Svört Hvítbók forstjórans Guðjón Brjánsson skrifar 11. apríl 2018 07:00 Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands svarar þann 5. apríl sl. tveimur greinarstúfum mínum um stofnunina sem birtust fyrir skömmu í Fréttablaðinu. Honum þykir nóg um bíræfni mína, meint gífuryrði og sleggjudóma. Greinin sé augljóslega rituð í tilfinningalegu uppnámi og geðshræringu. Ég sjái hvergi ljós, bara náttmyrkur. Vera kann að ég horfi ekki til þessarar lykilstofnunar í sama ljósi og forstjórinn sem skóp hana frá fyrsta degi. Hann hefur verið með puttana í flestum samningum um heilbrigðisþjónustu. Hann hefur varðað leiðina og varið sjónarmið og verklag sem að henni lúta sem oft hafa orkað tvímælis.Tilfinningalegt uppnám Mér misbýður, ekki persónulega, heldur miklu fremur vegna mismununar sem á sér stað, sérstaklega gagnvart þúsundum landsmanna sem ekki njóta jafnræðis skv. þeim lögum sem stofnunin á að vinna eftir. Þar á ég einkum við íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. Yfir þessu ætti forstjórinn sjálfur að vera skekinn og jafnvel að vera í tilfinningalegu uppnámi. Það er broslegt hvernig forstjórinn kemst að þeirri niðurstöðu að skýrsla Ríkisendurskoðunar sé eiginlega Hvítbók því svo alvarlegar og margvíslegar ávirðingar koma fram um starfsemi stofnunarinnar á þeim tíu árum sem hún hefur starfað, flest árin með myndarlegum halla. Tvær spurningar Úttekt Ríkisendurskoðunar leitar svara við tveimur meginspurningum: 1. Eru samningar Sjúkratrygginga Íslands um heilbrigðisþjónustu hagkvæmir og árangursríkir? Stuðla þeir að skilvirkni innan heilbrigðiskerfisins í heild? 2. Eru annmarkar á starfsumhverfi, starfsemi og starfsháttum stofnunarinnar við gerð og framkvæmd samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu?Þetta segir skýrslan Við yfirlestur skýrslunnar blasir við harla dapurleg niðurstaða, hugsanlega einhvers staðar í námunda við falleinkunn. Meðal atriða sem upp úr standa eru eftirfarandi:l Sjúkratryggingar Íslands hafa aldrei mótað sér langtímastefnu eins og henni ber skv. lögum um sjúkratryggingar nr. 112/2008.l Gerðir hafa verið ómarkvissir samningar um kaup á heilbrigðisþjónustu, stundum ekki í samræmi við lög.l Enn eru í gildi samningar við fagfélög og stéttarfélög. Það er í andstöðu við lög um sjúkratryggingar.l Í rammasamningi um læknisþjónustu utan sjúkrahúsa eru ekki ákvæði um skilgreint magn, gæði eða jafnt aðgengi allra landsmanna.l Vísbendingar eru um að samningurinn sé ekki í samræmi við eðlilega þjónustuþörf, þar séu fjárhagslegir hvatar til mikilla afkasta óháð gæðum og árangri.l Sjúkratryggingar Íslands hafa ekki virkt eftirlit með raunkostnaði þjónustuveitenda.l Verulega skortir á upplýsingar um ábata og kostnað ólíkra þjónustuleiða ef horft er til heildarhagsmuna sjúkratryggðra og ríkisins.l Sjúkratryggingar Íslands ganga til samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu án heildstæðra og ítarlegra þarfa- og kostnaðargreininga.l Samstarf við Embætti landlæknis um gæðaeftirlit hefur ekki verið fyrir hendi frá því Sjúkratryggingar Íslands tóku til starfa.l Ætlunin var að flytja starfsmenn frá þremur aðilum innan stjórnsýslunnar til Sjúkratrygginga Íslands í upphafi og efla stofnunina faglega. Þetta hefur aldrei verið gert.l Það ríkir fagleg togstreita milli Sjúkratrygginga Íslands og lykilstofnana í heilbrigðiskerfinu.l Ríkisendurskoðun gagnrýnir ómarkvisst eftirlit með ýmsum samningum. Verkaskipting milli velferðarráðuneytis og Sjúkratrygginga Íslands er óljós.l Flest bendir til að sérfræðiþjónusta á landsbyggðinni sé ófullnægjandi skv. skýrslunni. Engin þarfagreining liggur fyrir.l Ríkisendurskoðun gerir athugasemdir við, að viðsemjendur Sjúkratrygginga Íslands hafi verulega aðkomu að undirbúningi stefnumarkandi ákvarðana um fjárútlát.l Heildareiningafjöldi sem greiddur er sérgreinalæknum hefur ítrekað farið fram úr áætlunum árin 2014 – 2016 og það í sívaxandi mæli. Ótti við breytingar? Forstjórinn nefnir í grein sinni meintan ótta minn við breytt greiðslufyrirkomulag fyrir heilbrigðisþjónustu og gerir því skóna að ég sé fullur tortryggni. Ótti minn er enginn en eftirvæntingin hins vegar umtalsverð. Þetta er löngu tímabær ákvörðun en hafa verður þó í huga að jafnræði ríki meðal stofnana, óháð rekstrarformi. Eini fyrirvarinn er sá að enn verði landsbyggðin látin mæta afgangi. Það sem ég færði í orð var einungis það sem fram kemur í sjálfri skýrslunni um reynslu nágrannalandanna og alþjóðlegra sérfræðinga. Þar reynir sem aldrei fyrr á Sjúkratryggingar Íslands í markvissri og vel skilgreindri samningagerð. Vegurinn og ljósið Það eru umtalsverðir breytingatímar fram undan og sameiginlegir hagsmunir okkar miklir. Þjóðarbúið ver milljarðatugum til heilbrigðisþjónustu og aukin krafa er gerð um vandaða og markvissa ráðstöfun fjármuna. Á þessu sviði munu Sjúkratryggingar Íslands að óbreyttu gegna veigamiklu hlutverki. Forstjórinn segist nú fylgja góðum vegvísi og sinni Hvítbók sem vonandi nýtist vel. Honum og öllu hans góða starfsfólki er óskað velfarnaðar í krefjandi verkefnum.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands svarar þann 5. apríl sl. tveimur greinarstúfum mínum um stofnunina sem birtust fyrir skömmu í Fréttablaðinu. Honum þykir nóg um bíræfni mína, meint gífuryrði og sleggjudóma. Greinin sé augljóslega rituð í tilfinningalegu uppnámi og geðshræringu. Ég sjái hvergi ljós, bara náttmyrkur. Vera kann að ég horfi ekki til þessarar lykilstofnunar í sama ljósi og forstjórinn sem skóp hana frá fyrsta degi. Hann hefur verið með puttana í flestum samningum um heilbrigðisþjónustu. Hann hefur varðað leiðina og varið sjónarmið og verklag sem að henni lúta sem oft hafa orkað tvímælis.Tilfinningalegt uppnám Mér misbýður, ekki persónulega, heldur miklu fremur vegna mismununar sem á sér stað, sérstaklega gagnvart þúsundum landsmanna sem ekki njóta jafnræðis skv. þeim lögum sem stofnunin á að vinna eftir. Þar á ég einkum við íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. Yfir þessu ætti forstjórinn sjálfur að vera skekinn og jafnvel að vera í tilfinningalegu uppnámi. Það er broslegt hvernig forstjórinn kemst að þeirri niðurstöðu að skýrsla Ríkisendurskoðunar sé eiginlega Hvítbók því svo alvarlegar og margvíslegar ávirðingar koma fram um starfsemi stofnunarinnar á þeim tíu árum sem hún hefur starfað, flest árin með myndarlegum halla. Tvær spurningar Úttekt Ríkisendurskoðunar leitar svara við tveimur meginspurningum: 1. Eru samningar Sjúkratrygginga Íslands um heilbrigðisþjónustu hagkvæmir og árangursríkir? Stuðla þeir að skilvirkni innan heilbrigðiskerfisins í heild? 2. Eru annmarkar á starfsumhverfi, starfsemi og starfsháttum stofnunarinnar við gerð og framkvæmd samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu?Þetta segir skýrslan Við yfirlestur skýrslunnar blasir við harla dapurleg niðurstaða, hugsanlega einhvers staðar í námunda við falleinkunn. Meðal atriða sem upp úr standa eru eftirfarandi:l Sjúkratryggingar Íslands hafa aldrei mótað sér langtímastefnu eins og henni ber skv. lögum um sjúkratryggingar nr. 112/2008.l Gerðir hafa verið ómarkvissir samningar um kaup á heilbrigðisþjónustu, stundum ekki í samræmi við lög.l Enn eru í gildi samningar við fagfélög og stéttarfélög. Það er í andstöðu við lög um sjúkratryggingar.l Í rammasamningi um læknisþjónustu utan sjúkrahúsa eru ekki ákvæði um skilgreint magn, gæði eða jafnt aðgengi allra landsmanna.l Vísbendingar eru um að samningurinn sé ekki í samræmi við eðlilega þjónustuþörf, þar séu fjárhagslegir hvatar til mikilla afkasta óháð gæðum og árangri.l Sjúkratryggingar Íslands hafa ekki virkt eftirlit með raunkostnaði þjónustuveitenda.l Verulega skortir á upplýsingar um ábata og kostnað ólíkra þjónustuleiða ef horft er til heildarhagsmuna sjúkratryggðra og ríkisins.l Sjúkratryggingar Íslands ganga til samninga um kaup á heilbrigðisþjónustu án heildstæðra og ítarlegra þarfa- og kostnaðargreininga.l Samstarf við Embætti landlæknis um gæðaeftirlit hefur ekki verið fyrir hendi frá því Sjúkratryggingar Íslands tóku til starfa.l Ætlunin var að flytja starfsmenn frá þremur aðilum innan stjórnsýslunnar til Sjúkratrygginga Íslands í upphafi og efla stofnunina faglega. Þetta hefur aldrei verið gert.l Það ríkir fagleg togstreita milli Sjúkratrygginga Íslands og lykilstofnana í heilbrigðiskerfinu.l Ríkisendurskoðun gagnrýnir ómarkvisst eftirlit með ýmsum samningum. Verkaskipting milli velferðarráðuneytis og Sjúkratrygginga Íslands er óljós.l Flest bendir til að sérfræðiþjónusta á landsbyggðinni sé ófullnægjandi skv. skýrslunni. Engin þarfagreining liggur fyrir.l Ríkisendurskoðun gerir athugasemdir við, að viðsemjendur Sjúkratrygginga Íslands hafi verulega aðkomu að undirbúningi stefnumarkandi ákvarðana um fjárútlát.l Heildareiningafjöldi sem greiddur er sérgreinalæknum hefur ítrekað farið fram úr áætlunum árin 2014 – 2016 og það í sívaxandi mæli. Ótti við breytingar? Forstjórinn nefnir í grein sinni meintan ótta minn við breytt greiðslufyrirkomulag fyrir heilbrigðisþjónustu og gerir því skóna að ég sé fullur tortryggni. Ótti minn er enginn en eftirvæntingin hins vegar umtalsverð. Þetta er löngu tímabær ákvörðun en hafa verður þó í huga að jafnræði ríki meðal stofnana, óháð rekstrarformi. Eini fyrirvarinn er sá að enn verði landsbyggðin látin mæta afgangi. Það sem ég færði í orð var einungis það sem fram kemur í sjálfri skýrslunni um reynslu nágrannalandanna og alþjóðlegra sérfræðinga. Þar reynir sem aldrei fyrr á Sjúkratryggingar Íslands í markvissri og vel skilgreindri samningagerð. Vegurinn og ljósið Það eru umtalsverðir breytingatímar fram undan og sameiginlegir hagsmunir okkar miklir. Þjóðarbúið ver milljarðatugum til heilbrigðisþjónustu og aukin krafa er gerð um vandaða og markvissa ráðstöfun fjármuna. Á þessu sviði munu Sjúkratryggingar Íslands að óbreyttu gegna veigamiklu hlutverki. Forstjórinn segist nú fylgja góðum vegvísi og sinni Hvítbók sem vonandi nýtist vel. Honum og öllu hans góða starfsfólki er óskað velfarnaðar í krefjandi verkefnum.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun