Erin Popovich, eiginkona Gregg Popovich, þjálfara San Antonio Spurs, lést á miðvikudag eftir erfiða baráttu við veikindi. Hún var 67 ára gömul.
Gregg og Erin höfðu verið gift í 40 ár. Þau eiga tvö börn saman og tvö barnabörn.
Forráðamenn Spurs báðu fjölmiðla um virða einkalíf fjölskyldunnar og þeir hafa að mestu orðið við því.
„Ég er mikill aðdáandi Pop. Ég elska Pop. Þetta er ömurlegur harmleikur. Ég sendi Pop og fjölskyldu mínar bestu kveðjur á þessum erfiðu tímum,“ sagði LeBron James, leikmaður Cleveland, eftir annan leik Cleveland og Indiana.
Margir aðrir hafa stigið fram og vottað Pop samúð sína.
Eiginkona Popovich látin
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið


Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti
Íslenski boltinn

Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“
Íslenski boltinn






