Reykjavík leiði rafbílavæðingu Eyþór Arnalds skrifar 12. apríl 2018 07:00 Nú eru meira en fjögur ár síðan ég fékk fyrsta rafbílinn. Það verður ekki aftur snúið hvað mig varðar. Á þessum fjórum árum hefur mikið vatn runnið til sjávar. Tæknin er komin til að vera og sparnaður í eldsneytiskostnaði er mikill. Já og sótmengun er engin. Samkvæmt upplýsingum Orkuveitu Reykjavíkur er dreifikerfi raforku fært um að anna um 50.000 bílum án frekari fjárfestinga í innviðum. Þessi fjöldi þarf að kaupa jarðefnaeldsneyti fyrir um 25 milljarða króna. Raforkan er ekki bara hrein, heldur kostar hún Orkuveituna lítið ef hlaðið er á nóttunni. Hreinn hagnaður fyrir bæði Orkuveituna og notendur. Sjálfstæðismenn leggja til úrbætur Verð á rafbílum hefur lækkað umtalsvert og eru þeir í dag orðnir raunhæfur og samkeppnisfær kostur, bæði í verði og drægni. Helsti þröskuldurinn er að finna hleðslustaði fyrir þá sem búa í fjölbýli. Þess vegna hafa Sjálfstæðismenn í borgarstjórn lagt fram tillögu þess efnis að auðvelda aðgengi að hleðslustöðvum í borginni. Slíkt aðgengi tryggir val fyrir fólk. Í borgarlandinu er víða hægt að kaupa bensín og dísil. Það er eðlilegt að aðgengi fyrir rafmagn sé líka gott. Nýjar byggingar verða eftirsóknarverðari ef hægt er að hlaða rafmagnsbíla nálægt þeim. Þannig er borgin að styðja við græn sjónarmið, bæta hag íbúa og Orkuveitunnar án þess að stýra fólki með boðum og bönnum. Hvergi í heiminum á betur við að auka rafbílanotkun en einmitt á Íslandi. Og einmitt í Reykjavík þar sem þéttbýlið er mest. Í þessum mánuði bárust fregnir af því að sótmengun sé á pari við þá sem er í Rotterdam. Til að ráðast á þetta vandamál þarf bæði að minnka upptök svifryks og þrífa götur miklu betur en nú er gert. Hluti af lausninni er að auðvelda fólki að velja rafmagn á bílinn sinn. Taka sjálfstæða ákvörðun um að velja hreina íslenska orku, spara þannig útgjöld og vinna að hreinni Reykjavík. Við leggjum til að borgin bæti aðgengi og stígi þannig skref inn í 21. öldina. Með þessu getum við breytt borginni til hins betra.Höfundur skipar 1. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Nú eru meira en fjögur ár síðan ég fékk fyrsta rafbílinn. Það verður ekki aftur snúið hvað mig varðar. Á þessum fjórum árum hefur mikið vatn runnið til sjávar. Tæknin er komin til að vera og sparnaður í eldsneytiskostnaði er mikill. Já og sótmengun er engin. Samkvæmt upplýsingum Orkuveitu Reykjavíkur er dreifikerfi raforku fært um að anna um 50.000 bílum án frekari fjárfestinga í innviðum. Þessi fjöldi þarf að kaupa jarðefnaeldsneyti fyrir um 25 milljarða króna. Raforkan er ekki bara hrein, heldur kostar hún Orkuveituna lítið ef hlaðið er á nóttunni. Hreinn hagnaður fyrir bæði Orkuveituna og notendur. Sjálfstæðismenn leggja til úrbætur Verð á rafbílum hefur lækkað umtalsvert og eru þeir í dag orðnir raunhæfur og samkeppnisfær kostur, bæði í verði og drægni. Helsti þröskuldurinn er að finna hleðslustaði fyrir þá sem búa í fjölbýli. Þess vegna hafa Sjálfstæðismenn í borgarstjórn lagt fram tillögu þess efnis að auðvelda aðgengi að hleðslustöðvum í borginni. Slíkt aðgengi tryggir val fyrir fólk. Í borgarlandinu er víða hægt að kaupa bensín og dísil. Það er eðlilegt að aðgengi fyrir rafmagn sé líka gott. Nýjar byggingar verða eftirsóknarverðari ef hægt er að hlaða rafmagnsbíla nálægt þeim. Þannig er borgin að styðja við græn sjónarmið, bæta hag íbúa og Orkuveitunnar án þess að stýra fólki með boðum og bönnum. Hvergi í heiminum á betur við að auka rafbílanotkun en einmitt á Íslandi. Og einmitt í Reykjavík þar sem þéttbýlið er mest. Í þessum mánuði bárust fregnir af því að sótmengun sé á pari við þá sem er í Rotterdam. Til að ráðast á þetta vandamál þarf bæði að minnka upptök svifryks og þrífa götur miklu betur en nú er gert. Hluti af lausninni er að auðvelda fólki að velja rafmagn á bílinn sinn. Taka sjálfstæða ákvörðun um að velja hreina íslenska orku, spara þannig útgjöld og vinna að hreinni Reykjavík. Við leggjum til að borgin bæti aðgengi og stígi þannig skref inn í 21. öldina. Með þessu getum við breytt borginni til hins betra.Höfundur skipar 1. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar