Það fór um marga stuðningsmenn Golden State Warriors síðustu nótt er Kevin Durant snéri sig á ökkla og haltraði af velli.
„Ég er í góðu lagi. Þetta er ekki neitt. Þetta var ekki fullur snúningar á ökklanum og ég verð í lagi,“ sagði Durant eftir leikinn.
Durant var búinn að fara á kostum í leiknum áður en hann meiddist. Shaun Livingston snéri sig einnig á ökkla í leiknum en slapp vel eins og Durant.
Warriors er þegar án Steph Curry og hefði það verið afar slæmt fyrir liðið að missa Durant einnig í meiðsli.
Warriors er annars yfir, 3-0, í rimmunni gegn San Antonio í úrslitakeppni NBA-deildarinnar og getur sópað Spurs í frí í næsta leik.
Betur fór en á horfðist hjá Durant

Tengdar fréttir

Meistararnir einum sigri frá því að sópa Spurs í sumarfrí | Myndband
Philadelpha 76ers komst yfir í einvíginu gegn Miami Heat með góðum útisigri í nótt.