Bjarni sagði kröfur ljósmæðra algerlega óaðgengilegar Birgir Olgeirsson skrifar 11. apríl 2018 18:08 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist á Alþingi í dag ekki ætla í keppni við Halldóru Mogensen, þingmann Pírata, um hvoru þeirra þyki vænna um ljósmæður. Halldóra hafði beint fyrirspurn til Bjarna vegna stöðunnar sem upp er komin vegna kjarabaráttu ljósmæðra sem Halldóra sagði að hefðu sagt upp í tugatali á síðastliðnum vikum. Sagði hún harðlínustefnu ríkisstjórnarinnar í kjaramálum bitna verulega á þessari mikilvægu stétt og þeim mikilvægu deildum Landspítalans sem þær vinna á. Halldóra sagði fjármálaráðherra bera ábyrgð á starfsmanna- og kjaramálum ríkisins og spurði hvort hann beri þá ekki endanlega ábyrgð á því neyðarástandi sem blasir við. Bjarni Benediktsson sagðist vera einn þeirra fjölmörgu Íslendinga sem hafa farið upp á fæðingardeild, alls fjórum sinnum, þar sem mjög hefur reynt á þá þjónustu sem hér er vísað til.Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm„Ég held að fari ekki vel á því að við förum í einhverja keppni um hvert okkar kunni best að meta þá sem hér eiga undir.“ Bjarni sagði að að í miðri kjaralotunni, þegar kjaraviðræður stóðu ágætlega og stutt á milli manna, hafi verið skipt um kúrs hjá viðmælendum samninganefndar ríkisins og færðar fram á samningaborðið allt aðrar og nýjar kröfur. Þess vegna hafi ekki tekist að ljúka samningalotunni. Halldóra sagðist ekki vera í einhverri keppni um hverjum þyki vænst um ljósmæður. Hún ítrekaði spurningu sína til Bjarna og vildi fá að vita hver ber ábyrgð á neikvæðum afleiðingum uppsagna ljósmæðra fyrir samfélagið. Bjarni sagði Alþingi skipa samninganefnd ríkisins sem hefur það ábyrgðarhlutverk að láta reyna á samninga. Um tvíeggjað sverð sé að ræða að mati Bjarna. Annars vegar þarf að láta reyna til fulls á að niðurstaða fáist sem báðir aðilar eru sáttir við. Ef það tekst ekki geti það verið mikill ábyrgðarhluti sömuleiðis að ganga engu að síður að kröfum sem setja aðra samninga í fullkomið uppnám. Bjarni sagði að þær kröfur sem settar hafa verið fram núna séu fyrir samninganefnd ríkisins algerlega óaðgengilegar vegna þess að þær myndu setja fordæmi sem settu allar aðrar kjaraviðræður í algert uppnám. Kjaramál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist á Alþingi í dag ekki ætla í keppni við Halldóru Mogensen, þingmann Pírata, um hvoru þeirra þyki vænna um ljósmæður. Halldóra hafði beint fyrirspurn til Bjarna vegna stöðunnar sem upp er komin vegna kjarabaráttu ljósmæðra sem Halldóra sagði að hefðu sagt upp í tugatali á síðastliðnum vikum. Sagði hún harðlínustefnu ríkisstjórnarinnar í kjaramálum bitna verulega á þessari mikilvægu stétt og þeim mikilvægu deildum Landspítalans sem þær vinna á. Halldóra sagði fjármálaráðherra bera ábyrgð á starfsmanna- og kjaramálum ríkisins og spurði hvort hann beri þá ekki endanlega ábyrgð á því neyðarástandi sem blasir við. Bjarni Benediktsson sagðist vera einn þeirra fjölmörgu Íslendinga sem hafa farið upp á fæðingardeild, alls fjórum sinnum, þar sem mjög hefur reynt á þá þjónustu sem hér er vísað til.Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm„Ég held að fari ekki vel á því að við förum í einhverja keppni um hvert okkar kunni best að meta þá sem hér eiga undir.“ Bjarni sagði að að í miðri kjaralotunni, þegar kjaraviðræður stóðu ágætlega og stutt á milli manna, hafi verið skipt um kúrs hjá viðmælendum samninganefndar ríkisins og færðar fram á samningaborðið allt aðrar og nýjar kröfur. Þess vegna hafi ekki tekist að ljúka samningalotunni. Halldóra sagðist ekki vera í einhverri keppni um hverjum þyki vænst um ljósmæður. Hún ítrekaði spurningu sína til Bjarna og vildi fá að vita hver ber ábyrgð á neikvæðum afleiðingum uppsagna ljósmæðra fyrir samfélagið. Bjarni sagði Alþingi skipa samninganefnd ríkisins sem hefur það ábyrgðarhlutverk að láta reyna á samninga. Um tvíeggjað sverð sé að ræða að mati Bjarna. Annars vegar þarf að láta reyna til fulls á að niðurstaða fáist sem báðir aðilar eru sáttir við. Ef það tekst ekki geti það verið mikill ábyrgðarhluti sömuleiðis að ganga engu að síður að kröfum sem setja aðra samninga í fullkomið uppnám. Bjarni sagði að þær kröfur sem settar hafa verið fram núna séu fyrir samninganefnd ríkisins algerlega óaðgengilegar vegna þess að þær myndu setja fordæmi sem settu allar aðrar kjaraviðræður í algert uppnám.
Kjaramál Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira