Fá boðuð mál ráðherra komin fyrir þingheim Sveinn Arnarsson skrifar 12. apríl 2018 06:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í ræðustóli á Alþingi. Vísir/ERNIR Af þeim 110 lagafrumvörpum, sem ráðherrar ætla sér að koma með til þings á yfirstandandi þingi, hafa aðeins 65 komið til þings. Einnig vantar 20 boðaðar þingsályktunartillögur ráðherra. Fyrsti þingfundardagur að afloknu löngu jólafríi var þann 22. janúar. Ný þingmál, sem eiga að koma á dagskrá fyrir sumarhlé, þurfa að berast skrifstofu Alþingis fyrir lok mars 2018 samkvæmt reglum þingsins. Því er tíminn liðinn sem þingmenn og ráðherrar hafa til að leggja fram ný þingmál. Hins vegar hefur það gerst á hverju ári að ný þingmál komi seint inn í þingið frá ráðherrum en þá þarf að leita heimildar hjá þingmönnum sjálfum. Þórunn Egilsdóttir, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir vandamálið hafa verið við lýði lengi. „Ríkisstjórnin hefur ekki setið lengi og því er þetta að einhverju leyti eðlilegt. Við vinnum í þeim málum sem munu koma til þings. Auðvitað eru fáir þingfundardagar eftir og ljóst að ekki koma öll málin til þingsins í vor,“ segir Þórunn. „Ég á ekki von á að fleiri þingsályktanir ráðherra komi til kasta þingsins á þessu þingi og því þurfa þær að bíða til haustsins.“ Katrín Jakobsdóttir, núverandi forsætisráðherra, hefur oft á tíðum gagnrýnt þá stöðu sem kemur upp í þingstörfunum. Til að mynda gagnrýndi hún ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fyrir þetta vinnulag við þinglok árið 2015.Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir ofbeldi að demba málum of seint fram á Alþingi.Vísir/ERNIR„Ég vil skora á hæstvirtan forseta að stilla formönnum stjórnarflokkanna upp við vegg. Það gengur ekki að koma hér með mál seint inn og efna svo í fullkomið kaos hér undir lok þingsins,“ sagði Katrín. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir þetta vera til marks um að vinnubrögð hafi lítið batnað. „Það eru ekki margir þingfundardagar eftir ef við skoðum starfsáætlun þingsins og það er í sjálfu sér fullkomið ofbeldi að demba yfir okkur málum seint,“ segir Björn Leví. „En vitaskuld verður eitthvað af þessum málum notað í lokin til samninga um starfslok eins og verið hefur. En þetta er ekki til marks um vönduð vinnubrögð, síður en svo,“ Af þeim fjölda mála sem þingið bíður enn eftir eru sum hver sem munu taka langan tíma í meðförum þingsins. Til að mynda vantar bæði samgönguáætlun næstu þriggja ára og næstu tíu ára. Samkvæmt þingmálaskrá áttu þær áætlanir að koma til kasta þingsins í febrúar. Nú hefur verið ákveðið að fresta þeim til haustsins. Þá bólar ekki á frumvarpi umhverfisráðherra um þjóðgarðastofnun og frumvarp fjármálaráðherra um græna skatta og ívilnanir í takt við stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum er ekki komið fram. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ríkisstjórnin dælir málum inn á Alþingi Þingflokksformaður Miðflokksins segir ólíkegt að ríkisstjórnin nái öllum sínum málum fram fyrir þinghlé vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. 10. apríl 2018 13:00 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Af þeim 110 lagafrumvörpum, sem ráðherrar ætla sér að koma með til þings á yfirstandandi þingi, hafa aðeins 65 komið til þings. Einnig vantar 20 boðaðar þingsályktunartillögur ráðherra. Fyrsti þingfundardagur að afloknu löngu jólafríi var þann 22. janúar. Ný þingmál, sem eiga að koma á dagskrá fyrir sumarhlé, þurfa að berast skrifstofu Alþingis fyrir lok mars 2018 samkvæmt reglum þingsins. Því er tíminn liðinn sem þingmenn og ráðherrar hafa til að leggja fram ný þingmál. Hins vegar hefur það gerst á hverju ári að ný þingmál komi seint inn í þingið frá ráðherrum en þá þarf að leita heimildar hjá þingmönnum sjálfum. Þórunn Egilsdóttir, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir vandamálið hafa verið við lýði lengi. „Ríkisstjórnin hefur ekki setið lengi og því er þetta að einhverju leyti eðlilegt. Við vinnum í þeim málum sem munu koma til þings. Auðvitað eru fáir þingfundardagar eftir og ljóst að ekki koma öll málin til þingsins í vor,“ segir Þórunn. „Ég á ekki von á að fleiri þingsályktanir ráðherra komi til kasta þingsins á þessu þingi og því þurfa þær að bíða til haustsins.“ Katrín Jakobsdóttir, núverandi forsætisráðherra, hefur oft á tíðum gagnrýnt þá stöðu sem kemur upp í þingstörfunum. Til að mynda gagnrýndi hún ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks fyrir þetta vinnulag við þinglok árið 2015.Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir ofbeldi að demba málum of seint fram á Alþingi.Vísir/ERNIR„Ég vil skora á hæstvirtan forseta að stilla formönnum stjórnarflokkanna upp við vegg. Það gengur ekki að koma hér með mál seint inn og efna svo í fullkomið kaos hér undir lok þingsins,“ sagði Katrín. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir þetta vera til marks um að vinnubrögð hafi lítið batnað. „Það eru ekki margir þingfundardagar eftir ef við skoðum starfsáætlun þingsins og það er í sjálfu sér fullkomið ofbeldi að demba yfir okkur málum seint,“ segir Björn Leví. „En vitaskuld verður eitthvað af þessum málum notað í lokin til samninga um starfslok eins og verið hefur. En þetta er ekki til marks um vönduð vinnubrögð, síður en svo,“ Af þeim fjölda mála sem þingið bíður enn eftir eru sum hver sem munu taka langan tíma í meðförum þingsins. Til að mynda vantar bæði samgönguáætlun næstu þriggja ára og næstu tíu ára. Samkvæmt þingmálaskrá áttu þær áætlanir að koma til kasta þingsins í febrúar. Nú hefur verið ákveðið að fresta þeim til haustsins. Þá bólar ekki á frumvarpi umhverfisráðherra um þjóðgarðastofnun og frumvarp fjármálaráðherra um græna skatta og ívilnanir í takt við stefnu stjórnvalda í loftslagsmálum er ekki komið fram.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Þjóðgarðar Tengdar fréttir Ríkisstjórnin dælir málum inn á Alþingi Þingflokksformaður Miðflokksins segir ólíkegt að ríkisstjórnin nái öllum sínum málum fram fyrir þinghlé vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. 10. apríl 2018 13:00 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Ríkisstjórnin dælir málum inn á Alþingi Þingflokksformaður Miðflokksins segir ólíkegt að ríkisstjórnin nái öllum sínum málum fram fyrir þinghlé vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. 10. apríl 2018 13:00