Einn mesti tuddinn í deildinni sér nú um öryggi leikmanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2018 13:30 George Parros lenti í mörgum slagsmálum inn á vellinum á ferlinum. Vísir/Getty Þeir þurftu að passa sig á honum þegar hann var að spila en í dag treysta leikmenn NHL-deildarinnar honum til að passa upp á sig. George Parros lenti í 169 slagsmálum á NHL-ferli sínum og þurfti að dúsa í skammakróknum í meira en þúsund mínútur. Nú er öldin önnur og NHL-deildin hefur ráðið einn mesta tuddan í sögu deildarinnar sem yfirmann öryggismála leikmanna. New York Times fjallar um það hvernig þessi stóri og mikli maður sé nú kominn með hornskrifstofu á Manhattan og að hann sé að klára sitt fyrsta tímabil í nýju starfi."When I was playing, I was protecting 23 guys, and now, I’m protecting 800 guys." https://t.co/nkkYuvlquu — NYT Sports (@NYTSports) April 8, 2018 George Parros menntaði sig á sínum tíma í viðskiptafræði í Ivy-skóla og hafði alltaf eitthvað upp á að hlaupa eftir að íshokkí-ferlinum lauk en hann entist í níu ár inn á NHL-ísnum.Vísir/GettyHann er 196 sentímetrar á hæð og 100 kíló, með Fu Manchu yfirvaraskegg og almennt séð frekar ógnvekjandi náungi. Parros setti skautana upp á hilluna í desember 2014 en þremur árum síðar var hann kominn í yfirmannsstöðu hjá NHL. Einhverjum þykir eflaust skrýtið að sjá þennan mann í svona starfi en Parros sjálfur er á því að margt sé líkt með því sem hann gerði inn á svellinu og það sem hann gerir í dag. „Ég sagði í gríni að þegar ég var að spila þá passaði ég upp á 23 leikmenn (liðsfélagana hans) en núna er ég að passa upp á 800 leikmenn,“ sagði George Parros. Hann segist hafa verið að passa upp á sína liðsfélaga og að enginn kæmist upp með eitthvað á móti þeim. Þegar slagsmál komu upp þá var hann alltaf búinn að taka af sér hanskana og mættur í fjörið. „Í dag vonast ég til að búa til öruggt umhverfi fyrir leikmennina. Við getum vonandi haft jákvæð áhrif á leikinn og séð til þess að öryggi leikmanna sé gætt,“ sagði George Parros. George Parros skoraði 18 mörk í 474 leikjum sínum í NHL og hann vann titilinn með Anaheim Ducks árið 2007. Það vekur líka athygli að þrátt fyrir 169 slagsmál og 1092 refsimínútur á ferlinum þá var hann aldrei dæmdur í bann. Aðrar íþróttir Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð „Ég trúi þessu varla“ United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira
Þeir þurftu að passa sig á honum þegar hann var að spila en í dag treysta leikmenn NHL-deildarinnar honum til að passa upp á sig. George Parros lenti í 169 slagsmálum á NHL-ferli sínum og þurfti að dúsa í skammakróknum í meira en þúsund mínútur. Nú er öldin önnur og NHL-deildin hefur ráðið einn mesta tuddan í sögu deildarinnar sem yfirmann öryggismála leikmanna. New York Times fjallar um það hvernig þessi stóri og mikli maður sé nú kominn með hornskrifstofu á Manhattan og að hann sé að klára sitt fyrsta tímabil í nýju starfi."When I was playing, I was protecting 23 guys, and now, I’m protecting 800 guys." https://t.co/nkkYuvlquu — NYT Sports (@NYTSports) April 8, 2018 George Parros menntaði sig á sínum tíma í viðskiptafræði í Ivy-skóla og hafði alltaf eitthvað upp á að hlaupa eftir að íshokkí-ferlinum lauk en hann entist í níu ár inn á NHL-ísnum.Vísir/GettyHann er 196 sentímetrar á hæð og 100 kíló, með Fu Manchu yfirvaraskegg og almennt séð frekar ógnvekjandi náungi. Parros setti skautana upp á hilluna í desember 2014 en þremur árum síðar var hann kominn í yfirmannsstöðu hjá NHL. Einhverjum þykir eflaust skrýtið að sjá þennan mann í svona starfi en Parros sjálfur er á því að margt sé líkt með því sem hann gerði inn á svellinu og það sem hann gerir í dag. „Ég sagði í gríni að þegar ég var að spila þá passaði ég upp á 23 leikmenn (liðsfélagana hans) en núna er ég að passa upp á 800 leikmenn,“ sagði George Parros. Hann segist hafa verið að passa upp á sína liðsfélaga og að enginn kæmist upp með eitthvað á móti þeim. Þegar slagsmál komu upp þá var hann alltaf búinn að taka af sér hanskana og mættur í fjörið. „Í dag vonast ég til að búa til öruggt umhverfi fyrir leikmennina. Við getum vonandi haft jákvæð áhrif á leikinn og séð til þess að öryggi leikmanna sé gætt,“ sagði George Parros. George Parros skoraði 18 mörk í 474 leikjum sínum í NHL og hann vann titilinn með Anaheim Ducks árið 2007. Það vekur líka athygli að þrátt fyrir 169 slagsmál og 1092 refsimínútur á ferlinum þá var hann aldrei dæmdur í bann.
Aðrar íþróttir Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Haukar fara til Bosníu Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Carragher kallaði Ferdinand trúð „Ég trúi þessu varla“ United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah „Þetta er eins og að vera dömpað“ Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Metin sex sem Salah setti í gær Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sár Verstappen hótar sniðgöngu Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira