Innlent

Fyrsti rafmagnsstrætisvagninn vígður

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar
Stjórnarformaður Strætó segir ganga vel að fjölga farþegum þótt könnunum beri ekki saman um árangur átaks í þeim efnum. Þá hafi tilraunaverkefni um gæludýr í Strætó og næturakstur gefist vel. Þá var fyrsti rafmagnsstrætisvagninn jafnframt vígður í dag.

Ársfundur Strætó fór fram í ráðhúsi Reykjavíkur í dag þar sem síðastliðið ár í rekstri strætó var gert upp. Árið 2012 var undirritaður samstarfssamningur milli ríkissjóðs og eigenda Strætó sem hafði það meðal annars að markmiði að tvöfalda hlutdeild almenningssamgangna í öllum ferðum áhöfuðborgarsvæðinu. Fjármagn frá ríkinu fylgdi verkefninu.

Samkvæmt ferðavenjukönnun vegagerðarinnar frá því 2017 eru fjögur prósent allra ferða á höfuðborgarsvæðinu farnar með Strætó, sem er sama hlutfall og árið 2013. Hins vegar hefur farþegum fjölgað töluvert undanfarin fjögur ár samkvæmt farþegatalningu og könnunar Gallup og þá eiga um sjö prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins kort í strætó.

Ársfundinum lauk svo með vígslu fyrsta rafknúna strætisvagnsins í borginni sem sjá má í meðfylgjandi myndskeiði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×