Cleveland Cavaliers er komið áfram í undanúrslit austurdeildarinnar eftir að liðið marði fjögurra stiga sigur á Indiana, 105-101, í oddaleik liðanna í NBA-deildinni í kvöld.
Cleveland byrjaði af miklum krafti og var ljóst að þeir ætluðu ekki að gefa tommu eftir á heimavelli í kvöld. Liðið leiddi 31-19 eftir fyrsta leikhlutann og var 54-43 yfir í hálfleik.
Indiana steig upp í þriðja leikhluta. Þeir minnkuðu muninn mest í eitt stig og eftir þriðja leikhlutann var munurinn einungis tvö stig, 76-74.
Cleveland hafði þó ávallt forystuna í fjórða leikhlutanum. Mest komust gestirnir fjórum stigum frá Cleveland en LeBron James og félagar náðu að sigla sigrinum heim og tryggja sig áframhaldandi þáttöku í úrslitakeppninni.
LeBron James var frábær í liði Cleveland og bar liðið á herðum sér, einu sinni sem oftar. Hann skoraði 45 stig, tók níu fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Tristan Thompson gerði fimmtán stig.
Victor Oladipo gerði 30 stig fyrir Indiana auk þess sem hann tók tólf fráköst og gaf sex stoðsendingar. Næstur kom Darren Colisson með 23 stig.
45 stig frá LeBron og Cleveland komið áfram
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið




Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti

Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn


Mættur aftur tuttugu árum seinna
Körfubolti



„Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “
Íslenski boltinn