Macron við Bandaríkjaþing: „Það er engin reikistjarna B til“ Kjartan Kjartansson skrifar 25. apríl 2018 16:50 Bandarískir þingmenn fögnuðu Macron þó að boðskapur hans virtist ekki fara vel í þá alla. Vísir/AFP Emmanuel Macron, forseti Frakklands, deildi óbeint á mörg stefnumál Donalds Trump Bandaríkjaforseta í ávarpi sínu til beggja deilda Bandaríkjaþings í dag. Sagðist Macron fullviss um að Bandaríkin tækju aftur þátt í Parísarsamkomulaginu í loftslagsmálum því ekki væri til nein „reikistjarna B“. Ríkisstjórn Trump hefur lagt mikla áherslu á afregluvæðingu í umhverfismálum og Trump tilkynnti að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu í fyrra. Úrsögnin tekur hins vegar ekki gildi fyrr en árið 2020. Macron lagði áherslu á mikilvægi umhverfisverndar í ávarpi sínu í Bandaríkjaþingi í dag og sagðist treysta á að Bandaríkjamenn myndu aftur taka þátt í samkomulaginu. „Horfumst í augu við það: það er ekki til nein reikistjarna B,“ sagði franski forsetinn sem spurði hver tilgangur lífsins væri ef menn eyðilegðu jörðina og fórnuðu framtíð barnanna sinna.What is the meaning of our lives if we spend it destroying the future of our children ? pic.twitter.com/HbfxlPCXkn— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) April 25, 2018 Hafnaði þjóðernis- og einangrunarhyggju Loftslagsmálin voru ekki þau einu þar sem Macron boðaði stefnu sem gengur þvert á sýn Trump og ríkisstjórnar hans. Hvatti hann Bandaríkjamenn til að taka frekari þátt í alþjóðlegu samstarfi. Hafnaði hann þjóðernis- og einangrunarhyggju sem þótt hefur einkenna stjórn Trump. Um kjarnorkusamninginn við Íran sem Trump vill rifta sagði Macron að Frakkar ætluðu að halda sig við hann. „Við ættum að ekki að kasta honum fyrir róða ef við erum ekki með neitt efnismeira í hendi. Það er mín afstaða. Forsetinn ykkar og landið ykkar verða að axla eigin ábyrgð í þessu máli,“ sagði Macron. Ávarpið virðist hafa lagst misjafnlega í bandaríska þingmenn. Þannig sakaði einn þingmaður repúblikana Macron um að vera „sósíalista, hernaðarsinna, heimssinna og vísindahræðslusinna“ sem væri sýnishorn af dökkri framtíð Demókrataflokksins.French President is a socialist militarist globalist science-alarmist... the dark future of the American Democratic Party.— Thomas Massie (@RepThomasMassie) April 25, 2018 Loftslagsmál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, deildi óbeint á mörg stefnumál Donalds Trump Bandaríkjaforseta í ávarpi sínu til beggja deilda Bandaríkjaþings í dag. Sagðist Macron fullviss um að Bandaríkin tækju aftur þátt í Parísarsamkomulaginu í loftslagsmálum því ekki væri til nein „reikistjarna B“. Ríkisstjórn Trump hefur lagt mikla áherslu á afregluvæðingu í umhverfismálum og Trump tilkynnti að hann ætlaði að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu í fyrra. Úrsögnin tekur hins vegar ekki gildi fyrr en árið 2020. Macron lagði áherslu á mikilvægi umhverfisverndar í ávarpi sínu í Bandaríkjaþingi í dag og sagðist treysta á að Bandaríkjamenn myndu aftur taka þátt í samkomulaginu. „Horfumst í augu við það: það er ekki til nein reikistjarna B,“ sagði franski forsetinn sem spurði hver tilgangur lífsins væri ef menn eyðilegðu jörðina og fórnuðu framtíð barnanna sinna.What is the meaning of our lives if we spend it destroying the future of our children ? pic.twitter.com/HbfxlPCXkn— Emmanuel Macron (@EmmanuelMacron) April 25, 2018 Hafnaði þjóðernis- og einangrunarhyggju Loftslagsmálin voru ekki þau einu þar sem Macron boðaði stefnu sem gengur þvert á sýn Trump og ríkisstjórnar hans. Hvatti hann Bandaríkjamenn til að taka frekari þátt í alþjóðlegu samstarfi. Hafnaði hann þjóðernis- og einangrunarhyggju sem þótt hefur einkenna stjórn Trump. Um kjarnorkusamninginn við Íran sem Trump vill rifta sagði Macron að Frakkar ætluðu að halda sig við hann. „Við ættum að ekki að kasta honum fyrir róða ef við erum ekki með neitt efnismeira í hendi. Það er mín afstaða. Forsetinn ykkar og landið ykkar verða að axla eigin ábyrgð í þessu máli,“ sagði Macron. Ávarpið virðist hafa lagst misjafnlega í bandaríska þingmenn. Þannig sakaði einn þingmaður repúblikana Macron um að vera „sósíalista, hernaðarsinna, heimssinna og vísindahræðslusinna“ sem væri sýnishorn af dökkri framtíð Demókrataflokksins.French President is a socialist militarist globalist science-alarmist... the dark future of the American Democratic Party.— Thomas Massie (@RepThomasMassie) April 25, 2018
Loftslagsmál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Sjá meira