Sigurmark á loka mínútunum galopnaði ítölsku toppbaráttuna

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leikmenn Napólí fagna
Leikmenn Napólí fagna Vísir/Getty
Napólí galopnaði titilbaráttuna í ítölsku Seria A deildinni með sigri á Juventus í toppslag deildarinnar í kvöld.

Eftir markalausar 89 mínútur skoraði Kalidou Koulibaly eina mark leiksins á 90. mínútu. Markið kom eftir hornspyrnu Jose Callejon sem Koulibaly skallar af krafti framhjá Gianluigi Buffon í marki Juventus.

Með sigrinum minnkaði Napólí forystu Juventus á toppnum niður í eitt stig þegar fjórir leikir eru eftir í deildinni og þar af á Juventus eftir að mæta bæði AC og Inter Milan.

Tapið var það fyrsta hjá Juventus í deildarkeppninn síðan í nóvember og liðið hefur orðið ítalskur meistari síðustu sex ár, en þeir þurfa að hafa fyrir þeim sjöunda.

Á Spáni gerði Atletico Madrid 0-0 jafntefli við Real Betis og færði Barcelona skrefinu nær Spánarmeistaratitlinum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira