Hvernig má bæta starf kennarans? Guðjón Ragnar Jónasson skrifar 11. apríl 2018 07:00 Kennarastarfið er flókið og mótsagnakennt. Fáar stéttir hér á landi mega í jafn ríkum mæli þola brigsl um að þær vinni ekki vinnuna sína, en þó er alkunna að vinnuálag kennara er feiknarlegt, kulnun og vanlíðan hrjáir marga þeirra, ýmsir þar þurfa að taka sér leyfi til endurhæfingar og sumir hrökklast einfaldlega úr starfi. Ofan á þetta allt saman bætast við lág laun hjá stéttinni, þannig að á næstu árum er búist við grafalvarlegum kennaraskorti. Hvað er til ráða? Hækkun launa er vissulega mikilvægur þáttur, þótt launaóánægja sé ekki eina rót vandans. Tíðrætt er að fjölga kennaranemum, en miklu skiptir að þeir sem læra til kennslu haldist í starfi, enda allt of margir menntaðir kennarar sem hverfa af vettvangi ofan í betri matarholur. Álag og kröfur samfélagsins til stéttarinnar eykst sífellt, starfsumhverfið hefur breyst og margir þeir sem hafa menntað sig til starfans ráða illa við breyttan veruleika. Að mínu mati eru símenntun og endurmenntun lykilatriði við að styrkja stöðu og sjálfsmynd kennara. Auðvitað er mikilvægt að sem flestir kennarar ljúki meistaragráðu, en að auki þarf sí- og endurmenntun að vera sem fjölbreyttust. Þarfir starfandi kennara eru margvíslegar og mikilvægt að þeir fái tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn. Símenntunin hefur til þessa verið of einsleit, margir starfandi kennarar hafa nýtt sér leyfisárið til að hlýða á fyrirlestra fræðimanna um hvernig haga beri skólastarfi og þar eru kannski boðaðar nýjungar í kennsluháttum, en oft með löngum fyrirlestrum, og þannig gengið í berhögg við inntak boðunarinnar. Fyrir mitt leyti hef ég lítinn áhuga á að bæta við mig þriðju meistaragráðunni á þeim forsendum. Ég vil fá tækifæri til að rækta sál og líkama samhliða því að kynna mér skólamálanýjungar, heima sem ytra.Fjölga þarf námsorlofum Þess vegna skiptir miklu að fjölga námsorlofum og breyta ýmsu við úthlutun þeirra. Þau þurfa að vera reglulegri og gagnsæi þarf að ríkja þegar veitt er. Hjá grunn- og framhaldsskólakennurum starfa nefndir á vegum hins opinbera sem ákvarða hverjir fá leyfi og þegar kemur að úthlutun er oftast spurt um þarfir skólans og þarfir kennarans látnar mæta afgangi. En úthlutunin á ekki að byggjast á sýn eða duttlungum opinberra nefnda, heldur eiga fjölbreytt námsleyfi að vera réttur hvers kennara. Framboð símenntunar verður að vera fjölskrúðugt og mæta þörfum starfandi kennara, og samtök kennara eiga enn fremur að koma að mótun þess. Einnig er óeðlilegt að kennarar fái einungis eitt námsleyfi um starfsævina og þá helst nærri lokum ferils síns, þegar viðbótarmenntunin nýtist síst skólastarfi í landinu. Eðlilegra væri að fyrir hvert kennsluár áynni kennari sér rétt til eins mánaðar námsleyfis sem hægt væri að taka eftir fimm eða tíu ár í starfi. Kysi kennari að taka leyfið eftir fimm ár þá ætti hann inni hálft ár á launum. Ef hann veldi að taka leyfið efir tíu ár þá ætti hann rétt á eins árs námsleyfi. Með þessu móti myndu allir kennarar taka orlof á fimm til tíu ára fresti. Fyrirkomulagið væri þá ekki ósvipað því rannsóknarleyfi sem háskólakennarar ávinna sér með reglulegu millibili, en það er ekki síður mikilvægt að námsorlof og endurmenntun verði hluti af flóknu kennarastarfi framtíðarinnar. Og gefa þyrfti fólki tækifæri til að sækja endurmenntunina erlendis eigi síður en hér heima, slíkt skilar sér í víðsýni og bættum kennsluháttum. Endurnærandi símenntun í vandasömu starfi hlýtur að verða leiðarstefið í skólastarfi komandi áratuga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Skoðun Skoðun Rís upp unga Ísland! Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kennarar á krossgötum Karen Dögg Úlfarsdóttir Braun skrifar Skoðun Viljum við góð lífsgæði á Íslandi? Ingibergur Valgarðsson skrifar Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson skrifar Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Kennarastarfið er flókið og mótsagnakennt. Fáar stéttir hér á landi mega í jafn ríkum mæli þola brigsl um að þær vinni ekki vinnuna sína, en þó er alkunna að vinnuálag kennara er feiknarlegt, kulnun og vanlíðan hrjáir marga þeirra, ýmsir þar þurfa að taka sér leyfi til endurhæfingar og sumir hrökklast einfaldlega úr starfi. Ofan á þetta allt saman bætast við lág laun hjá stéttinni, þannig að á næstu árum er búist við grafalvarlegum kennaraskorti. Hvað er til ráða? Hækkun launa er vissulega mikilvægur þáttur, þótt launaóánægja sé ekki eina rót vandans. Tíðrætt er að fjölga kennaranemum, en miklu skiptir að þeir sem læra til kennslu haldist í starfi, enda allt of margir menntaðir kennarar sem hverfa af vettvangi ofan í betri matarholur. Álag og kröfur samfélagsins til stéttarinnar eykst sífellt, starfsumhverfið hefur breyst og margir þeir sem hafa menntað sig til starfans ráða illa við breyttan veruleika. Að mínu mati eru símenntun og endurmenntun lykilatriði við að styrkja stöðu og sjálfsmynd kennara. Auðvitað er mikilvægt að sem flestir kennarar ljúki meistaragráðu, en að auki þarf sí- og endurmenntun að vera sem fjölbreyttust. Þarfir starfandi kennara eru margvíslegar og mikilvægt að þeir fái tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn. Símenntunin hefur til þessa verið of einsleit, margir starfandi kennarar hafa nýtt sér leyfisárið til að hlýða á fyrirlestra fræðimanna um hvernig haga beri skólastarfi og þar eru kannski boðaðar nýjungar í kennsluháttum, en oft með löngum fyrirlestrum, og þannig gengið í berhögg við inntak boðunarinnar. Fyrir mitt leyti hef ég lítinn áhuga á að bæta við mig þriðju meistaragráðunni á þeim forsendum. Ég vil fá tækifæri til að rækta sál og líkama samhliða því að kynna mér skólamálanýjungar, heima sem ytra.Fjölga þarf námsorlofum Þess vegna skiptir miklu að fjölga námsorlofum og breyta ýmsu við úthlutun þeirra. Þau þurfa að vera reglulegri og gagnsæi þarf að ríkja þegar veitt er. Hjá grunn- og framhaldsskólakennurum starfa nefndir á vegum hins opinbera sem ákvarða hverjir fá leyfi og þegar kemur að úthlutun er oftast spurt um þarfir skólans og þarfir kennarans látnar mæta afgangi. En úthlutunin á ekki að byggjast á sýn eða duttlungum opinberra nefnda, heldur eiga fjölbreytt námsleyfi að vera réttur hvers kennara. Framboð símenntunar verður að vera fjölskrúðugt og mæta þörfum starfandi kennara, og samtök kennara eiga enn fremur að koma að mótun þess. Einnig er óeðlilegt að kennarar fái einungis eitt námsleyfi um starfsævina og þá helst nærri lokum ferils síns, þegar viðbótarmenntunin nýtist síst skólastarfi í landinu. Eðlilegra væri að fyrir hvert kennsluár áynni kennari sér rétt til eins mánaðar námsleyfis sem hægt væri að taka eftir fimm eða tíu ár í starfi. Kysi kennari að taka leyfið eftir fimm ár þá ætti hann inni hálft ár á launum. Ef hann veldi að taka leyfið efir tíu ár þá ætti hann rétt á eins árs námsleyfi. Með þessu móti myndu allir kennarar taka orlof á fimm til tíu ára fresti. Fyrirkomulagið væri þá ekki ósvipað því rannsóknarleyfi sem háskólakennarar ávinna sér með reglulegu millibili, en það er ekki síður mikilvægt að námsorlof og endurmenntun verði hluti af flóknu kennarastarfi framtíðarinnar. Og gefa þyrfti fólki tækifæri til að sækja endurmenntunina erlendis eigi síður en hér heima, slíkt skilar sér í víðsýni og bættum kennsluháttum. Endurnærandi símenntun í vandasömu starfi hlýtur að verða leiðarstefið í skólastarfi komandi áratuga.
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun