Yfirlýsing frá Sindra: „Ég kem fljótlega“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. apríl 2018 07:30 Þessi mynd er úr öryggismyndavélum frá Keflavíkurflugvelli, þar sem Sindri sést fara um borð í vél Icelandair. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var um borð í sömu vél. Lögreglan á Suðurnesjum Sindri Þór Stefánsson, fanginn sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, fullyrðir að sér hafi verið haldið í fangelsi án dóms og laga og segist ætla að sanna það. Sindri hefur sent Fréttablaðinu yfirlýsingu þar sem hann útskýrir sína hlið málsins og segist ætla að koma heim fljótlega. Sindri vísar til þess að gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum hafi ekki verið í gildi þegar hann lagði á flótta frá Sogni. Hann var leiddur fyrir dómara síðastliðinn mánudag, daginn sem úrskurðurinn féll úr gildi, en dómari tók sér sólarhrings frest til að ákveða sig. Sindri segist í kjölfarið hafa verið upplýstur um að í raun væri hann frjáls ferða sinna, en að hann yrði handtekinn ef hann yfirgæfi fangelsið án skýringa. „[…]en undir þeirri hótun að lögreglan myndi handtaka mig ef ég yfirgæfi fangelsið án skýringa. Ég var neyddur til að undirrita pappír sem á stóð að ég væri frjáls ferða minna en ef ég færi mundi ég gista í fangaklefa þar til framlenging á gæsluvarðhaldi væri samþykkt,“ segir Sindri, sem sætir haldi vegna gruns um aðild að þjófnaði á um 600 tölvum úr þremur gagnaverum í Reykjanesbæ. „Ég mundi aldrei reyna að flýja fangelsi ef ég væri löglega sviptur frelsi mínu af ákvörðun dómara, það er staðreynd,“ bætir hann við.Sjá einnig: Tveir hafa stöðu sakbornings í tengslum við flótta Sindra Þá segist hann hafa verið í gæsluvarðhaldi, í tvo og hálfan mánuð, að ósekju og án sönnunargagna. Hann ætlar að kæra málið til Mannréttindadómstóls Evrópu. „Mér hefur ekki verið birt eitt einasta sönnunargagn og mér var ógnað og hótað lengri einangrun meðan einangrun átti sér stað. Mér var margoft sagt að ég fengi að ganga út ef ég myndi staðsetja svokallað þýfi sem ég er grunaður um að hafa stolið. Ég var látinn dúsa í einangrun, sem refsing, því þeir fundu ekki þetta þýfi. Án sönnunar.“ Sindri tekur fram að hann harmi það að hafa valdið ástvinum sínum hugarangri og viðurkennir að það hafi verið röng ákvörðun að flýja. Hvað sem því líður þurfi hann og muni takast á við þá stöðu sem hann sé í. „Unnið er að því að semja við lögregluna á Íslandi um að ég fái að koma heim án þess að vera handtekinn erlendis. Einnig að þetta skjal fái að koma upp á yfirborðið sem sýnir og styður það sem ég segi um að ég hafi verið frjáls ferða minna. Ég get verið á flótta eins lengi og ég vil, ég er kominn í samband við hóp fólks sem gefur mér þak yfir höfuðið, farartæki, þess vegna fölsuð skilríki ef ég vil og peninga til að lifa. Það væri ekkert mál ef ég myndi vilja það, en ég vil heldur og ætla að takast á við þetta heima á Íslandi svo ég kem fljótlega.“ Ítarlega umfjöllun og yfirlýsinguna í heild er að finna á vef Fréttablaðsins, frettabladid.is. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Pantaði flugmiða fyrir flóttann og kom með leigubíl til flugstöðvarinnar Sindri kom að flugstöðinni með leigubíl, gráum skutbíl frá framleiðandanum Skoda. Lögreglu hefur ekki tekist að ná tali af bílstjóranum og er aðkoma hans að málinu því ekki þekkt sem stendur. 18. apríl 2018 21:52 Færri strjúka úr fangelsum hér en á hinum Norðurlöndunum Sjö hafa strokið úr íslenskum fangelsum á undanförnum áratug. Ekki er munur á tíðni stroks úr opnum eða lokuðum fangelsum. Strok úr opnum fangelsum er algengara á Norðurlöndunum. Opin fangelsi sögð skipta miklu fyrir betrun fanga. 19. apríl 2018 07:00 Sindri gæti hafa farið víða Við höfum ekkert staðfest um það hvar hann sé,“ segir lögreglan. 19. apríl 2018 12:15 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Sjá meira
Sindri Þór Stefánsson, fanginn sem strauk úr fangelsinu að Sogni og flúði land aðfaranótt þriðjudags, fullyrðir að sér hafi verið haldið í fangelsi án dóms og laga og segist ætla að sanna það. Sindri hefur sent Fréttablaðinu yfirlýsingu þar sem hann útskýrir sína hlið málsins og segist ætla að koma heim fljótlega. Sindri vísar til þess að gæsluvarðhaldsúrskurður yfir honum hafi ekki verið í gildi þegar hann lagði á flótta frá Sogni. Hann var leiddur fyrir dómara síðastliðinn mánudag, daginn sem úrskurðurinn féll úr gildi, en dómari tók sér sólarhrings frest til að ákveða sig. Sindri segist í kjölfarið hafa verið upplýstur um að í raun væri hann frjáls ferða sinna, en að hann yrði handtekinn ef hann yfirgæfi fangelsið án skýringa. „[…]en undir þeirri hótun að lögreglan myndi handtaka mig ef ég yfirgæfi fangelsið án skýringa. Ég var neyddur til að undirrita pappír sem á stóð að ég væri frjáls ferða minna en ef ég færi mundi ég gista í fangaklefa þar til framlenging á gæsluvarðhaldi væri samþykkt,“ segir Sindri, sem sætir haldi vegna gruns um aðild að þjófnaði á um 600 tölvum úr þremur gagnaverum í Reykjanesbæ. „Ég mundi aldrei reyna að flýja fangelsi ef ég væri löglega sviptur frelsi mínu af ákvörðun dómara, það er staðreynd,“ bætir hann við.Sjá einnig: Tveir hafa stöðu sakbornings í tengslum við flótta Sindra Þá segist hann hafa verið í gæsluvarðhaldi, í tvo og hálfan mánuð, að ósekju og án sönnunargagna. Hann ætlar að kæra málið til Mannréttindadómstóls Evrópu. „Mér hefur ekki verið birt eitt einasta sönnunargagn og mér var ógnað og hótað lengri einangrun meðan einangrun átti sér stað. Mér var margoft sagt að ég fengi að ganga út ef ég myndi staðsetja svokallað þýfi sem ég er grunaður um að hafa stolið. Ég var látinn dúsa í einangrun, sem refsing, því þeir fundu ekki þetta þýfi. Án sönnunar.“ Sindri tekur fram að hann harmi það að hafa valdið ástvinum sínum hugarangri og viðurkennir að það hafi verið röng ákvörðun að flýja. Hvað sem því líður þurfi hann og muni takast á við þá stöðu sem hann sé í. „Unnið er að því að semja við lögregluna á Íslandi um að ég fái að koma heim án þess að vera handtekinn erlendis. Einnig að þetta skjal fái að koma upp á yfirborðið sem sýnir og styður það sem ég segi um að ég hafi verið frjáls ferða minna. Ég get verið á flótta eins lengi og ég vil, ég er kominn í samband við hóp fólks sem gefur mér þak yfir höfuðið, farartæki, þess vegna fölsuð skilríki ef ég vil og peninga til að lifa. Það væri ekkert mál ef ég myndi vilja það, en ég vil heldur og ætla að takast á við þetta heima á Íslandi svo ég kem fljótlega.“ Ítarlega umfjöllun og yfirlýsinguna í heild er að finna á vef Fréttablaðsins, frettabladid.is.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Pantaði flugmiða fyrir flóttann og kom með leigubíl til flugstöðvarinnar Sindri kom að flugstöðinni með leigubíl, gráum skutbíl frá framleiðandanum Skoda. Lögreglu hefur ekki tekist að ná tali af bílstjóranum og er aðkoma hans að málinu því ekki þekkt sem stendur. 18. apríl 2018 21:52 Færri strjúka úr fangelsum hér en á hinum Norðurlöndunum Sjö hafa strokið úr íslenskum fangelsum á undanförnum áratug. Ekki er munur á tíðni stroks úr opnum eða lokuðum fangelsum. Strok úr opnum fangelsum er algengara á Norðurlöndunum. Opin fangelsi sögð skipta miklu fyrir betrun fanga. 19. apríl 2018 07:00 Sindri gæti hafa farið víða Við höfum ekkert staðfest um það hvar hann sé,“ segir lögreglan. 19. apríl 2018 12:15 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Sjá meira
Pantaði flugmiða fyrir flóttann og kom með leigubíl til flugstöðvarinnar Sindri kom að flugstöðinni með leigubíl, gráum skutbíl frá framleiðandanum Skoda. Lögreglu hefur ekki tekist að ná tali af bílstjóranum og er aðkoma hans að málinu því ekki þekkt sem stendur. 18. apríl 2018 21:52
Færri strjúka úr fangelsum hér en á hinum Norðurlöndunum Sjö hafa strokið úr íslenskum fangelsum á undanförnum áratug. Ekki er munur á tíðni stroks úr opnum eða lokuðum fangelsum. Strok úr opnum fangelsum er algengara á Norðurlöndunum. Opin fangelsi sögð skipta miklu fyrir betrun fanga. 19. apríl 2018 07:00
Sindri gæti hafa farið víða Við höfum ekkert staðfest um það hvar hann sé,“ segir lögreglan. 19. apríl 2018 12:15