Finnur: Hefðum ekki getað farið erfiðari leið Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. apríl 2018 23:31 Finnur Freyr Stefánsson „sem allt vinnur“ eins og stuðningsmennirnir syngja vísir/bára Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari nýkrýndra fimmfaldra Íslandsmeistara KR, átti erfitt með orðin og tilfinningarnar í leikslok í DHL höllinni í kvöld eftir 83-79 sigur á Tindastól og 3-1 sigur í úrslitarimmunni. „Ég er bara búinn á því,“ sagði Finnur eftir leikinn, en hann felldi tár þegar leikurinn var flautaður af og titillinn í höfn. „Það er gjörsamlega öll orka búin og á þessari stundu hef ég ekkert meira að segja. Hausinn á mér virkar ekki. Ég nýt augnabliksins og svo kemur þetta inn einhvern tíma á næstu dögum.“ Fimmfaldur titill í höfn hjá KR, einstakt afrek sem verður líklega ekki leikið aftur í íslenskum körfubolta. „Það er ekki bara það, pressan í upphafi; pressan að ná í tvo í röð, þrjá í röð, alltaf þetta í röð kjaftæði, öll meiðslin, menn á einni löpp hver á eftir öðrum en samt náum við að klóra okkur fram í þessu. Þetta er ótrúlegt.“ KR er besta liðið og „það er bara staðreynd.“ „Við erum að fara í gegnum liðin sem lentu í fyrsta sæti, þriðja og fimmta, þannig að við erum að fara erfiða leið og slá út að mínu mati liðin tvö sem voru best í vetur þannig að það er ekki hægt að fara erfiðari leið í þessu.“ Þegar spurningin sem varð að koma upp kom upp, hvort hann væri svo búinn á því að hann væri búinn með KR, glotti Finnur bara, klappaði blaðamanni á öxlina og labbaði í burtu. Túlkum þetta sem nei, hann er ekki búinn. Dominos-deild karla Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari nýkrýndra fimmfaldra Íslandsmeistara KR, átti erfitt með orðin og tilfinningarnar í leikslok í DHL höllinni í kvöld eftir 83-79 sigur á Tindastól og 3-1 sigur í úrslitarimmunni. „Ég er bara búinn á því,“ sagði Finnur eftir leikinn, en hann felldi tár þegar leikurinn var flautaður af og titillinn í höfn. „Það er gjörsamlega öll orka búin og á þessari stundu hef ég ekkert meira að segja. Hausinn á mér virkar ekki. Ég nýt augnabliksins og svo kemur þetta inn einhvern tíma á næstu dögum.“ Fimmfaldur titill í höfn hjá KR, einstakt afrek sem verður líklega ekki leikið aftur í íslenskum körfubolta. „Það er ekki bara það, pressan í upphafi; pressan að ná í tvo í röð, þrjá í röð, alltaf þetta í röð kjaftæði, öll meiðslin, menn á einni löpp hver á eftir öðrum en samt náum við að klóra okkur fram í þessu. Þetta er ótrúlegt.“ KR er besta liðið og „það er bara staðreynd.“ „Við erum að fara í gegnum liðin sem lentu í fyrsta sæti, þriðja og fimmta, þannig að við erum að fara erfiða leið og slá út að mínu mati liðin tvö sem voru best í vetur þannig að það er ekki hægt að fara erfiðari leið í þessu.“ Þegar spurningin sem varð að koma upp kom upp, hvort hann væri svo búinn á því að hann væri búinn með KR, glotti Finnur bara, klappaði blaðamanni á öxlina og labbaði í burtu. Túlkum þetta sem nei, hann er ekki búinn.
Dominos-deild karla Mest lesið „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti „Ég hef hluti að gera hér“ Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Handbolti De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti