Stefnt að því að byggja 550 ný hjúkrunarrými á næstu fimm árum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. apríl 2018 13:30 Heilbrigðisráðherra kynnti í morgun stórsókn í uppbyggingu hjúkrunarrýma til ársins 2023 þar sem heildarfjöldi nýrra og endurbættra rýma á landsvísu verður 790. Mesta þörfin er á höfuðborgarsvæðinu en á sama fundi kynnti borgarstjóri sjö möguleg uppbyggingarsvæði fyrir slík rými. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem var haldinn var í Höfða í morgun. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir um stórátak að ræða í uppbygginu hjúkrunarrýma en alls verð 550 ný rými byggð og endurbætur gerðar á 240 rýmum. „En áætlunin sem við vorum með fyrir framan okkur gerir ráð fyrir 250 nýjum rýmum en nú erum við að bæta 300 við þannig að við erum komin með 550 rými á þessum tíma fjármálaáætlunarinnar og þar til viðbótar eru rými þar sem farið verður í endurbætur á eldri rýmum þannig að allt í allt erum við að tala um framvæmdir við 70 rými á þessum tíma.“ Hún segir markmiðið í fjármálaáætluninni að fólk þurfi ekki að bíða meira en 90 daga eftir hjúkrunarrými en biðtíminn er nú um 109 dagar. Aðspurð hvað þetta muni kosta segir Svandís að heildarpakkinn muni kosta 26 til 27 milljarða króna. Svandís segir að sveitarfélögin muni taka á sig um 15% af kostnaðinum eða rúmlega fjóra milljarða króna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti á fundinum sjö möguleg uppbyggingarsvæði fyrir hjúkrunarrými í Reykjavík. „Sumt er gott að hafa í stórum rekstareiningum, annað kannski í minni. Þess vegna höfum við lagt áherslu á að finna lóðir og uppbyggingarmöguleika fyrir allar gerðir og viljum nú botna það hratt og vel með ráðuneytinu hver forgangsröðunin er þeim megin og setja sem mest af stað sem hraðast,“ segir Dagur. Fundurinn var upphaf að þriggja daga nýsköpunarvinnustofu þar sem rætt verður um áskoranir í öldrunarþjónustu. Landspítalinn í samvinnu við heilbrigðisráðherra og borgarstjóra standa að fundinum en til samráðs eru fulltrúar Landssambands eldri borgara, Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Alzheimersamtökin. Niðurstöður hans verða kynntar á föstudaginn. Heilbrigðismál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Heilbrigðisráðherra kynnti í morgun stórsókn í uppbyggingu hjúkrunarrýma til ársins 2023 þar sem heildarfjöldi nýrra og endurbættra rýma á landsvísu verður 790. Mesta þörfin er á höfuðborgarsvæðinu en á sama fundi kynnti borgarstjóri sjö möguleg uppbyggingarsvæði fyrir slík rými. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem var haldinn var í Höfða í morgun. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir um stórátak að ræða í uppbygginu hjúkrunarrýma en alls verð 550 ný rými byggð og endurbætur gerðar á 240 rýmum. „En áætlunin sem við vorum með fyrir framan okkur gerir ráð fyrir 250 nýjum rýmum en nú erum við að bæta 300 við þannig að við erum komin með 550 rými á þessum tíma fjármálaáætlunarinnar og þar til viðbótar eru rými þar sem farið verður í endurbætur á eldri rýmum þannig að allt í allt erum við að tala um framvæmdir við 70 rými á þessum tíma.“ Hún segir markmiðið í fjármálaáætluninni að fólk þurfi ekki að bíða meira en 90 daga eftir hjúkrunarrými en biðtíminn er nú um 109 dagar. Aðspurð hvað þetta muni kosta segir Svandís að heildarpakkinn muni kosta 26 til 27 milljarða króna. Svandís segir að sveitarfélögin muni taka á sig um 15% af kostnaðinum eða rúmlega fjóra milljarða króna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kynnti á fundinum sjö möguleg uppbyggingarsvæði fyrir hjúkrunarrými í Reykjavík. „Sumt er gott að hafa í stórum rekstareiningum, annað kannski í minni. Þess vegna höfum við lagt áherslu á að finna lóðir og uppbyggingarmöguleika fyrir allar gerðir og viljum nú botna það hratt og vel með ráðuneytinu hver forgangsröðunin er þeim megin og setja sem mest af stað sem hraðast,“ segir Dagur. Fundurinn var upphaf að þriggja daga nýsköpunarvinnustofu þar sem rætt verður um áskoranir í öldrunarþjónustu. Landspítalinn í samvinnu við heilbrigðisráðherra og borgarstjóra standa að fundinum en til samráðs eru fulltrúar Landssambands eldri borgara, Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu og Alzheimersamtökin. Niðurstöður hans verða kynntar á föstudaginn.
Heilbrigðismál Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Útsending komin í lag Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira