei notað hann. Sannleikurinn er sá að ég bjó þarna í tvö ár og notaði ofninn aldrei,“ segir Kara og hlær. Til að slaka á finnst henni best að fara í freyðibað og hlusta á tónlist. „Ég hlusta mest á rapp en er heilluð af alls kyns tónlist. Ég hef þó ekki lært að spila á neitt enda eru hljóðfæri gamaldags. Í dag getur hver sem er búið til tónlist í tölvum án þess að spila á hljóðfæri.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Strákar biðja um einkakennslu: „Kviðsystir flestra vinkvenna minna“ Kara Kristel heldur úti vinsælu kynlífsbloggi og var hún mætt í Brennsluna á FM957 í morgun og ræddi við þá Kjartan Atla Kjartansson og Hjörvar Hafliðason um kynlíf. 9. nóvember 2017 11:30 Kara Kristel hefur ekki enn sagt grófustu kynlífssögurnar Kara Kristel Ágústsdóttir hefur vakið töluverða athygli eftir að hún hóf að rita pistla á bloggsíðunni sinni þar sem hún tjáir sig opinskátt um kynlífið sitt. 14. nóvember 2017 13:00 Kara segir kynlíf með ferðamönnum dautt Kara Kristel Ágústsdóttir hefur vakið töluverða athygli eftir að hún hóf að rita pistla á bloggsíðunni sinni þar sem hún tjáir sig opinskátt um kynlífið sitt. 23. nóvember 2017 16:15 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Sjá meira
„Það halda allir að ég hafi sofið hjá minnst 400 manns en flestum kæmi á óvart hvað talan mín er lág. Ætli það sé ekki eðlilegt að fólk fái ranga hugmynd, úr því að ég tala opinskátt um þessa hluti og mér er svo sem alveg sama hvað fólk heldur að ég hafi sofið hjá mörgum. Verra þykir mér þegar strákar gera ráð fyrir að ég muni sofa hjá þeim. Ég fæ mikið af skilaboðum frá körlum, og líka giftum mönnum, sem vilja ýmist spjalla, klæmast eða gera mér ósæmileg tilboð. Mér finnst það pirrandi, svara þeim í engu og held mínu striki.“ Þetta segir Kara Kristel Ágústsdóttirsem vakið hefur mikla eftirtekt eftir að hún gerðist kynlífsbloggari. „Kynlíf er mér hugleikið af mörgum ástæðum. Upphaflega vildi ég skrifa um eitthvað sem ég sjálf vildi lesa en þá gerði ég mér ekki grein fyrir því hversu margir höfðu áhuga á að lesa um það sama. Ég fékk fljótt mikið af fyrirspurnum frá stelpum um hluti sem þær vissu ekki og margt af því ætti að vera kennt í skólum en er það ekki,“ segir Kara, gagnrýnin á kynfræðslu. „Í kynfræðslunni er vissulega komið inn á margt en það er gert á svo leiðinlegan hátt að unglingarnir fylgjast ekki með. Kynfræðsla mætti líka vera á jákvæðari nótum. Í henni er einblínt á forvarnir eins og að nota smokk til að fá ekki kynsjúkdóma eða valda ótímabærri þungun, og upp úr stendur að kynlíf sé hættulegt, sem það er oftast ekki.“Náttúrulega full Kara Kristel er fædd árið 1995. „Nafn mitt er innblásið frá Ítalíu þar sem foreldrar mínir bjuggu við nám og störf þegar ég kom undir. Kara þýðir á ítölsku „kæra“ eða „elsku“ og má því túlka nafnið sem „Elsku Kristel“,“ útskýrir Kara sem er kát og lífsglöð, jákvæð og félagslynd að eðlisfari. „Ég nýt þess að vera í góðra vina hópi og segja má að við séum náttúrulega full. Við þurfum ekki vímugjafa til að njóta lífsins og erum lítið á djamminu. Þess í stað förum við í sveitabíltúr til að njóta náttúrunnar, hlustum á tónlist og gerum eitthvað skemmtilegt saman.“ Kara segist farin að finna fyrir því að vera orðin þekkt andlit. „Margir vilja taka af mér myndir og sumir taka jafnvel myndir í leyni, en það angrar mig ekki. Sumir koma líka að máli við mig ef ég sést á opinberum vettvangi en nú er ég í djammpásu og hef ekki drukkið vín í tvo mánuði, án þess að slíkt hafi nokkurn tímann verið vandamál hjá mér. Mér finnst mikilvægara að hlúa að sjálfri mér í stað þess að hanga inni á skemmtistöðum.“ Sonurinn er dýrmætastur Kara varð barnshafandi átján ára og er sonur hennar nú þriggja ára. „Ég var strax viss um að ég vildi eignast barnið en ég fann að margir dæmdu mig. Eftir stend ég með þriggja ára gullmola sem er þvílíkt hamingjusamur og heilbrigður, hefur átt skemmtilegt líf og á vonandi annað eins í vændum. Hann gefur mér óendanlega mikið,“ segir Kara sem deilir forræði til hálfs með barnsföður sínum. „Við foreldrarnir erum góðir vinir og ég held það væri erfiðara að vera ung mamma ef ég stæði í því ein. Sonur minn á frábæra föðurfjölskyldu og jafnvægið er fullkomið. Því get ég líka notið þess að vera ung og hafa það gaman.“ Kara segir minninguna um að fá son sinn fyrst í fangið blendna því snáðinn var þá nær dauða en lífi.„Drengurinn hafði verið skorðaður í þrjá mánuði og þegar að fæðingu kom festist hann í grindinni með þeim afleiðingum að höfuðið bólgnaði sem gerði honum erfiðara að komast út. Ég var sárkvalin og búin að vera með hríðir í sextán klukkustundir þegar fæðingarlæknirinn kom inn með sogklukkur, en í sama mund fann ég kraftinn koma yfir mig til að koma honum í heiminn sjálf.“ Sonur Köru braggaðist fljótt eftir skoðun á fæðingarstofunni og hún fékk hann aftur í fangið. „Þá ætlaði ég aldrei að vilja sleppa honum. Þetta var ást við fyrstu sýn og hann fæddist með svo risastór augu að þess var getið í fæðingarskýrslunni. Flestir nýburar eru með lokuð augu eftir fæðinguna en ekki minn maður. Hann var ekkert nema augun og nánast heilsaði: „Hæ, mamma. Ég er mættur!“,“ segir Kara og hlær við tilhugsunina. „Sonur minn gerir allt betra. Ég mæli þó ekki með því að verða móðir svo ung. Maður þarf ekki að eiga börn ungur; það er nógur tími til þess seinna. Ef ung stelpa verður ólétt er það þó ekkert til að skammast sín fyrir eða líða illa yfir,“ segir Kara sem fékk kærkomið heilræði frá ókunnri konu á kaffihúsi þegar sonurinn var nokkurra vikna.„Þá var ég föst í því hugarfari að barn myndi fjötra líf mitt. Þegar vinkona stakk upp á skemmtilegum hlut sagðist ég ekki komast því ég væri með barnið. Þá segir eldri kona á næsta borði við mig: „Hvað meinarðu? Þú getur gert hvað sem er með barninu þínu. Þú getur tekið hann með þér hvert sem er.“ Þetta sat í mér og eftir þetta ákvað ég að láta ekkert stoppa mig því ég gæti sannarlega gert allt sem ég vildi með syni mínum. Ég held að lykillinn að því að njóta lífsins sé að vera óhræddur. Óttinn stoppar svo mikið. Við þurfum að hætta að vera hrædd gagnvart lífinu og njóta þess til fulls í staðinn,“ segir Kara. Þau mæðgin hafa verið dugleg að njóta tilverunnar saman og oftsinnis farið út fyrir landsteinana. „Þegar strákurinn var fjögurra mánaða fór ég fyrst með hann í skútusiglingu og fimm mánaða var hann framan á mér í poka þegar ég hljóp á Esjuna. Hann elskar að vera á sjó, hefur mikinn áhuga á lestum og er félagslynt fiðrildi eins og ég.“ Hefur ekki sofið hjá mörgum Umræða um kynlíf er að verða opnari og umburðarlyndari að sögn Köru. „Fólk af minni kynslóð talar opinskátt um kynlíf, skammast sín ekki fyrir neitt og það er enginn að fela neitt. Þannig er það í mínum vinahópi, við deilum reynslu okkar í kynlífi og ástamálum,“ segir Kara og telur fólk gera miklu meira veður út af kynlífsumfjöllun hennar en tilefni sé til. „Á heimasíðu minni eru fimm færslur um mitt eigið kynlíf og er sú nýjasta síðan í nóvember í fyrra. Þó eru allir enn að pikka það upp. Aðrar eru sögur um kynlíf annarra sem ég hef fengið lánaðar frá vinum og vandamönnum, en eru vitaskuld settar inn nafnlaust,“ segir Kara sem fundið hefur fyrir neikvæðri gagnrýni. „Ég er farin að forðast fjölmiðla vegna þess að svo oft hefur verið snúið út úr því sem ég segi og gert lítið úr mér. Ég geri mér grein fyrir að fullt af fólki skilur ekki hvað ég er að fara en fyrir mér er þetta allt mikils virði út af skilaboðum sem ég fæ frá stelpum sem minna mig á það þegar ég var sjálf ung og óreynd.“„Margar hafa til dæmis aldrei fengið fullnægingu í kynlífi, ekki einu sinni með sjálfum sér, og það er nóg fyrir mig ef ég get hjálpað þessum stelpum með fræðslu og fróðleik um kynlíf.“ Hún segist ekki ýta undir lauslæti með skrifum sínum. „Ég hvet alls ekki til þess að fólk eigi marga rekkjunauta en fólk má njóta kynlífs með þeim sem það vill. Það er ekkert ljótt við það á meðan það er ekki saknæmt né særir aðra. Enn þykir hallærislegt að halda fram hjá þegar fólk er í sambandi en ef það er á lausu, hverjum er ekki sama hvað það gerir? Í dag þykir bara eðlilegt að prófa sig áfram og eiga marga bólfélaga en sjálf get ég ekki sofið hjá bara einhverjum heldur þarf ég að þekkja hann. Því leita ég ekki í bólið hjá ókunnugum og finnst það reyndar vera eins hjá flestum sem ég þekki,“ segir Kara. Hún saknar viðhorfsbreytingar til óhefts kynlífs beggja kynja. „Því miður eru stelpur enn dæmdar hart fyrir að sofa hjá mörgum og þá virðist gleymast að strákar sofa oft og iðulega hjá enn fleirum. Af hverju er ekki öllum sama hvað stelpur gera í þessum málum? Það þykir mér ráðgáta en ég veit að það á eftir að breytast einn daginn.“ Hljóðfæri eru gamaldags Kara Kristel er menntaður förðunarfræðingur. Hún hefur haldið förðunarnámskeið, starfar mikið við förðun og vill gera meira af því. „Það sem sést af mér á netinu er aðeins brot af lífi mínu. Sumu vil ég halda fyrir sjálfa mig,“ segir Kara sem hefur yndi af ferðalögum og vill hafa nóg fyrir stafni, en hefur ekki enn fundið sig í eldhúsinu. „Ég kann hvorki að elda né baka. Um daginn flutti ég úr fyrstu íbúðinni minni þar sem ég hafði verið fyrsti íbúinn. Nýi eigandinn kíkti inn í bakaraofninn og spurði hvort ég hefði þrifið hann svona vel eða aldrei notað hann. Sannleikurinn er sá að ég bjó þarna í tvö ár og notaði ofninn aldrei,“ segir Kara og hlær. Til að slaka á finnst henni best að fara í freyðibað og hlusta á tónlist. „Ég hlusta mest á rapp en er heilluð af alls kyns tónlist. Ég hef þó ekki lært að spila á neitt enda eru hljóðfæri gamaldags. Í dag getur hver sem er búið til tónlist í tölvum án þess að spila á hljóðfæri.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Strákar biðja um einkakennslu: „Kviðsystir flestra vinkvenna minna“ Kara Kristel heldur úti vinsælu kynlífsbloggi og var hún mætt í Brennsluna á FM957 í morgun og ræddi við þá Kjartan Atla Kjartansson og Hjörvar Hafliðason um kynlíf. 9. nóvember 2017 11:30 Kara Kristel hefur ekki enn sagt grófustu kynlífssögurnar Kara Kristel Ágústsdóttir hefur vakið töluverða athygli eftir að hún hóf að rita pistla á bloggsíðunni sinni þar sem hún tjáir sig opinskátt um kynlífið sitt. 14. nóvember 2017 13:00 Kara segir kynlíf með ferðamönnum dautt Kara Kristel Ágústsdóttir hefur vakið töluverða athygli eftir að hún hóf að rita pistla á bloggsíðunni sinni þar sem hún tjáir sig opinskátt um kynlífið sitt. 23. nóvember 2017 16:15 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Edrú í eitt ár Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Sjá meira
Strákar biðja um einkakennslu: „Kviðsystir flestra vinkvenna minna“ Kara Kristel heldur úti vinsælu kynlífsbloggi og var hún mætt í Brennsluna á FM957 í morgun og ræddi við þá Kjartan Atla Kjartansson og Hjörvar Hafliðason um kynlíf. 9. nóvember 2017 11:30
Kara Kristel hefur ekki enn sagt grófustu kynlífssögurnar Kara Kristel Ágústsdóttir hefur vakið töluverða athygli eftir að hún hóf að rita pistla á bloggsíðunni sinni þar sem hún tjáir sig opinskátt um kynlífið sitt. 14. nóvember 2017 13:00
Kara segir kynlíf með ferðamönnum dautt Kara Kristel Ágústsdóttir hefur vakið töluverða athygli eftir að hún hóf að rita pistla á bloggsíðunni sinni þar sem hún tjáir sig opinskátt um kynlífið sitt. 23. nóvember 2017 16:15