Forseti Rúmeníu krefst afsagnar forsætisráðherrans Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2018 11:18 Dancila heimsótti Ísrael í vikunni. Ríkisstjórn hennar er sögð vinna að því að færa sendiráð Rúmeníu til Jerúsalem. Vísir/AFP Vantrauststillaga gæti blasað við Vioricu Dancila, forsætisráðherra Rúmeníu, eftir að Klaus Iohannis forseti krafðist afsagnar hennar í dag. Forsetinn telur ráðherrann hafa farið út fyrir valdheimildir sínar þegar hún gerði leynilegt samkomulag um að færa sendiráð landsins í Ísrael til Jerúsalem. „Frú Dancila ræður ekki við skyldur sínar sem forsætisráðherra Rúmeníu og er þannig að gera ríkisstjórnina að dragbít fyrir Rúmeníu. Þess vegna kalla ég opinberlega eftir afsögn hennar,“ sagði Iohannis í yfirlýsingu í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Það er á valdi forseta Rúmeníu að taka ákvarðanir um flutning sendiráða. Iohannis segir hins vegar að Dancila hafi ekki ráðfært sig við hann um flutning sendiráðsins í Ísrael eða opinbera heimsókn forsætisráðherrans þangað í vikunni. Dancila hefur sagt efni minnisblaðs sem hún skrifaði undir varðandi flutningin trúnaðarmál sem ekki væri hægt að greina frá opinberlega ennþá. Iohannis varar við því að flutningur sendiráðsins gæti varðað við alþjóðalög. Ísraelsmenn gera tilkall til Jerúsalem en það gera Palestínumenn einnig. Fá ríki viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels af þessum sökum og yrði Rúmenía fyrsta Evrópulandið til að gera það. Það olli miklum úlfaþyt þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels í vetur. Forseti Rúmeníu hefur ekki vald til að reka forsætisráðherrann en krafa Iohannis gæti leitt til vantrauststillögu í þinginu. Nær öruggt er þó talið að Dancila stæði hana af sér en Sósíaldemókrataflokkur hennar er með traustan meirihluta þar. Rúmenía Tengdar fréttir Eykur hættu á ofbeldisöldu og glundroða í heimshlutanum Ráðherrar ríkja Arababandalagsins segja ekki lengur hægt að treysta á Bandaríkin til að miðla málum í deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs. 10. desember 2017 07:23 Staða Jerúsalem: Um hvað snýst málið? Staða borgarinnar Jerúsalem hefur lengi verið umdeild og ekki er líklegt að það breytist með ákvörðun Donald Trump að viðurkenna borgina sem höfuðborg Ísraels. 6. desember 2017 23:45 Allsherjarþing SÞ um Jerúsalem: Ísland hluti af yfirgnæfandi meirihluta gegn Bandaríkjunum 128 af 193 ríkjum sem eiga sæti á allsherjarþingi SÞ greiddu atkvæði með tillögu gegn ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Aðeins níu greiddu atkvæði gegn henni þrátt fyrir hótanir Trump Bandaríkjaforseta. 21. desember 2017 17:36 Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fleiri fréttir Innsetningarmessa Leós páfá Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Sjá meira
Vantrauststillaga gæti blasað við Vioricu Dancila, forsætisráðherra Rúmeníu, eftir að Klaus Iohannis forseti krafðist afsagnar hennar í dag. Forsetinn telur ráðherrann hafa farið út fyrir valdheimildir sínar þegar hún gerði leynilegt samkomulag um að færa sendiráð landsins í Ísrael til Jerúsalem. „Frú Dancila ræður ekki við skyldur sínar sem forsætisráðherra Rúmeníu og er þannig að gera ríkisstjórnina að dragbít fyrir Rúmeníu. Þess vegna kalla ég opinberlega eftir afsögn hennar,“ sagði Iohannis í yfirlýsingu í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Það er á valdi forseta Rúmeníu að taka ákvarðanir um flutning sendiráða. Iohannis segir hins vegar að Dancila hafi ekki ráðfært sig við hann um flutning sendiráðsins í Ísrael eða opinbera heimsókn forsætisráðherrans þangað í vikunni. Dancila hefur sagt efni minnisblaðs sem hún skrifaði undir varðandi flutningin trúnaðarmál sem ekki væri hægt að greina frá opinberlega ennþá. Iohannis varar við því að flutningur sendiráðsins gæti varðað við alþjóðalög. Ísraelsmenn gera tilkall til Jerúsalem en það gera Palestínumenn einnig. Fá ríki viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels af þessum sökum og yrði Rúmenía fyrsta Evrópulandið til að gera það. Það olli miklum úlfaþyt þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels í vetur. Forseti Rúmeníu hefur ekki vald til að reka forsætisráðherrann en krafa Iohannis gæti leitt til vantrauststillögu í þinginu. Nær öruggt er þó talið að Dancila stæði hana af sér en Sósíaldemókrataflokkur hennar er með traustan meirihluta þar.
Rúmenía Tengdar fréttir Eykur hættu á ofbeldisöldu og glundroða í heimshlutanum Ráðherrar ríkja Arababandalagsins segja ekki lengur hægt að treysta á Bandaríkin til að miðla málum í deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs. 10. desember 2017 07:23 Staða Jerúsalem: Um hvað snýst málið? Staða borgarinnar Jerúsalem hefur lengi verið umdeild og ekki er líklegt að það breytist með ákvörðun Donald Trump að viðurkenna borgina sem höfuðborg Ísraels. 6. desember 2017 23:45 Allsherjarþing SÞ um Jerúsalem: Ísland hluti af yfirgnæfandi meirihluta gegn Bandaríkjunum 128 af 193 ríkjum sem eiga sæti á allsherjarþingi SÞ greiddu atkvæði með tillögu gegn ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Aðeins níu greiddu atkvæði gegn henni þrátt fyrir hótanir Trump Bandaríkjaforseta. 21. desember 2017 17:36 Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fleiri fréttir Innsetningarmessa Leós páfá Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Sjá meira
Eykur hættu á ofbeldisöldu og glundroða í heimshlutanum Ráðherrar ríkja Arababandalagsins segja ekki lengur hægt að treysta á Bandaríkin til að miðla málum í deilunni fyrir botni Miðjarðarhafs. 10. desember 2017 07:23
Staða Jerúsalem: Um hvað snýst málið? Staða borgarinnar Jerúsalem hefur lengi verið umdeild og ekki er líklegt að það breytist með ákvörðun Donald Trump að viðurkenna borgina sem höfuðborg Ísraels. 6. desember 2017 23:45
Allsherjarþing SÞ um Jerúsalem: Ísland hluti af yfirgnæfandi meirihluta gegn Bandaríkjunum 128 af 193 ríkjum sem eiga sæti á allsherjarþingi SÞ greiddu atkvæði með tillögu gegn ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Aðeins níu greiddu atkvæði gegn henni þrátt fyrir hótanir Trump Bandaríkjaforseta. 21. desember 2017 17:36
Allsherjarþing SÞ fjallar um stöðu Jerúsalem eftir ákvörðun Trump Sérstakur aukafundur verður haldinn í allsherjarþinginu í fyrsta skipti í átta ár. 19. desember 2017 22:50