Bæjarstjóri segir enga formlega ákvörðun liggja fyrir um landfyllingu Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 25. apríl 2018 23:44 Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraneskaupsstaðar segir að hann sé mjög meðvitaður um áhyggjur íbúa vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi við höfnina á Akranesi. Ekki hafi verið tekin formleg ákvörðun um málið. Eins og kom fram á Vísi fyrr í kvöld felast breytingar í fyrirhugaðri stækkun landfyllingar til norðurs til að rýma fyrir stækkun athafnahúsnæðis sem þar er á svæðinu. Íbúi sem Vísir ræddi við í kvöld sagði málið ekki snúast um útlits- og sjónmengun heldur væri þetta spurning um það hvernig bæ þau vilji búa í. „Málið er núna eins og kemur fram að fara í kynningu á íbúafundi og fram til þessa er búið að vera í gangi svokallað kynningarferli þar sem að við höfum verið að óska eftir ábendingum frá bæjarbúum, þannig að formlegt skipulagsferli er ekki hafið. Athugasemdaferli er ekki heldur hafið heldur er þetta bara hluti af lögformlegu ferli sem að við höfum hafið. Við lítum svo á að við viljum gefa bæði fyrirtækinu þann rétt að sækjast eftir því sem þeir eru að óska eftir og auðvitað íbúum að koma með ábendingar um hvað skipti máli í þessu,“ segir Sævar. Fyrirtækið sem um ræðir heitir Skaginn 3X sem er hátæknifyrirtæki á Skaganum. „Svo verður þessi kynningarfundur og eftir það verður tekin ákvörðun hvort að þetta mál fari í formlegt skipulagsferli,“ sagði Sævar Freyr í samtali við fréttastofu í kvöld. Skiptar skoðanir væru á þessari fyrirhuguðu breytingu. „Það er alveg klárt að það eru íbúar sem hafa áhyggjur af málinu og hafa komið með ábendingar. En eins og staðan er núna að þá er athugasemdafrestur ekki hafinn og ekki búið að ákveða að málið fari í formlegt skipulagsferli. En já ég hef alveg orðið var við að það eru íbúar sem hafa áhyggjur af þessu. En ég hef líka orðið var við það að það eru íbúar sem telja mikilvægt að þetta mál fái umfjöllun og skoðun. Þannig að ég get ekki sagt að það sé einhliða skoðun íbúa að þetta eigi ekki að verða. En hugsunin með kynningarfundinum er að gefa öllum færi á að fá allar upplýsingar á borðið áður en að skipulagsferlið hefst.“ Kynningarfundurinn fer fram 2.maí næstkomandi og samhliða verður kynnt tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir reitinn. Skipulag Tengdar fréttir Landfylling á Akranesi leggst ekki vel í íbúa Breytingarnar felast í fyrirhugaðri stækkun landfyllingar til norðurs til að rýma fyrir stækkun athafnahúsnæðis sem þar er á svæðinu. 25. apríl 2018 21:52 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri Akraneskaupsstaðar segir að hann sé mjög meðvitaður um áhyggjur íbúa vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi við höfnina á Akranesi. Ekki hafi verið tekin formleg ákvörðun um málið. Eins og kom fram á Vísi fyrr í kvöld felast breytingar í fyrirhugaðri stækkun landfyllingar til norðurs til að rýma fyrir stækkun athafnahúsnæðis sem þar er á svæðinu. Íbúi sem Vísir ræddi við í kvöld sagði málið ekki snúast um útlits- og sjónmengun heldur væri þetta spurning um það hvernig bæ þau vilji búa í. „Málið er núna eins og kemur fram að fara í kynningu á íbúafundi og fram til þessa er búið að vera í gangi svokallað kynningarferli þar sem að við höfum verið að óska eftir ábendingum frá bæjarbúum, þannig að formlegt skipulagsferli er ekki hafið. Athugasemdaferli er ekki heldur hafið heldur er þetta bara hluti af lögformlegu ferli sem að við höfum hafið. Við lítum svo á að við viljum gefa bæði fyrirtækinu þann rétt að sækjast eftir því sem þeir eru að óska eftir og auðvitað íbúum að koma með ábendingar um hvað skipti máli í þessu,“ segir Sævar. Fyrirtækið sem um ræðir heitir Skaginn 3X sem er hátæknifyrirtæki á Skaganum. „Svo verður þessi kynningarfundur og eftir það verður tekin ákvörðun hvort að þetta mál fari í formlegt skipulagsferli,“ sagði Sævar Freyr í samtali við fréttastofu í kvöld. Skiptar skoðanir væru á þessari fyrirhuguðu breytingu. „Það er alveg klárt að það eru íbúar sem hafa áhyggjur af málinu og hafa komið með ábendingar. En eins og staðan er núna að þá er athugasemdafrestur ekki hafinn og ekki búið að ákveða að málið fari í formlegt skipulagsferli. En já ég hef alveg orðið var við að það eru íbúar sem hafa áhyggjur af þessu. En ég hef líka orðið var við það að það eru íbúar sem telja mikilvægt að þetta mál fái umfjöllun og skoðun. Þannig að ég get ekki sagt að það sé einhliða skoðun íbúa að þetta eigi ekki að verða. En hugsunin með kynningarfundinum er að gefa öllum færi á að fá allar upplýsingar á borðið áður en að skipulagsferlið hefst.“ Kynningarfundurinn fer fram 2.maí næstkomandi og samhliða verður kynnt tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir reitinn.
Skipulag Tengdar fréttir Landfylling á Akranesi leggst ekki vel í íbúa Breytingarnar felast í fyrirhugaðri stækkun landfyllingar til norðurs til að rýma fyrir stækkun athafnahúsnæðis sem þar er á svæðinu. 25. apríl 2018 21:52 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
Landfylling á Akranesi leggst ekki vel í íbúa Breytingarnar felast í fyrirhugaðri stækkun landfyllingar til norðurs til að rýma fyrir stækkun athafnahúsnæðis sem þar er á svæðinu. 25. apríl 2018 21:52