Hetjan í Milwaukee fékk ekki borð eftir að hafa tryggt Bucks sigur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. apríl 2018 23:00 Giannis er stjarnan í Milwaukee og það á að rúlla út rauða dreglinum er hann mætir. vísir/getty Veitingastaðurinn BelAir Cantina gaf frá sér opinbera afsökunarbeiðni í gær þar sem veitingastaðurinn var ansi mikið á milli tannanna á fólki. Stórstjarna NBA-liðs borgarinnar, Giannis Antetokounmpo, hafði þá mætt á veitingastaðinn en fékk enga þjónustu. Eftir að hafa staðið kurteislega í von um þjónustu labbaði hann út. Veitingastaðurinn baðst innilega afsökunar á þessu. Sagði að sigurkarfa Antetokounmpo fyrir Bucks um kvöldið hefði gert það að verkum að staðurinn fylltist af glöðu fólki. Því miður hefðu þeir ekki getað útvegað honum borð strax eins og eðlilegt hefði verið enda hetja borgarinnar.At @BelAirCantina on water street and just watched @Giannis_An34 wait for a table for 10 minutes and no one helped him so he left... Dude just won Milwaukee a playoff game! Get him some service pic.twitter.com/hcjsJfThiA — Morgan (@MoSokanhe) April 22, 2018 Drengurinn sem tísti þessari mynd af gríska fríkinu hér að ofan tísti svo aftur þar sem hann hrósaði stjörnunni fyrir að vera laus við alla stjörnustæla. Hann hefði ekki beðið um neitt og látið sig hverfa hljóðlega eftir tíu mínútna bið. Stjarnan tók þetta mál ekki nærri sér og kærastan hans tísti fyrir hans hönd eins og sjá má hér að neðan.Its all good, much love for you guys also thanks to all of the concerned fans I appreciate your support @BelAirCantinapic.twitter.com/gBKSV3CTGJ — Mariah Danae (@mariahdanae15) April 23, 2018 Fyrir þá sem hafa áhyggjur af því að Giannis hafi ekki fengið neitt að borða geta andað rólega. Hann endaði á pítsastað nálægt þeim sem hann ætlaði upprunalega að fara á. Eigendurnir þar voru yfir sig hressir með að fá hann í heimsókn. Thanks Giannis for stopping in after a huge win today!!! #bucksin6 #fearthedeer #greekfreak A post shared by DiModaPizza (@dimodapizza) on Apr 22, 2018 at 4:10pm PDT NBA Mest lesið Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira
Veitingastaðurinn BelAir Cantina gaf frá sér opinbera afsökunarbeiðni í gær þar sem veitingastaðurinn var ansi mikið á milli tannanna á fólki. Stórstjarna NBA-liðs borgarinnar, Giannis Antetokounmpo, hafði þá mætt á veitingastaðinn en fékk enga þjónustu. Eftir að hafa staðið kurteislega í von um þjónustu labbaði hann út. Veitingastaðurinn baðst innilega afsökunar á þessu. Sagði að sigurkarfa Antetokounmpo fyrir Bucks um kvöldið hefði gert það að verkum að staðurinn fylltist af glöðu fólki. Því miður hefðu þeir ekki getað útvegað honum borð strax eins og eðlilegt hefði verið enda hetja borgarinnar.At @BelAirCantina on water street and just watched @Giannis_An34 wait for a table for 10 minutes and no one helped him so he left... Dude just won Milwaukee a playoff game! Get him some service pic.twitter.com/hcjsJfThiA — Morgan (@MoSokanhe) April 22, 2018 Drengurinn sem tísti þessari mynd af gríska fríkinu hér að ofan tísti svo aftur þar sem hann hrósaði stjörnunni fyrir að vera laus við alla stjörnustæla. Hann hefði ekki beðið um neitt og látið sig hverfa hljóðlega eftir tíu mínútna bið. Stjarnan tók þetta mál ekki nærri sér og kærastan hans tísti fyrir hans hönd eins og sjá má hér að neðan.Its all good, much love for you guys also thanks to all of the concerned fans I appreciate your support @BelAirCantinapic.twitter.com/gBKSV3CTGJ — Mariah Danae (@mariahdanae15) April 23, 2018 Fyrir þá sem hafa áhyggjur af því að Giannis hafi ekki fengið neitt að borða geta andað rólega. Hann endaði á pítsastað nálægt þeim sem hann ætlaði upprunalega að fara á. Eigendurnir þar voru yfir sig hressir með að fá hann í heimsókn. Thanks Giannis for stopping in after a huge win today!!! #bucksin6 #fearthedeer #greekfreak A post shared by DiModaPizza (@dimodapizza) on Apr 22, 2018 at 4:10pm PDT
NBA Mest lesið Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Körfubolti Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Enski boltinn Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Evrópu og hafnabolti Sport Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Enski boltinn Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Sjá meira