Skoða aðgerðir gegn ódýrum eftirlíkingum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 26. apríl 2018 06:00 Nýja landsliðstreyjan var kynnt með pompi og prakt í síðasta mánuði. Eftirlíkingin er sexfalt ódýrari á Ali Express. Fréttablaðið/Eyþór. Vísir/eyþór Mörg hundruð pantanir hafa verið gerðar á eftirlíkingum af íslenska landsliðsbúningnum á kínversku netversluninni Ali Express. Eftirlíkingarnar kosta ekki nema sjöunda hluta af verði frumgerðarinnar sem seld er hér á landi. Framkvæmdastjóri KSÍ boðar aðgerðir. Á vef Ali Express er hægt að fá ómerkta fullorðinstreyju á um 1.600 krónur samanborið við 11.990 krónur hjá söluaðilum hér á landi. Eftirlíkingarnar rokseldust einnig fyrir EM 2016, við litla hrifningu umboðsaðila Errea á Ísland og KSÍ. Nú eru þær farnar að streyma til landsins á nýjan leik fyrir HM með tilheyrandi tekjutapi fyrir Errea, KSÍ og söluaðila hér á landi. Tjónið fellur að stærstum hluta á Errea en KSÍ fær einnig sinn skerf af söluandvirði hverrar treyju. Í aðdraganda EM 2016 leituðu Errea og KSÍ til póstsins og tollyfirvalda um að fá allar sendingar á eftirlíkingum utan úr heimi stöðvaðar í tollinum þar sem þeim yrði fargað á grundvelli hönnunarverndar. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, kveðst ekki hafa upplýsingar um hverju þær aðgerðir skiluðu en málin séu aftur til skoðunar nú.Landsliðstreyjurnar kosta á bilinu 13-17 dali á síðunni og margir sem láta freistast.Skjáskot„Við erum meðvituð um stöðuna og höfum verið að skoða hvað við getum gert. Almennt erum við að reyna að vernda vörumerki okkar. Við erum með aðila sem gætir að vörumerkinu og hvernig það er nýtt. Það eru bara ákveðnir samstarfsaðilar sem hafa leyfi til að nota okkar merki. En við erum að gera eitthvað í þessu. Það er víða verið að stökkva á HM-vagninn.“ Nokkrir söluaðilar bjóða íslensku treyjuna á Ali Express en þar sést einnig að mörg hundruð pantanir hafa verið gerðar. Þá nota hinir óprúttnu aðilar opinbera kynningarmynd KSÍ og Errea af búningunum til að selja vöru sína, nema að merki Errea hefur í flestum tilfellum verið fjarlægt af myndunum. Merkið virðist hins vegar vera á þeim treyjum sem borist hafa hingað ef marka má myndir sem Íslendingar hafa birt á samfélagsmiðlum, sáttir með kaupin. Aðspurð hvort treyjan sé of dýr hér segir Klara að fótboltabúningar séu bara dýrir. „Við vitum þó hvar Errea-treyjunar eru framleiddar. Ég hef sjálf komið í verksmiðju Errea á Ítalíu og veit hvernig aðbúnaður fólks er og hversu gamalt fólkið er sem vinnur þar. Það finnst mér skipta máli. Hvort að ódýrari treyjurnar séu framleiddar á þann hátt og af slíkum gæðum skal ég ekki segja.“ Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Treyjan á að endurspegla kraftinn sem býr innra með þjóðinni“ Fyrsta HM keppnistreyja Íslands í knattspyrnu hefur litið dagsins ljós en búningurinn var kynntur undir stúkunni á Laugardalsvellinum í dag. 15. mars 2018 16:00 „Mun ódýrari“ treyjur kynntar til leiks í nýrri fatalínu KSÍ og Errea á næstu vikum Í fatalínunni verður m.a. að finna ódýrari gerðir af stuðningsmannastreyjum en mörgum þykir nýkynnt landsliðstreyja Íslands nokkuð dýr, sérstaklega þar sem sama verð er á treyjum í fullorðins- og barnastærðum. 18. mars 2018 15:00 Lektor vandar Errea ekki kveðjurnar Linda Björg Árnadóttir segir íþróttavöruframleiðandann hafa ætlað sér að halda hönnunarsamkeppni vegna nýju landsliðstreyjunnar og greiða 100 þúsund krónur fyrir vinningstillöguna. Upphæðin sé niðurlægjandi fyrir hönnuði. 16. mars 2018 05:38 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Mörg hundruð pantanir hafa verið gerðar á eftirlíkingum af íslenska landsliðsbúningnum á kínversku netversluninni Ali Express. Eftirlíkingarnar kosta ekki nema sjöunda hluta af verði frumgerðarinnar sem seld er hér á landi. Framkvæmdastjóri KSÍ boðar aðgerðir. Á vef Ali Express er hægt að fá ómerkta fullorðinstreyju á um 1.600 krónur samanborið við 11.990 krónur hjá söluaðilum hér á landi. Eftirlíkingarnar rokseldust einnig fyrir EM 2016, við litla hrifningu umboðsaðila Errea á Ísland og KSÍ. Nú eru þær farnar að streyma til landsins á nýjan leik fyrir HM með tilheyrandi tekjutapi fyrir Errea, KSÍ og söluaðila hér á landi. Tjónið fellur að stærstum hluta á Errea en KSÍ fær einnig sinn skerf af söluandvirði hverrar treyju. Í aðdraganda EM 2016 leituðu Errea og KSÍ til póstsins og tollyfirvalda um að fá allar sendingar á eftirlíkingum utan úr heimi stöðvaðar í tollinum þar sem þeim yrði fargað á grundvelli hönnunarverndar. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, kveðst ekki hafa upplýsingar um hverju þær aðgerðir skiluðu en málin séu aftur til skoðunar nú.Landsliðstreyjurnar kosta á bilinu 13-17 dali á síðunni og margir sem láta freistast.Skjáskot„Við erum meðvituð um stöðuna og höfum verið að skoða hvað við getum gert. Almennt erum við að reyna að vernda vörumerki okkar. Við erum með aðila sem gætir að vörumerkinu og hvernig það er nýtt. Það eru bara ákveðnir samstarfsaðilar sem hafa leyfi til að nota okkar merki. En við erum að gera eitthvað í þessu. Það er víða verið að stökkva á HM-vagninn.“ Nokkrir söluaðilar bjóða íslensku treyjuna á Ali Express en þar sést einnig að mörg hundruð pantanir hafa verið gerðar. Þá nota hinir óprúttnu aðilar opinbera kynningarmynd KSÍ og Errea af búningunum til að selja vöru sína, nema að merki Errea hefur í flestum tilfellum verið fjarlægt af myndunum. Merkið virðist hins vegar vera á þeim treyjum sem borist hafa hingað ef marka má myndir sem Íslendingar hafa birt á samfélagsmiðlum, sáttir með kaupin. Aðspurð hvort treyjan sé of dýr hér segir Klara að fótboltabúningar séu bara dýrir. „Við vitum þó hvar Errea-treyjunar eru framleiddar. Ég hef sjálf komið í verksmiðju Errea á Ítalíu og veit hvernig aðbúnaður fólks er og hversu gamalt fólkið er sem vinnur þar. Það finnst mér skipta máli. Hvort að ódýrari treyjurnar séu framleiddar á þann hátt og af slíkum gæðum skal ég ekki segja.“
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir „Treyjan á að endurspegla kraftinn sem býr innra með þjóðinni“ Fyrsta HM keppnistreyja Íslands í knattspyrnu hefur litið dagsins ljós en búningurinn var kynntur undir stúkunni á Laugardalsvellinum í dag. 15. mars 2018 16:00 „Mun ódýrari“ treyjur kynntar til leiks í nýrri fatalínu KSÍ og Errea á næstu vikum Í fatalínunni verður m.a. að finna ódýrari gerðir af stuðningsmannastreyjum en mörgum þykir nýkynnt landsliðstreyja Íslands nokkuð dýr, sérstaklega þar sem sama verð er á treyjum í fullorðins- og barnastærðum. 18. mars 2018 15:00 Lektor vandar Errea ekki kveðjurnar Linda Björg Árnadóttir segir íþróttavöruframleiðandann hafa ætlað sér að halda hönnunarsamkeppni vegna nýju landsliðstreyjunnar og greiða 100 þúsund krónur fyrir vinningstillöguna. Upphæðin sé niðurlægjandi fyrir hönnuði. 16. mars 2018 05:38 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
„Treyjan á að endurspegla kraftinn sem býr innra með þjóðinni“ Fyrsta HM keppnistreyja Íslands í knattspyrnu hefur litið dagsins ljós en búningurinn var kynntur undir stúkunni á Laugardalsvellinum í dag. 15. mars 2018 16:00
„Mun ódýrari“ treyjur kynntar til leiks í nýrri fatalínu KSÍ og Errea á næstu vikum Í fatalínunni verður m.a. að finna ódýrari gerðir af stuðningsmannastreyjum en mörgum þykir nýkynnt landsliðstreyja Íslands nokkuð dýr, sérstaklega þar sem sama verð er á treyjum í fullorðins- og barnastærðum. 18. mars 2018 15:00
Lektor vandar Errea ekki kveðjurnar Linda Björg Árnadóttir segir íþróttavöruframleiðandann hafa ætlað sér að halda hönnunarsamkeppni vegna nýju landsliðstreyjunnar og greiða 100 þúsund krónur fyrir vinningstillöguna. Upphæðin sé niðurlægjandi fyrir hönnuði. 16. mars 2018 05:38