Framlög til velferðarmála aukin um tugi milljarða á næstu árum Heimir Már Pétursson skrifar 12. apríl 2018 18:30 Forsætisráðherra segir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fela í sér sókn í heilbrigðis- og velferðarmálum og úrbætur á kjörum lífeyrisþega. Stjórnarandstaðan vill að bætt verði um betur en stjórnarþingmaður segir hana tala eins og til standi að skera niður þegar útgjöld verði aukin um rúmlega hundrað milljarða. Fyrri umræðu um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var framhaldið á Alþingi í dag þar sem farið var yfir málefni einstakra ráðuneyta. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að framlög til heilbrigðismála verði aukin um 60 milljarða á næstu fimm árum og um 40 milljarða til annarra velferðarmála. Katrín segir fjármálaáætlunina fela í sér skynsama fjármála- og samfélagsstefnu. „Þetta hafa allir flokkar boðað með einum eða öðrum hætti. Uppbyggingu samfélagslegra innviða. Allir flokkar hafa talað um heilbrigðismál, allir flokkar hafa talað um samgöngumál. Alþingi samþykkti samgönguáætlun árið 2016 sem það fjármagnaði svo ekki. En að sjálfsögðu þurfum við að horfa til þess að við fjármögnum þær hugmyndir sem við viljum taka hér fyrir á vettvangi Alþingis,“ sagði Katrín.Barnabætur standa í staðOddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar gagnrýndi að jöfnunartæki eins og barnabætur væru ekki nýtt. Framlög til þeirra væru ekki aukin en þær tækju að skerðast langt undir lágmarkslaunum. Á Norðurlöndum hafi hins vegar ríkt mikil sátt um stuðning við barnafjölskyldur. „En hér á landi hefur dregið úr vægi þeirra (barnabótanna) jafnt og þétt. Upphæðirnar í fjármálaáætluninni gera ekki ráð fyrir að fleiri fjölskyldur fái barnabætur eða þær hækki umtalsvert,“ sagði Oddný. Forsætisráðherra sagði stefnt að viðræðum við verkalýðshreyfinguna um breytingar á skatta- og bótakerfum til að jafna kjörin. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði að út frá ræðum sumra stjórnarandstöðuþingmanna mætti ætla að verið væri að boða niðurskurð en ekki stórfellda aukningu útgjalda. „En það er nú engu að síður staðreynd að gangi þessi fjármálaáætlun eftir munu útgjöld aukast til málaflokka, þá undanskil ég vaxtakostnað, um 132 milljarða frá árinu 2017 til 2023. Hundrað þrjátíu og tveir milljarðar að raunvirði. Og hvar er nú mesta aukningin? Hún er í velferðarmál,“ sagði Óli Björn sem jafnframt hvatti forsætisráðherra til að skoða nýjar hugmyndir í skattamálum.Katrín segir þingmann falla í gryfjuBirgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins sagði ríkisstjórnina ætla að lækka skatta á vogunarsjóði í Kaupþingi á sama tíma og engu væri bætt í framlög til öryrkja og eldri borgara og vísaði þar til afnáms bankaskatts sem lagður var á tímabundið á sínum tíma. „Hver er eiginlega raunverulegi forsætisráðherra þessarar ríkisstjórnar? Það hlýtur bara að vera Bjarni Benediktsson. Ég vil spyrja hæstvirtan forsætisráðherra er þessi forgangsröðun; ekki í þágu öryrkja, ekki í þágu eldri borgara, nei í þágu vogunarsjóðanna? Er þetta það sem vinstri græn standa fyrir,“ sagði Birgir. Forsætisráðherra sagði arðgreiðslur frá bönkunum fara til uppbyggingu innviða. „En það að tala hér og falla í þá gryfju að vogunarsjóðirnir séu að hafa fjármuni af öryrkjum er auðvitað ekkert annað en þvættingur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Fleiri fréttir Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Sjá meira
Forsætisráðherra segir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fela í sér sókn í heilbrigðis- og velferðarmálum og úrbætur á kjörum lífeyrisþega. Stjórnarandstaðan vill að bætt verði um betur en stjórnarþingmaður segir hana tala eins og til standi að skera niður þegar útgjöld verði aukin um rúmlega hundrað milljarða. Fyrri umræðu um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var framhaldið á Alþingi í dag þar sem farið var yfir málefni einstakra ráðuneyta. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að framlög til heilbrigðismála verði aukin um 60 milljarða á næstu fimm árum og um 40 milljarða til annarra velferðarmála. Katrín segir fjármálaáætlunina fela í sér skynsama fjármála- og samfélagsstefnu. „Þetta hafa allir flokkar boðað með einum eða öðrum hætti. Uppbyggingu samfélagslegra innviða. Allir flokkar hafa talað um heilbrigðismál, allir flokkar hafa talað um samgöngumál. Alþingi samþykkti samgönguáætlun árið 2016 sem það fjármagnaði svo ekki. En að sjálfsögðu þurfum við að horfa til þess að við fjármögnum þær hugmyndir sem við viljum taka hér fyrir á vettvangi Alþingis,“ sagði Katrín.Barnabætur standa í staðOddný G. Harðardóttir þingflokksformaður Samfylkingarinnar gagnrýndi að jöfnunartæki eins og barnabætur væru ekki nýtt. Framlög til þeirra væru ekki aukin en þær tækju að skerðast langt undir lágmarkslaunum. Á Norðurlöndum hafi hins vegar ríkt mikil sátt um stuðning við barnafjölskyldur. „En hér á landi hefur dregið úr vægi þeirra (barnabótanna) jafnt og þétt. Upphæðirnar í fjármálaáætluninni gera ekki ráð fyrir að fleiri fjölskyldur fái barnabætur eða þær hækki umtalsvert,“ sagði Oddný. Forsætisráðherra sagði stefnt að viðræðum við verkalýðshreyfinguna um breytingar á skatta- og bótakerfum til að jafna kjörin. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði að út frá ræðum sumra stjórnarandstöðuþingmanna mætti ætla að verið væri að boða niðurskurð en ekki stórfellda aukningu útgjalda. „En það er nú engu að síður staðreynd að gangi þessi fjármálaáætlun eftir munu útgjöld aukast til málaflokka, þá undanskil ég vaxtakostnað, um 132 milljarða frá árinu 2017 til 2023. Hundrað þrjátíu og tveir milljarðar að raunvirði. Og hvar er nú mesta aukningin? Hún er í velferðarmál,“ sagði Óli Björn sem jafnframt hvatti forsætisráðherra til að skoða nýjar hugmyndir í skattamálum.Katrín segir þingmann falla í gryfjuBirgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins sagði ríkisstjórnina ætla að lækka skatta á vogunarsjóði í Kaupþingi á sama tíma og engu væri bætt í framlög til öryrkja og eldri borgara og vísaði þar til afnáms bankaskatts sem lagður var á tímabundið á sínum tíma. „Hver er eiginlega raunverulegi forsætisráðherra þessarar ríkisstjórnar? Það hlýtur bara að vera Bjarni Benediktsson. Ég vil spyrja hæstvirtan forsætisráðherra er þessi forgangsröðun; ekki í þágu öryrkja, ekki í þágu eldri borgara, nei í þágu vogunarsjóðanna? Er þetta það sem vinstri græn standa fyrir,“ sagði Birgir. Forsætisráðherra sagði arðgreiðslur frá bönkunum fara til uppbyggingu innviða. „En það að tala hér og falla í þá gryfju að vogunarsjóðirnir séu að hafa fjármuni af öryrkjum er auðvitað ekkert annað en þvættingur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Fleiri fréttir Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Sjá meira