Skagamenn fá að ráða örlögum strompsins Birgir Olgeirsson skrifar 10. apríl 2018 22:00 Strompurinn á Akranesi sést hér fyrir miðri mynd. Vísir/GVA Íbúum á Akranesi mun standa til boða að segja sína skoðun á því hvort rífa eigi stromp Sementsverksmiðju ríkisins eða láta hann standa. Munu þeir hafa færi á að segja sína skoðun í könnun sem fer fram á vef Akraneskaupstaðar og verður kynnt fljótlega að sögn bæjarstjórans. Greint var fyrst frá könnuninni á vef Morgunblaðsins en niðurrif á Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Á Sementsreitnum eiga að rísa 356 íbúðir ásamt verslunar- og þjónustuhúsnæði og hóteli við höfnina. Bæjarstjórinn segir um gríðarlega breytingu að ræða á heildarmynd bæjarins. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesivísir/daníel Sævar Freyr Þráinsson er bæjarstjóri á Akranesi hann segir bæjaryfirvöld hafa ákveðið þessa könnun fyrir nokkrum vikum. Var það gert vegna umræðu um þennan gamla stromp sem hefur hefur þótt afar einkennandi fyrir ásýnd bæjarstæðisins á Akranesi. „Umræðan byrjaði fyrir ári síðan þegar við vorum að undirbúa niðurrifið. Þá voru margir þeirrar skoðunar að að hann yrði að vera áfram og það þyrfti að nýta hann með einhverjum hætti. Svo hefur umræðan verið að færast til,“ segir Sævar og nefnir til að mynda skoðanakönnun á vef Skagafrétta þar sem sex af hverjum tíu vildu rífa sementsstrompinn. „Við ætlum að taka af skarið og vera með eina vandaða skoðanakönnun á þessu og þá hafa bæjarfulltrúar þetta með framan sig þegar þeir taka ákvörðun,“ segir Sævar.Á kynningarfundi vegna framkvæmdanna kom fram í umræðu um strompinn að hann væri hættulegur og þyrfti því að rífa hann niður. Þar var einnig greint frá úttekt Mannvits á viðhaldskostnaði ef strompurinn fengi að standa. Kostnaðurinn yrði 30 milljónir króna í upphafi og síðan 2 til 3 milljónir á nokkurra ára fresti. Sævar Freyr segir vera þeirra skoðunar að strompurinn eigi að fá að víkja. „En að skilin verði eftir ummerki um hann þannig að fólk geti séð leifar af því hvar hann stóð. Það er þannig sem ég myndi vilja ganga frá því, á snyrtilegan hátt, þannig að það yrði gaman að koma að því. “ Skipulag Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Íbúum á Akranesi mun standa til boða að segja sína skoðun á því hvort rífa eigi stromp Sementsverksmiðju ríkisins eða láta hann standa. Munu þeir hafa færi á að segja sína skoðun í könnun sem fer fram á vef Akraneskaupstaðar og verður kynnt fljótlega að sögn bæjarstjórans. Greint var fyrst frá könnuninni á vef Morgunblaðsins en niðurrif á Sementsverksmiðju ríkisins á Akranesi hefur staðið yfir í nokkurn tíma. Á Sementsreitnum eiga að rísa 356 íbúðir ásamt verslunar- og þjónustuhúsnæði og hóteli við höfnina. Bæjarstjórinn segir um gríðarlega breytingu að ræða á heildarmynd bæjarins. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesivísir/daníel Sævar Freyr Þráinsson er bæjarstjóri á Akranesi hann segir bæjaryfirvöld hafa ákveðið þessa könnun fyrir nokkrum vikum. Var það gert vegna umræðu um þennan gamla stromp sem hefur hefur þótt afar einkennandi fyrir ásýnd bæjarstæðisins á Akranesi. „Umræðan byrjaði fyrir ári síðan þegar við vorum að undirbúa niðurrifið. Þá voru margir þeirrar skoðunar að að hann yrði að vera áfram og það þyrfti að nýta hann með einhverjum hætti. Svo hefur umræðan verið að færast til,“ segir Sævar og nefnir til að mynda skoðanakönnun á vef Skagafrétta þar sem sex af hverjum tíu vildu rífa sementsstrompinn. „Við ætlum að taka af skarið og vera með eina vandaða skoðanakönnun á þessu og þá hafa bæjarfulltrúar þetta með framan sig þegar þeir taka ákvörðun,“ segir Sævar.Á kynningarfundi vegna framkvæmdanna kom fram í umræðu um strompinn að hann væri hættulegur og þyrfti því að rífa hann niður. Þar var einnig greint frá úttekt Mannvits á viðhaldskostnaði ef strompurinn fengi að standa. Kostnaðurinn yrði 30 milljónir króna í upphafi og síðan 2 til 3 milljónir á nokkurra ára fresti. Sævar Freyr segir vera þeirra skoðunar að strompurinn eigi að fá að víkja. „En að skilin verði eftir ummerki um hann þannig að fólk geti séð leifar af því hvar hann stóð. Það er þannig sem ég myndi vilja ganga frá því, á snyrtilegan hátt, þannig að það yrði gaman að koma að því. “
Skipulag Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira