Hvernig má bæta starf kennarans? Guðjón Ragnar Jónasson skrifar 11. apríl 2018 07:00 Kennarastarfið er flókið og mótsagnakennt. Fáar stéttir hér á landi mega í jafn ríkum mæli þola brigsl um að þær vinni ekki vinnuna sína, en þó er alkunna að vinnuálag kennara er feiknarlegt, kulnun og vanlíðan hrjáir marga þeirra, ýmsir þar þurfa að taka sér leyfi til endurhæfingar og sumir hrökklast einfaldlega úr starfi. Ofan á þetta allt saman bætast við lág laun hjá stéttinni, þannig að á næstu árum er búist við grafalvarlegum kennaraskorti. Hvað er til ráða? Hækkun launa er vissulega mikilvægur þáttur, þótt launaóánægja sé ekki eina rót vandans. Tíðrætt er að fjölga kennaranemum, en miklu skiptir að þeir sem læra til kennslu haldist í starfi, enda allt of margir menntaðir kennarar sem hverfa af vettvangi ofan í betri matarholur. Álag og kröfur samfélagsins til stéttarinnar eykst sífellt, starfsumhverfið hefur breyst og margir þeir sem hafa menntað sig til starfans ráða illa við breyttan veruleika. Að mínu mati eru símenntun og endurmenntun lykilatriði við að styrkja stöðu og sjálfsmynd kennara. Auðvitað er mikilvægt að sem flestir kennarar ljúki meistaragráðu, en að auki þarf sí- og endurmenntun að vera sem fjölbreyttust. Þarfir starfandi kennara eru margvíslegar og mikilvægt að þeir fái tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn. Símenntunin hefur til þessa verið of einsleit, margir starfandi kennarar hafa nýtt sér leyfisárið til að hlýða á fyrirlestra fræðimanna um hvernig haga beri skólastarfi og þar eru kannski boðaðar nýjungar í kennsluháttum, en oft með löngum fyrirlestrum, og þannig gengið í berhögg við inntak boðunarinnar. Fyrir mitt leyti hef ég lítinn áhuga á að bæta við mig þriðju meistaragráðunni á þeim forsendum. Ég vil fá tækifæri til að rækta sál og líkama samhliða því að kynna mér skólamálanýjungar, heima sem ytra.Fjölga þarf námsorlofum Þess vegna skiptir miklu að fjölga námsorlofum og breyta ýmsu við úthlutun þeirra. Þau þurfa að vera reglulegri og gagnsæi þarf að ríkja þegar veitt er. Hjá grunn- og framhaldsskólakennurum starfa nefndir á vegum hins opinbera sem ákvarða hverjir fá leyfi og þegar kemur að úthlutun er oftast spurt um þarfir skólans og þarfir kennarans látnar mæta afgangi. En úthlutunin á ekki að byggjast á sýn eða duttlungum opinberra nefnda, heldur eiga fjölbreytt námsleyfi að vera réttur hvers kennara. Framboð símenntunar verður að vera fjölskrúðugt og mæta þörfum starfandi kennara, og samtök kennara eiga enn fremur að koma að mótun þess. Einnig er óeðlilegt að kennarar fái einungis eitt námsleyfi um starfsævina og þá helst nærri lokum ferils síns, þegar viðbótarmenntunin nýtist síst skólastarfi í landinu. Eðlilegra væri að fyrir hvert kennsluár áynni kennari sér rétt til eins mánaðar námsleyfis sem hægt væri að taka eftir fimm eða tíu ár í starfi. Kysi kennari að taka leyfið eftir fimm ár þá ætti hann inni hálft ár á launum. Ef hann veldi að taka leyfið efir tíu ár þá ætti hann rétt á eins árs námsleyfi. Með þessu móti myndu allir kennarar taka orlof á fimm til tíu ára fresti. Fyrirkomulagið væri þá ekki ósvipað því rannsóknarleyfi sem háskólakennarar ávinna sér með reglulegu millibili, en það er ekki síður mikilvægt að námsorlof og endurmenntun verði hluti af flóknu kennarastarfi framtíðarinnar. Og gefa þyrfti fólki tækifæri til að sækja endurmenntunina erlendis eigi síður en hér heima, slíkt skilar sér í víðsýni og bættum kennsluháttum. Endurnærandi símenntun í vandasömu starfi hlýtur að verða leiðarstefið í skólastarfi komandi áratuga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Sjá meira
Kennarastarfið er flókið og mótsagnakennt. Fáar stéttir hér á landi mega í jafn ríkum mæli þola brigsl um að þær vinni ekki vinnuna sína, en þó er alkunna að vinnuálag kennara er feiknarlegt, kulnun og vanlíðan hrjáir marga þeirra, ýmsir þar þurfa að taka sér leyfi til endurhæfingar og sumir hrökklast einfaldlega úr starfi. Ofan á þetta allt saman bætast við lág laun hjá stéttinni, þannig að á næstu árum er búist við grafalvarlegum kennaraskorti. Hvað er til ráða? Hækkun launa er vissulega mikilvægur þáttur, þótt launaóánægja sé ekki eina rót vandans. Tíðrætt er að fjölga kennaranemum, en miklu skiptir að þeir sem læra til kennslu haldist í starfi, enda allt of margir menntaðir kennarar sem hverfa af vettvangi ofan í betri matarholur. Álag og kröfur samfélagsins til stéttarinnar eykst sífellt, starfsumhverfið hefur breyst og margir þeir sem hafa menntað sig til starfans ráða illa við breyttan veruleika. Að mínu mati eru símenntun og endurmenntun lykilatriði við að styrkja stöðu og sjálfsmynd kennara. Auðvitað er mikilvægt að sem flestir kennarar ljúki meistaragráðu, en að auki þarf sí- og endurmenntun að vera sem fjölbreyttust. Þarfir starfandi kennara eru margvíslegar og mikilvægt að þeir fái tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn. Símenntunin hefur til þessa verið of einsleit, margir starfandi kennarar hafa nýtt sér leyfisárið til að hlýða á fyrirlestra fræðimanna um hvernig haga beri skólastarfi og þar eru kannski boðaðar nýjungar í kennsluháttum, en oft með löngum fyrirlestrum, og þannig gengið í berhögg við inntak boðunarinnar. Fyrir mitt leyti hef ég lítinn áhuga á að bæta við mig þriðju meistaragráðunni á þeim forsendum. Ég vil fá tækifæri til að rækta sál og líkama samhliða því að kynna mér skólamálanýjungar, heima sem ytra.Fjölga þarf námsorlofum Þess vegna skiptir miklu að fjölga námsorlofum og breyta ýmsu við úthlutun þeirra. Þau þurfa að vera reglulegri og gagnsæi þarf að ríkja þegar veitt er. Hjá grunn- og framhaldsskólakennurum starfa nefndir á vegum hins opinbera sem ákvarða hverjir fá leyfi og þegar kemur að úthlutun er oftast spurt um þarfir skólans og þarfir kennarans látnar mæta afgangi. En úthlutunin á ekki að byggjast á sýn eða duttlungum opinberra nefnda, heldur eiga fjölbreytt námsleyfi að vera réttur hvers kennara. Framboð símenntunar verður að vera fjölskrúðugt og mæta þörfum starfandi kennara, og samtök kennara eiga enn fremur að koma að mótun þess. Einnig er óeðlilegt að kennarar fái einungis eitt námsleyfi um starfsævina og þá helst nærri lokum ferils síns, þegar viðbótarmenntunin nýtist síst skólastarfi í landinu. Eðlilegra væri að fyrir hvert kennsluár áynni kennari sér rétt til eins mánaðar námsleyfis sem hægt væri að taka eftir fimm eða tíu ár í starfi. Kysi kennari að taka leyfið eftir fimm ár þá ætti hann inni hálft ár á launum. Ef hann veldi að taka leyfið efir tíu ár þá ætti hann rétt á eins árs námsleyfi. Með þessu móti myndu allir kennarar taka orlof á fimm til tíu ára fresti. Fyrirkomulagið væri þá ekki ósvipað því rannsóknarleyfi sem háskólakennarar ávinna sér með reglulegu millibili, en það er ekki síður mikilvægt að námsorlof og endurmenntun verði hluti af flóknu kennarastarfi framtíðarinnar. Og gefa þyrfti fólki tækifæri til að sækja endurmenntunina erlendis eigi síður en hér heima, slíkt skilar sér í víðsýni og bættum kennsluháttum. Endurnærandi símenntun í vandasömu starfi hlýtur að verða leiðarstefið í skólastarfi komandi áratuga.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun