Taka ábendingu um orm í ostborgara grafalvarlega Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. apríl 2018 12:00 Heiðrún Birna segist hafa keypt borgarann í Aktu Taktu við Skúlagötu. SAMSETT Upplýsinga- og samskiptafulltrúi hjá FoodCo, sem rekur Aktu Taktu og fjölda veitingastaða um land allt, segir að ábendingu ungrar konu, þess efnis að ormur hefði fundist í hamborgara sem hún keypti á Aktu Taktu við Skúlagötu, hafi verið og sé tekið afar alvarlega. Málið kom upp fyrir tæpum tveimur mánuðum. Viðeigandi aðilum hafi verið gert viðvart en erfitt hafi verið að bregðast við því ekki hafi verið við annað að styðjast en myndband. Myndskeið er í mikilli dreifingu á Facebook þar sem Heiðrún Birna Rúnarsdóttir segist vonast til að „þessi birting komi í veg fyrir að þið lendið í sama hrylling og ég lenti í.“ Hún hafi tekið málin í eigin hendur eftir að hafa verið ósátt við svör frá FoodCo og eftirlitsaðilum. Myndskeiðið má sjá hér að neðan en Heiðrún Birna segir það vera frá 3. mars. Þá hafi hún lokið vinnu seint á laugardagskvöldi og farið á Aktu Taktu þar sem ostborgaratilboð hafi orðið fyrir valinu. Heiðrún Birna segist í samtali við Vísi hafa verið reglulegur gestur á Aktu Taktu og ostborgarinn einn af hennar uppáhalds. Bragðið af honum hafi strax verið skrýtið og svo hafi eitthvað dottið í kjöltu hennar.Tók málin í sínar eigin hendur „Ég fæ mér ekki kál á hamborgarann en hélt fyrst að þetta hefði verið kál sem hefði flækst með á grillinu,“ segir Heiðrún Birna. Hún hafi tekið það sem datt upp hálfblindandi en þá séð að um orm var að ræða.„Ég átta mig á því og grýti honum í jörðina,“ segir Heiðrún Birna. Hún hafi tilkynnt Aktu Taktu um málið nokkrum dögum síðar, rætt þar við konu og þau hafi tekið málinu mjög alvarlega. Þau hafi ekki beðið um að fá orminn og eftir nokkra daga hafi hún fleygt orminum úr bílnum.Hún hafi þegið gjafabréf frá FoodCo, á aðra veitingastaði keðjunnar, en henni finnist það ekki bæta skaðann til fulls. Hún hafi tilkynnt matvælaeftirlitinu og heilbrigðiseftirlitinu en ekkert heyrt. „Svo ég ákvað að taka þetta í mínar hendur,“ segir Heiðrún og á við færslu sína á Facebook í gærkvöldi. „Við tökum þetta mjög alvarlega,“ segir Ásta Sveinsdóttir, upplýsingafulltrúi Aktu Taktu. Hún hafi strax farið af stað og haft samband við gæðastjóra, kjötframleiðslu og matvælaeftirlitið. Allir verkferlar hafi verið virkjaðir. Hún hafi fengið símtal frá Heiðrúnu Birnu, fyrir rúmum mánuði, þar sem vakin var athygli á orminum. Ásta hafi beðið hana um að senda sér myndskeiðið og spurt hvort hún ætti orminn. Heiðrún hafi ekki átt orminn og því ekki hægt að senda hann í neins konar greiningu. „Ef ormurinn hefði verið í kjötinu þá hefði hann farið í gegnum hakkavél. Svo er borgarinn steiktur á pönnu,“ segir Ásta en ormurinn sem sést á myndskeiðinu er heill. Því hafi kviknað sú hugmynd hvort hann hafi verið í salatinu. Heiðrún hafi hins vegar ekki fengið sér kál á hamborgarann.Ostborgaratilboð Aktu Taktu.Fékk gjafabréf en ósátt með þjónustuna Ekkert hafi komið út úr skoðun á borgaranum en Ásta hafi boðið Heiðrúnu gjafabréf á öðrum stöðum sem FoodCo rekur. Hún hafi þegið það. Í framhaldinu hafi Heiðrún aftur haft samband og sagst óánægð með þá þjónustu sem hún fékk þegar hún nýtti gjafabréfin. „Svo ég sendi henni aftur gjafabréf,“ segir Ásta. Þá hafi hún talið málinu lokið þar til Heiðrún ákvað að birta myndbandið á Facebook í gær. Eftir birtingu myndbandsins hafi FoodCo aftur sett sig í samband við kjötvinnsluna, Sýni rannsóknarstofu og Matvælaeftirlitið. „Það er náttúrulega grafalvarlegt mál að fá svona inn á borð til sín. En það eina sem við höfum í höndunum er þetta myndskeið,“ segir Ásta. Hún segist hafa verið í veitingabransanum í átta ár og sambærilegt mál hafi ekki komið upp á þeim tíma. Aktu Taktu selji fleiri hundruð borgara á degi hverjum en málið sé einstakt. „En maður þvertekur ekki fyrir neitt og skoðar alltaf hlutina,“ segir Ásta. Neytendur Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Upplýsinga- og samskiptafulltrúi hjá FoodCo, sem rekur Aktu Taktu og fjölda veitingastaða um land allt, segir að ábendingu ungrar konu, þess efnis að ormur hefði fundist í hamborgara sem hún keypti á Aktu Taktu við Skúlagötu, hafi verið og sé tekið afar alvarlega. Málið kom upp fyrir tæpum tveimur mánuðum. Viðeigandi aðilum hafi verið gert viðvart en erfitt hafi verið að bregðast við því ekki hafi verið við annað að styðjast en myndband. Myndskeið er í mikilli dreifingu á Facebook þar sem Heiðrún Birna Rúnarsdóttir segist vonast til að „þessi birting komi í veg fyrir að þið lendið í sama hrylling og ég lenti í.“ Hún hafi tekið málin í eigin hendur eftir að hafa verið ósátt við svör frá FoodCo og eftirlitsaðilum. Myndskeiðið má sjá hér að neðan en Heiðrún Birna segir það vera frá 3. mars. Þá hafi hún lokið vinnu seint á laugardagskvöldi og farið á Aktu Taktu þar sem ostborgaratilboð hafi orðið fyrir valinu. Heiðrún Birna segist í samtali við Vísi hafa verið reglulegur gestur á Aktu Taktu og ostborgarinn einn af hennar uppáhalds. Bragðið af honum hafi strax verið skrýtið og svo hafi eitthvað dottið í kjöltu hennar.Tók málin í sínar eigin hendur „Ég fæ mér ekki kál á hamborgarann en hélt fyrst að þetta hefði verið kál sem hefði flækst með á grillinu,“ segir Heiðrún Birna. Hún hafi tekið það sem datt upp hálfblindandi en þá séð að um orm var að ræða.„Ég átta mig á því og grýti honum í jörðina,“ segir Heiðrún Birna. Hún hafi tilkynnt Aktu Taktu um málið nokkrum dögum síðar, rætt þar við konu og þau hafi tekið málinu mjög alvarlega. Þau hafi ekki beðið um að fá orminn og eftir nokkra daga hafi hún fleygt orminum úr bílnum.Hún hafi þegið gjafabréf frá FoodCo, á aðra veitingastaði keðjunnar, en henni finnist það ekki bæta skaðann til fulls. Hún hafi tilkynnt matvælaeftirlitinu og heilbrigðiseftirlitinu en ekkert heyrt. „Svo ég ákvað að taka þetta í mínar hendur,“ segir Heiðrún og á við færslu sína á Facebook í gærkvöldi. „Við tökum þetta mjög alvarlega,“ segir Ásta Sveinsdóttir, upplýsingafulltrúi Aktu Taktu. Hún hafi strax farið af stað og haft samband við gæðastjóra, kjötframleiðslu og matvælaeftirlitið. Allir verkferlar hafi verið virkjaðir. Hún hafi fengið símtal frá Heiðrúnu Birnu, fyrir rúmum mánuði, þar sem vakin var athygli á orminum. Ásta hafi beðið hana um að senda sér myndskeiðið og spurt hvort hún ætti orminn. Heiðrún hafi ekki átt orminn og því ekki hægt að senda hann í neins konar greiningu. „Ef ormurinn hefði verið í kjötinu þá hefði hann farið í gegnum hakkavél. Svo er borgarinn steiktur á pönnu,“ segir Ásta en ormurinn sem sést á myndskeiðinu er heill. Því hafi kviknað sú hugmynd hvort hann hafi verið í salatinu. Heiðrún hafi hins vegar ekki fengið sér kál á hamborgarann.Ostborgaratilboð Aktu Taktu.Fékk gjafabréf en ósátt með þjónustuna Ekkert hafi komið út úr skoðun á borgaranum en Ásta hafi boðið Heiðrúnu gjafabréf á öðrum stöðum sem FoodCo rekur. Hún hafi þegið það. Í framhaldinu hafi Heiðrún aftur haft samband og sagst óánægð með þá þjónustu sem hún fékk þegar hún nýtti gjafabréfin. „Svo ég sendi henni aftur gjafabréf,“ segir Ásta. Þá hafi hún talið málinu lokið þar til Heiðrún ákvað að birta myndbandið á Facebook í gær. Eftir birtingu myndbandsins hafi FoodCo aftur sett sig í samband við kjötvinnsluna, Sýni rannsóknarstofu og Matvælaeftirlitið. „Það er náttúrulega grafalvarlegt mál að fá svona inn á borð til sín. En það eina sem við höfum í höndunum er þetta myndskeið,“ segir Ásta. Hún segist hafa verið í veitingabransanum í átta ár og sambærilegt mál hafi ekki komið upp á þeim tíma. Aktu Taktu selji fleiri hundruð borgara á degi hverjum en málið sé einstakt. „En maður þvertekur ekki fyrir neitt og skoðar alltaf hlutina,“ segir Ásta.
Neytendur Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira Innlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent