Rússar hafna niðurstöðunum alfarið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. apríl 2018 08:00 Breskir rannsakendur taka sýni af vettvangi í Salisbury. Vísir/AFp Eitrið sem notað var í árásinni á fyrrverandi rússneska gagnnjósnarann Sergei Skrípal og Júlíu dóttur hans í Salisbury í mars var einstaklega hreint Novichok-taugaeitur líkt og Bretar hafa haldið fram. Þetta staðfesti Stofnunin um bann við efnavopnum (OPCW) í gær. „Niðurstöður greiningar rannsóknarstofa OPCW á umhverfis- og blóðsýnum sem teymi stofnunarinnar safnaði staðfesta fyrri niðurstöður rannsókna Breta á því um hvaða eiturefni er að ræða,“ sagði í samantekt sem OPCW birti. Bretar höfðu beðið stofnunina um að rannsaka sýni af eitrinu. Samkvæmt tilkynningu frá OPCW höfðu Bretar enga aðkomu að rannsókninni sjálfri. Hún hafi farið fram á fjórum aðskildum rannsóknarstofum sem hafi allar skilað sömu niðurstöðu. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í gær að nú léki enginn vafi á því hvaða efnavopni var beitt og því væri ekki hægt að útskýra árásina á annan hátt en þann að rússnesk yfirvöld hefðu staðið að henni. Rússar einir hefðu getuna til þess, ástæðuna fyrir því og sögu sambærilegra árása.Kvótmynd Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands. Nordicphotos/AFPMeð gagnsæissjónarmið að leiðarljósi, sagði Johnson, báðu Bretar OPCW um að birta samantekt opinberlega og um að senda skýrsluna í heild á öll aðildarríki stofnunarinnar, Rússland þar með talið. Sagði ráðherrann þetta gert þar sem Bretar hefðu ekkert að fela, öndvert við Rússa. Yfirvöld í Moskvu hafa allt frá upphafi málsins sagst saklaus. Ekki var vikið frá þeirri línu í gær. Sagði María Sakarova, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, að Rússar höfnuðu niðurstöðum OPCW í málinu alfarið. Þá væri engin ástæða til að trúa öðru en að þetta væri beint framhald herferðar breskra upplýsingastofnana gegn rússneska ríkinu. „Í skýrslunni er ekki að finna neinar upplýsingar um hvernig, af hverjum og í hvaða ástandi þessi sýni voru tekin,“ sagði upplýsingafulltrúinn. Bætti hún því við að Rússar myndu ekki trúa neinum staðhæfingum um málið fyrr en þeir fengju að hafa beina aðkomu að rannsóknum.Þá ýjaði Sakarova jafnframt að því að Skrípal væri haldið gegn vilja sínum á sjúkrahúsinu í Salisbury. Bretar hefðu algjörlega einangrað hann og enginn hefði fengið að sjá hann í rúman mánuð. Skrípal-málið svokallaða hefur dregið dilk á eftir sér. Fjöldi Vesturlanda hefur vísað rússneskum erindrekum úr landi og þá svöruðu Rússar í sömu mynt. Ljóst er að Vesturlönd standa allflest með Bretum í málinu. „Nú er það undir Rússum komið að svara spurningum okkar og taka þátt í þessu ferli á uppbyggilegan hátt,“ sagði upplýsingafulltrúi þýska utanríkisráðuneytisins í gær. Júlía Skrípal er á batavegi en hún fékk að fara heim af sjúkrahúsi á mánudag. Í yfirlýsingu á miðvikudag sagðist hún enn þjást af eftirverkunum eitrunarinnar og að faðir hennar væri enn alvarlega veikur. Þá sagðist hún hafa hafnað boði rússneska sendiráðsins um að aðstoða hana. Birtist í Fréttablaðinu Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Yulia Skripal segir engan tala fyrir hennar hönd Segist ekki hafa náð nægum styrk til að veita viðtöl. 11. apríl 2018 20:33 Rússar saka Breta um að halda Skrípal-feðginunum í gíslingu Ásökunin bætist í flokk nokkuð framandlega fullyrðinga Rússa um taugaeitursárásina í Salisbury. 12. apríl 2018 15:23 Öryggisráðið hafnaði kröfu Rússa Rússar krefjast þess að fá aðgang að Skripal rannsókninni. 6. apríl 2018 08:21 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Eitrið sem notað var í árásinni á fyrrverandi rússneska gagnnjósnarann Sergei Skrípal og Júlíu dóttur hans í Salisbury í mars var einstaklega hreint Novichok-taugaeitur líkt og Bretar hafa haldið fram. Þetta staðfesti Stofnunin um bann við efnavopnum (OPCW) í gær. „Niðurstöður greiningar rannsóknarstofa OPCW á umhverfis- og blóðsýnum sem teymi stofnunarinnar safnaði staðfesta fyrri niðurstöður rannsókna Breta á því um hvaða eiturefni er að ræða,“ sagði í samantekt sem OPCW birti. Bretar höfðu beðið stofnunina um að rannsaka sýni af eitrinu. Samkvæmt tilkynningu frá OPCW höfðu Bretar enga aðkomu að rannsókninni sjálfri. Hún hafi farið fram á fjórum aðskildum rannsóknarstofum sem hafi allar skilað sömu niðurstöðu. Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í gær að nú léki enginn vafi á því hvaða efnavopni var beitt og því væri ekki hægt að útskýra árásina á annan hátt en þann að rússnesk yfirvöld hefðu staðið að henni. Rússar einir hefðu getuna til þess, ástæðuna fyrir því og sögu sambærilegra árása.Kvótmynd Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands. Nordicphotos/AFPMeð gagnsæissjónarmið að leiðarljósi, sagði Johnson, báðu Bretar OPCW um að birta samantekt opinberlega og um að senda skýrsluna í heild á öll aðildarríki stofnunarinnar, Rússland þar með talið. Sagði ráðherrann þetta gert þar sem Bretar hefðu ekkert að fela, öndvert við Rússa. Yfirvöld í Moskvu hafa allt frá upphafi málsins sagst saklaus. Ekki var vikið frá þeirri línu í gær. Sagði María Sakarova, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, að Rússar höfnuðu niðurstöðum OPCW í málinu alfarið. Þá væri engin ástæða til að trúa öðru en að þetta væri beint framhald herferðar breskra upplýsingastofnana gegn rússneska ríkinu. „Í skýrslunni er ekki að finna neinar upplýsingar um hvernig, af hverjum og í hvaða ástandi þessi sýni voru tekin,“ sagði upplýsingafulltrúinn. Bætti hún því við að Rússar myndu ekki trúa neinum staðhæfingum um málið fyrr en þeir fengju að hafa beina aðkomu að rannsóknum.Þá ýjaði Sakarova jafnframt að því að Skrípal væri haldið gegn vilja sínum á sjúkrahúsinu í Salisbury. Bretar hefðu algjörlega einangrað hann og enginn hefði fengið að sjá hann í rúman mánuð. Skrípal-málið svokallaða hefur dregið dilk á eftir sér. Fjöldi Vesturlanda hefur vísað rússneskum erindrekum úr landi og þá svöruðu Rússar í sömu mynt. Ljóst er að Vesturlönd standa allflest með Bretum í málinu. „Nú er það undir Rússum komið að svara spurningum okkar og taka þátt í þessu ferli á uppbyggilegan hátt,“ sagði upplýsingafulltrúi þýska utanríkisráðuneytisins í gær. Júlía Skrípal er á batavegi en hún fékk að fara heim af sjúkrahúsi á mánudag. Í yfirlýsingu á miðvikudag sagðist hún enn þjást af eftirverkunum eitrunarinnar og að faðir hennar væri enn alvarlega veikur. Þá sagðist hún hafa hafnað boði rússneska sendiráðsins um að aðstoða hana.
Birtist í Fréttablaðinu Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Yulia Skripal segir engan tala fyrir hennar hönd Segist ekki hafa náð nægum styrk til að veita viðtöl. 11. apríl 2018 20:33 Rússar saka Breta um að halda Skrípal-feðginunum í gíslingu Ásökunin bætist í flokk nokkuð framandlega fullyrðinga Rússa um taugaeitursárásina í Salisbury. 12. apríl 2018 15:23 Öryggisráðið hafnaði kröfu Rússa Rússar krefjast þess að fá aðgang að Skripal rannsókninni. 6. apríl 2018 08:21 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Yulia Skripal segir engan tala fyrir hennar hönd Segist ekki hafa náð nægum styrk til að veita viðtöl. 11. apríl 2018 20:33
Rússar saka Breta um að halda Skrípal-feðginunum í gíslingu Ásökunin bætist í flokk nokkuð framandlega fullyrðinga Rússa um taugaeitursárásina í Salisbury. 12. apríl 2018 15:23
Öryggisráðið hafnaði kröfu Rússa Rússar krefjast þess að fá aðgang að Skripal rannsókninni. 6. apríl 2018 08:21