Reykjavík leiði rafbílavæðingu Eyþór Arnalds skrifar 12. apríl 2018 07:00 Nú eru meira en fjögur ár síðan ég fékk fyrsta rafbílinn. Það verður ekki aftur snúið hvað mig varðar. Á þessum fjórum árum hefur mikið vatn runnið til sjávar. Tæknin er komin til að vera og sparnaður í eldsneytiskostnaði er mikill. Já og sótmengun er engin. Samkvæmt upplýsingum Orkuveitu Reykjavíkur er dreifikerfi raforku fært um að anna um 50.000 bílum án frekari fjárfestinga í innviðum. Þessi fjöldi þarf að kaupa jarðefnaeldsneyti fyrir um 25 milljarða króna. Raforkan er ekki bara hrein, heldur kostar hún Orkuveituna lítið ef hlaðið er á nóttunni. Hreinn hagnaður fyrir bæði Orkuveituna og notendur. Sjálfstæðismenn leggja til úrbætur Verð á rafbílum hefur lækkað umtalsvert og eru þeir í dag orðnir raunhæfur og samkeppnisfær kostur, bæði í verði og drægni. Helsti þröskuldurinn er að finna hleðslustaði fyrir þá sem búa í fjölbýli. Þess vegna hafa Sjálfstæðismenn í borgarstjórn lagt fram tillögu þess efnis að auðvelda aðgengi að hleðslustöðvum í borginni. Slíkt aðgengi tryggir val fyrir fólk. Í borgarlandinu er víða hægt að kaupa bensín og dísil. Það er eðlilegt að aðgengi fyrir rafmagn sé líka gott. Nýjar byggingar verða eftirsóknarverðari ef hægt er að hlaða rafmagnsbíla nálægt þeim. Þannig er borgin að styðja við græn sjónarmið, bæta hag íbúa og Orkuveitunnar án þess að stýra fólki með boðum og bönnum. Hvergi í heiminum á betur við að auka rafbílanotkun en einmitt á Íslandi. Og einmitt í Reykjavík þar sem þéttbýlið er mest. Í þessum mánuði bárust fregnir af því að sótmengun sé á pari við þá sem er í Rotterdam. Til að ráðast á þetta vandamál þarf bæði að minnka upptök svifryks og þrífa götur miklu betur en nú er gert. Hluti af lausninni er að auðvelda fólki að velja rafmagn á bílinn sinn. Taka sjálfstæða ákvörðun um að velja hreina íslenska orku, spara þannig útgjöld og vinna að hreinni Reykjavík. Við leggjum til að borgin bæti aðgengi og stígi þannig skref inn í 21. öldina. Með þessu getum við breytt borginni til hins betra.Höfundur skipar 1. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eyþór Arnalds Mest lesið Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Nú eru meira en fjögur ár síðan ég fékk fyrsta rafbílinn. Það verður ekki aftur snúið hvað mig varðar. Á þessum fjórum árum hefur mikið vatn runnið til sjávar. Tæknin er komin til að vera og sparnaður í eldsneytiskostnaði er mikill. Já og sótmengun er engin. Samkvæmt upplýsingum Orkuveitu Reykjavíkur er dreifikerfi raforku fært um að anna um 50.000 bílum án frekari fjárfestinga í innviðum. Þessi fjöldi þarf að kaupa jarðefnaeldsneyti fyrir um 25 milljarða króna. Raforkan er ekki bara hrein, heldur kostar hún Orkuveituna lítið ef hlaðið er á nóttunni. Hreinn hagnaður fyrir bæði Orkuveituna og notendur. Sjálfstæðismenn leggja til úrbætur Verð á rafbílum hefur lækkað umtalsvert og eru þeir í dag orðnir raunhæfur og samkeppnisfær kostur, bæði í verði og drægni. Helsti þröskuldurinn er að finna hleðslustaði fyrir þá sem búa í fjölbýli. Þess vegna hafa Sjálfstæðismenn í borgarstjórn lagt fram tillögu þess efnis að auðvelda aðgengi að hleðslustöðvum í borginni. Slíkt aðgengi tryggir val fyrir fólk. Í borgarlandinu er víða hægt að kaupa bensín og dísil. Það er eðlilegt að aðgengi fyrir rafmagn sé líka gott. Nýjar byggingar verða eftirsóknarverðari ef hægt er að hlaða rafmagnsbíla nálægt þeim. Þannig er borgin að styðja við græn sjónarmið, bæta hag íbúa og Orkuveitunnar án þess að stýra fólki með boðum og bönnum. Hvergi í heiminum á betur við að auka rafbílanotkun en einmitt á Íslandi. Og einmitt í Reykjavík þar sem þéttbýlið er mest. Í þessum mánuði bárust fregnir af því að sótmengun sé á pari við þá sem er í Rotterdam. Til að ráðast á þetta vandamál þarf bæði að minnka upptök svifryks og þrífa götur miklu betur en nú er gert. Hluti af lausninni er að auðvelda fólki að velja rafmagn á bílinn sinn. Taka sjálfstæða ákvörðun um að velja hreina íslenska orku, spara þannig útgjöld og vinna að hreinni Reykjavík. Við leggjum til að borgin bæti aðgengi og stígi þannig skref inn í 21. öldina. Með þessu getum við breytt borginni til hins betra.Höfundur skipar 1. sæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun