Hagnaður GAMMA minnkaði um fjórðung Hörður Ægisson skrifar 11. apríl 2018 06:00 Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA. Hagnaður fjármálafyrirtækisins GAMMA Capital Management nam tæplega 626 milljónum króna í fyrra og dróst saman um 26 prósent frá fyrra ári. Þar munaði mestu um að annar rekstrarkostnaður en laun og launatengd gjöld var 842 milljónir á árinu og jókst um liðlega 300 milljónir á milli ára. Rekstrargjöld GAMMA námu samtals 1.398 milljónum á tímabilinu og hækkuðu um 43 prósent. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi voru umsýslu- og árangurstengdar þóknanir félagsins um 2.078 milljónir á árinu 2017 og jukust tekjurnar um 116 milljónir frá fyrra ári. Heildareignir GAMMA í árslok 2017 voru 3.236 milljónir og hækkuðu um rúmlega 740 milljónir á árinu. Sú aukning skýrist að stærstum hluta af því að langtímakröfur á fagfjárfestasjóði jukust um 877 milljónir á milli ára og nam bókfært virði þeirra tæplega 1.443 milljónum í lok ársins. Þær kröfur eru komnar til vegna ákvæða um árangurstengda þóknun GAMMA sem tekur mið af ávöxtun sjóðanna umfram ákveðin viðmið á fimm ára tímabili. Á árinu 2017 voru samtals 46 sjóðir í rekstri hjá GAMMA og námu eignir í stýringu félagsins tæplega 139 milljörðum í lok síðasta árs. Fjöldi starfsmanna var að meðaltali 22 í fyrra borið saman við 21 árið áður. Á sama tíma jókst launakostnaður GAMMA um 120 milljónir á árinu og var samtals um 557 milljónir á síðasta ári. GAMMA hefur haslað sér völl erlendis, fyrst með opnun skrifstofu í London árið 2015, og síðan í New York í fyrra. Hins vegar var horfið frá áformum um að opna skrifstofu í Zürich í Sviss. Eigið fé félagsins nam 2.054 milljónum í árslok og var eiginfjárhlutfallið 47 prósent. Stjórn GAMMA leggur til að ekki verði greiddur arður til hluthafa á þessu ári vegna rekstrarársins 2017. Stærstu hluthafar GAMMA eru Gísli Hauksson, sem lét af störfum hjá félaginu í ársbyrjun, með 31 prósents hlut, og Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri Sjóða, með rúmlega 29,7 prósenta hlut. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira
Hagnaður fjármálafyrirtækisins GAMMA Capital Management nam tæplega 626 milljónum króna í fyrra og dróst saman um 26 prósent frá fyrra ári. Þar munaði mestu um að annar rekstrarkostnaður en laun og launatengd gjöld var 842 milljónir á árinu og jókst um liðlega 300 milljónir á milli ára. Rekstrargjöld GAMMA námu samtals 1.398 milljónum á tímabilinu og hækkuðu um 43 prósent. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi voru umsýslu- og árangurstengdar þóknanir félagsins um 2.078 milljónir á árinu 2017 og jukust tekjurnar um 116 milljónir frá fyrra ári. Heildareignir GAMMA í árslok 2017 voru 3.236 milljónir og hækkuðu um rúmlega 740 milljónir á árinu. Sú aukning skýrist að stærstum hluta af því að langtímakröfur á fagfjárfestasjóði jukust um 877 milljónir á milli ára og nam bókfært virði þeirra tæplega 1.443 milljónum í lok ársins. Þær kröfur eru komnar til vegna ákvæða um árangurstengda þóknun GAMMA sem tekur mið af ávöxtun sjóðanna umfram ákveðin viðmið á fimm ára tímabili. Á árinu 2017 voru samtals 46 sjóðir í rekstri hjá GAMMA og námu eignir í stýringu félagsins tæplega 139 milljörðum í lok síðasta árs. Fjöldi starfsmanna var að meðaltali 22 í fyrra borið saman við 21 árið áður. Á sama tíma jókst launakostnaður GAMMA um 120 milljónir á árinu og var samtals um 557 milljónir á síðasta ári. GAMMA hefur haslað sér völl erlendis, fyrst með opnun skrifstofu í London árið 2015, og síðan í New York í fyrra. Hins vegar var horfið frá áformum um að opna skrifstofu í Zürich í Sviss. Eigið fé félagsins nam 2.054 milljónum í árslok og var eiginfjárhlutfallið 47 prósent. Stjórn GAMMA leggur til að ekki verði greiddur arður til hluthafa á þessu ári vegna rekstrarársins 2017. Stærstu hluthafar GAMMA eru Gísli Hauksson, sem lét af störfum hjá félaginu í ársbyrjun, með 31 prósents hlut, og Agnar Tómas Möller, framkvæmdastjóri Sjóða, með rúmlega 29,7 prósenta hlut.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Bindur vonir við „plan B“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Sjá meira