Kvíðinn og bjargirnar í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 23. apríl 2018 15:42 Ég rakst á grein um daginn þar sem spjótum var beint að kvíða barna og ungmenna. Í greininni er áréttað mikilvægi þess að leik- og grunnskólar hlúi vel að börnum og ungmennum og ekki síður að sveitarfélög tryggi íbúum sínum leikskóladvöl frá 12 mánaða aldri til að styða við lífsgæði ungra foreldra. Þessu er ég hjartanlega sammála. Leikskóladvöl er ekki síður mikið jafnréttistæki og tryggir jafna þátttöku foreldranna á vinnumarkaði. En það var annað sem ég hjó sérstaklega eftir og vakti furðu mína í þessari grein bæjarstjóraefnis Sjálfstæðisflokksins. Þar er eitt ráðið til að fást við kvíða og depurð sagt vera tenging við náttúruna. Vissulega er umhverfi Garðabæjar ríkt af náttúrufegurð og paradís líkast. Í slíkt umhverfi má sækja andlega vellíðan og innri ró. Því miður dugar slíkt þó ekki til þegar vandinn er sjúklegur kvíði og depurð. Náttúrufegurð fær ekki læknað slíkt, heldur þarf fagþekkingu til. Við sem stöndum að Garðabæjarlistanum viljum tryggja að fagmennskan ráði viðbrögðum við kvíða barna og ungmenna. Velferðarþjónustan, sem íbúar eiga rétt á, skiptir nefnilega gríðarlega miklu máli. Því fyrr sem gripið er inn í því betur reynist slík þjónusta. Mikilvægust er hún fyrir leik- og grunnskóla þar sem vandinn uppgötvast oftast. Þar verður að leggja áherslu á stuðning, sértæk úrræði, meðferð og almenna aðkomu fagfólks. Við viljum sjá Garðabæ vaxa sem þjónustumiðað sveitarfélag, sem tryggir öllum aðgang og vel ígrundaða þjónustu. Ekki síst í svo alvarlegum málum sem kvíða og depurð, hvort heldur er hjá börnum og ungmennum eða foreldrum þeirra. Náttúruna skulum svo sannarlega nýta til útivistar og vellíðunar, á þeim fallegu útivistarsvæðum sem umlykja Garðabæ. Þau svæði geta nýst bæjarbúum enn betur þegar við förum að vinna sem heilsueflandi samfélag fyrir alla íbúa. Fagmennskuna upp á borð og tökum betur utan um íbúa í Garðabæ, verum öðrum sveitarfélögum til eftirbreytni. Það vil ég og við sem stöndum að Garðabæjarlistanum. Við viljum breyta til betri vegar þannig að við getum sagt hátt og skýrt, stolt og keik: Garðabær er fyrir alla.Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Sara Dögg Svanhildardóttir Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég rakst á grein um daginn þar sem spjótum var beint að kvíða barna og ungmenna. Í greininni er áréttað mikilvægi þess að leik- og grunnskólar hlúi vel að börnum og ungmennum og ekki síður að sveitarfélög tryggi íbúum sínum leikskóladvöl frá 12 mánaða aldri til að styða við lífsgæði ungra foreldra. Þessu er ég hjartanlega sammála. Leikskóladvöl er ekki síður mikið jafnréttistæki og tryggir jafna þátttöku foreldranna á vinnumarkaði. En það var annað sem ég hjó sérstaklega eftir og vakti furðu mína í þessari grein bæjarstjóraefnis Sjálfstæðisflokksins. Þar er eitt ráðið til að fást við kvíða og depurð sagt vera tenging við náttúruna. Vissulega er umhverfi Garðabæjar ríkt af náttúrufegurð og paradís líkast. Í slíkt umhverfi má sækja andlega vellíðan og innri ró. Því miður dugar slíkt þó ekki til þegar vandinn er sjúklegur kvíði og depurð. Náttúrufegurð fær ekki læknað slíkt, heldur þarf fagþekkingu til. Við sem stöndum að Garðabæjarlistanum viljum tryggja að fagmennskan ráði viðbrögðum við kvíða barna og ungmenna. Velferðarþjónustan, sem íbúar eiga rétt á, skiptir nefnilega gríðarlega miklu máli. Því fyrr sem gripið er inn í því betur reynist slík þjónusta. Mikilvægust er hún fyrir leik- og grunnskóla þar sem vandinn uppgötvast oftast. Þar verður að leggja áherslu á stuðning, sértæk úrræði, meðferð og almenna aðkomu fagfólks. Við viljum sjá Garðabæ vaxa sem þjónustumiðað sveitarfélag, sem tryggir öllum aðgang og vel ígrundaða þjónustu. Ekki síst í svo alvarlegum málum sem kvíða og depurð, hvort heldur er hjá börnum og ungmennum eða foreldrum þeirra. Náttúruna skulum svo sannarlega nýta til útivistar og vellíðunar, á þeim fallegu útivistarsvæðum sem umlykja Garðabæ. Þau svæði geta nýst bæjarbúum enn betur þegar við förum að vinna sem heilsueflandi samfélag fyrir alla íbúa. Fagmennskuna upp á borð og tökum betur utan um íbúa í Garðabæ, verum öðrum sveitarfélögum til eftirbreytni. Það vil ég og við sem stöndum að Garðabæjarlistanum. Við viljum breyta til betri vegar þannig að við getum sagt hátt og skýrt, stolt og keik: Garðabær er fyrir alla.Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun