Sænska blaðið Aftonbladet birtir áhugaverða grein í dag þar sem laun landsliðsþjálfaranna á HM eru undir smásjánni. Landsliðsþjálfari Þýskalands, Joachim Löw, er sagður vera launahæstur þjálfaranna á HM.
Löw er sagður vera með rúmar 470 milljónir króna í árslaun hjá þýska sambandinu. Á eftir honum kemur þjálfari Brasilíu, Tite, með 423 milljónir króna.
Landsliðsþjálfari Senegal, Aliou Cisse, er með lægstu laun HM-þjálfara samkvæmt þessari könnun eða 23,5 milljónir króna á ári.
Þessi könnun er unnin af Marketing Registrado og þeir segja að landsliðsþjálfari Íslands, Heimir Hallgrímsson, sé með tæpar 86 milljónir króna í árslaun. Það gera rúmar 7 milljónir króna á mánuði. Það setur hann í 22. sætið á listanum.
Sænski landsliðsþjálfarinn Janne Andersson er ekki á eins góðum launum samkvæmt þessari úttekt. Hann er sagður vera með 54 milljónir króna í árslaun.
Grein Aftonbladet má sjá hér.
Heimir sagður vera með 7 milljónir króna í mánaðarlaun
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti


Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti





