Hart deilt um framtíð Kvenfélags Kópavogs Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. apríl 2018 08:00 Kvenfélag Kópavogs á meðal annars sal í Hamraborg sem er yfir fimmtán milljóna króna virði samkvæmt fasteignamati. Vísir/ernir Deilt er um það hvort leggja skuli Kvenfélag Kópavogs niður eður ei. Tillaga um niðurlagningu félagsins verður lögð fram á aðalfundi á morgun en ástæða þess er sögð nýliðunarvandi. Átján konur hafa sótt um inngöngu í félagið en fá ekki inni. „Við sem erum í félaginu og höfum verið lengi erum orðnar fullorðnar og vildum koma eignum félagsins til líknar- og menningarmála,“ segir Sigrún Eliseusdóttir, formaður félagsins. Kvenfélagið hefur verið starfrækt í tæplega 70 ár og hugnaðist einstaklingum í stjórn þess illa að það yrði lagt niður. Var samband haft við konur í bæjarfélaginu og þær spurðar hvort þær vildu ekki taka þátt í að forða félaginu frá endalokum þess. „Við höfum áður gengið með grasið í skónum á eftir ungum konum og reynt árangurslaust að fá þær í félagið. Þarna mættu á félagsfund tæplega tuttugu konur með yfirgang, dónaskap, læti og einhverja gróðavon og tóku yfir lokaðan félagsfund,“ segir Sigrún. „Mér finnst flott að þær vilji starfa í kvenfélagi en þær verða þá að stofna nýtt félag. Slitaferlið er hafið og félagið verður lagt niður.“ Fyrrgreindur fundur var haldinn um miðjan marsmánuð og sem fyrr segir var konunum neitað um inngöngu í félagið. Sá hópur telur óvíst að það standist lög Kvenfélagsins. Átján konur hafa því sent formlega beiðni í ábyrgðarpósti um inngöngu í félagið. Aðalfundur verður á morgun og verða þá atkvæði greidd um framtíð þess. Engum gestum verður hleypt á fundinn að sögn formanns, eingöngu meðlimum.Ekki gróðavon Fréttablaðið ræddi við nokkrar konur sem sótt hafa um inngöngu. Þær segja að félagið hafi fyrst og fremst verið auglýst í bæjarpósti Kópavogs og starfsemi og viðburðir þess því farið fram hjá þeim. Þær segja af og frá að gróðavon drífi þær áfram enda um sjálfboða- og góðgerðarstarf að ræða. „Í gegnum tíðina hafa mæður, tengdamæður og vinkonur okkar starfað í félaginu. Við erum flestar komnar á þann stað að börn okkar eru uppkomin og aukið rúm skapast fyrir félagsstörf. Við viljum fyrir alla muni halda hinu framúrskarandi starfi þessa sögufræga félags áfram í samstarfi við þær konur sem fyrir eru í félaginu,“ segir ein þeirra. „Hluti þeirra sem fyrir voru í félaginu tók vel í inngöngu okkar. Það virðist fyrst og fremst vera einstrengingsleg afstaða formannsins að leggja félagið niður. Við höfum engar skýringar fengið á því hvers vegna hún vill það,“ segir önnur. „Þetta er innanfélagsmál sem við höfum ekkert um að segja en auðvitað hvetjum við þær til þess að halda starfinu áfram,“ segir Guðrún Þórðardóttir, forseti Kvenfélagasambands Íslands. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Deilt er um það hvort leggja skuli Kvenfélag Kópavogs niður eður ei. Tillaga um niðurlagningu félagsins verður lögð fram á aðalfundi á morgun en ástæða þess er sögð nýliðunarvandi. Átján konur hafa sótt um inngöngu í félagið en fá ekki inni. „Við sem erum í félaginu og höfum verið lengi erum orðnar fullorðnar og vildum koma eignum félagsins til líknar- og menningarmála,“ segir Sigrún Eliseusdóttir, formaður félagsins. Kvenfélagið hefur verið starfrækt í tæplega 70 ár og hugnaðist einstaklingum í stjórn þess illa að það yrði lagt niður. Var samband haft við konur í bæjarfélaginu og þær spurðar hvort þær vildu ekki taka þátt í að forða félaginu frá endalokum þess. „Við höfum áður gengið með grasið í skónum á eftir ungum konum og reynt árangurslaust að fá þær í félagið. Þarna mættu á félagsfund tæplega tuttugu konur með yfirgang, dónaskap, læti og einhverja gróðavon og tóku yfir lokaðan félagsfund,“ segir Sigrún. „Mér finnst flott að þær vilji starfa í kvenfélagi en þær verða þá að stofna nýtt félag. Slitaferlið er hafið og félagið verður lagt niður.“ Fyrrgreindur fundur var haldinn um miðjan marsmánuð og sem fyrr segir var konunum neitað um inngöngu í félagið. Sá hópur telur óvíst að það standist lög Kvenfélagsins. Átján konur hafa því sent formlega beiðni í ábyrgðarpósti um inngöngu í félagið. Aðalfundur verður á morgun og verða þá atkvæði greidd um framtíð þess. Engum gestum verður hleypt á fundinn að sögn formanns, eingöngu meðlimum.Ekki gróðavon Fréttablaðið ræddi við nokkrar konur sem sótt hafa um inngöngu. Þær segja að félagið hafi fyrst og fremst verið auglýst í bæjarpósti Kópavogs og starfsemi og viðburðir þess því farið fram hjá þeim. Þær segja af og frá að gróðavon drífi þær áfram enda um sjálfboða- og góðgerðarstarf að ræða. „Í gegnum tíðina hafa mæður, tengdamæður og vinkonur okkar starfað í félaginu. Við erum flestar komnar á þann stað að börn okkar eru uppkomin og aukið rúm skapast fyrir félagsstörf. Við viljum fyrir alla muni halda hinu framúrskarandi starfi þessa sögufræga félags áfram í samstarfi við þær konur sem fyrir eru í félaginu,“ segir ein þeirra. „Hluti þeirra sem fyrir voru í félaginu tók vel í inngöngu okkar. Það virðist fyrst og fremst vera einstrengingsleg afstaða formannsins að leggja félagið niður. Við höfum engar skýringar fengið á því hvers vegna hún vill það,“ segir önnur. „Þetta er innanfélagsmál sem við höfum ekkert um að segja en auðvitað hvetjum við þær til þess að halda starfinu áfram,“ segir Guðrún Þórðardóttir, forseti Kvenfélagasambands Íslands.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira