Í gær náði lið Napoli að vinna sögulegan 0-1 sigur á Juventus í Tórínó. Napoli er nú aðeins einu stigi á eftir meisturum Juve þegar fjórar umferðir eru eftir.
Napoli var aðeins þriðja liðið sem nær því að leggja Juve á heimavelli í fimm ár.
Napoli hefur ekki unnið ítalska meistaratitilinn síðan 1990 er Diego Maradona fór fyrir liðinu.
Abbiamo un sogno nel Grazie @kkoulibaly26 !!!#ForzaNapoliSempre
A post shared by Diego Maradona Oficial (@maradona) on Apr 22, 2018 at 3:17pm PDT
Maradona fylgist vel með sínum mönnum og fagnaði með treyju Koulibaly sem tryggði Napoli sigurinn mikilvæga í gær.
Er liðið lenti um miðja nótt voru um tuttugu þúsund manns á flugvellinum. Allir mættir til þess að fagna hetjunum sínum sem þó eru enn í öðru sæti.
Það var kveikt á blysum og í raun var þessum sigri fagnað alla nóttina út um alla borg. Hvernig verður þetta eiginlega ef Napoli tekst að vinna titilinn?
