Stemmningin var svo svakaleg í Róm í gærkvöldi að forseti Roma gerði þetta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. apríl 2018 08:30 Daniele De Rossi og Federico Fazio fagna sigri í gærkvöldi. Vísir/Getty Á kvöldi þegar flestir knattspyrnaáhugamenn voru að pæla í því hvort Manchester City tækist að vinna upp þriggja marka forskot Liverpool þá voru endurkomudísirnar að hjálpa öðru félagi að vinna upp þriggja marka forskot mun sunnar í álfunni. Ítalska félagið AS Roma gerði nánast hið ómögulega í gærkvöldi þegar liðið sló stórlið Barcelona út úr Meistardeildinni. AS Roma komst þar með í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn síðan 1984 en þá hét keppnin reyndar Evrópukeppni meistaraliða. Barcelona kom með 4-1 forskot úr fyrri leiknum á Spáni en Roma vann leikinn 3-0 og komst áfram á fleirum mörkum skoruðum á útivelli. Það var magnað að sjá leikmenn, þjálfara, starfsmenn og stuðningsfólk Rómarliðsins gjörsamlega missa sig í leikslok og það leyndist ekki að þarna var félagið að afreka nánast hið ómögulega. Það er eitt að dragast á móti Barelona í Meistaradeildinni en það er annað að þurfa að vinna upp þriggja marka forskot á móti Lionel Messi og félögum. Sigurinn var því afar sætur. Stemmningin var líka svo svakaleg í Rómarborg í gærkvöldi og nótt að forseti Roma var einn af þeim sem gjörsamlaga misstu sig. Bandaríkjamaðurinn James Pallotta er forseti félagsins og hann lét sig bara vaða í gosbrunninn Piazza del Popolo í sigurgleðinni. Ítalski blaðamaðurinn Tancredi Palmeri, sem vinnur nú hjá CNN en var áður hjá Gazzetta dello Sport, birti myndband af því Twitter þegar James Pallotta lét sig vaða í brunninn eins og sjá má hér fyrir neðan.UNBELIEVABLE! Roma president Pallotta throwing himself in the fountain surrounded by fans! pic.twitter.com/tqSnehrMbp — Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) April 10, 2018 Stuðningsfólk Rómarliðsins var mjög ánægt með uppátæki James Pallotta eins og heyra má líka í þessu myndbandi hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni Sjá meira
Á kvöldi þegar flestir knattspyrnaáhugamenn voru að pæla í því hvort Manchester City tækist að vinna upp þriggja marka forskot Liverpool þá voru endurkomudísirnar að hjálpa öðru félagi að vinna upp þriggja marka forskot mun sunnar í álfunni. Ítalska félagið AS Roma gerði nánast hið ómögulega í gærkvöldi þegar liðið sló stórlið Barcelona út úr Meistardeildinni. AS Roma komst þar með í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn síðan 1984 en þá hét keppnin reyndar Evrópukeppni meistaraliða. Barcelona kom með 4-1 forskot úr fyrri leiknum á Spáni en Roma vann leikinn 3-0 og komst áfram á fleirum mörkum skoruðum á útivelli. Það var magnað að sjá leikmenn, þjálfara, starfsmenn og stuðningsfólk Rómarliðsins gjörsamlega missa sig í leikslok og það leyndist ekki að þarna var félagið að afreka nánast hið ómögulega. Það er eitt að dragast á móti Barelona í Meistaradeildinni en það er annað að þurfa að vinna upp þriggja marka forskot á móti Lionel Messi og félögum. Sigurinn var því afar sætur. Stemmningin var líka svo svakaleg í Rómarborg í gærkvöldi og nótt að forseti Roma var einn af þeim sem gjörsamlaga misstu sig. Bandaríkjamaðurinn James Pallotta er forseti félagsins og hann lét sig bara vaða í gosbrunninn Piazza del Popolo í sigurgleðinni. Ítalski blaðamaðurinn Tancredi Palmeri, sem vinnur nú hjá CNN en var áður hjá Gazzetta dello Sport, birti myndband af því Twitter þegar James Pallotta lét sig vaða í brunninn eins og sjá má hér fyrir neðan.UNBELIEVABLE! Roma president Pallotta throwing himself in the fountain surrounded by fans! pic.twitter.com/tqSnehrMbp — Tancredi Palmeri (@tancredipalmeri) April 10, 2018 Stuðningsfólk Rómarliðsins var mjög ánægt með uppátæki James Pallotta eins og heyra má líka í þessu myndbandi hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni Sjá meira