Þróa leiðir til gjaldtöku og geta fylgst með átroðningi um leið Grétar Þór Sigurðsson skrifar 20. apríl 2018 06:45 Til stendur að setja upp búnað fyrirtækisins við Jökulsárlón til að greina fjölda gesta Vísir/Jói K. Íslenskt fyrirtæki hefur unnið að lausnum til að auðvelda gjaldtöku á ferðamannastöðum. Ægir Finnsson, tæknistjóri fyrirtækisins, Computer Vision, segir að með kerfi fyrirtækisins sem kallast Smart Access megi fylgjast með álagi á ferðamannastöðum og jafnvel stýra aðgengi. Hann segir fyrirtækið vilja skoða slíka aðgangsstýringu þegar búið er að setja kerfið upp á fleiri stöðum. „Ferðaþjónustuaðilar geta annað hvort sniðið gjaldskrá eftir álagstímum eða sett upp kvóta inn á svæðið.“ Fyrirtækið hefur unnið með Vatnajökulsþjóðgarði að uppsetningu Smart Access kerfisins og er það í notkun í Skaftafelli og stefnt er að greiningu við Jökulsárlón. Ægir segir að lausnir á átroðningi á ferðamannastöðum eðlilega vera mikið í umræðunni. Hann tekur Reykjadal og lokun göngusvæðisins þar sem nýlegt dæmi.„Það er búið að loka vegna þess að ásóknin er svo mikil á þeim tímum þegar svæðið er viðkvæmt. Ef fylgst hefði verið með ásókninni aftur í tímann hefði auðveldlega mátt stýra umferðinni.“ Ægir segir kerfið vera einfalt í notkun. Þegar ökumaður ekur inn á svæðið er hann upplýstur að um gjaldsvæði sé að ræða. Myndavél greinir bílnúmer ökutækisins og skráir hjá sér hvenær bifreið er ekið inn á svæðið og af því. Ökumaður getur greitt í gegnum smáforrit, í greiðsluvél á staðnum eða á vefnum. Kerfið ber loks saman greiðslur í kerfinu og viðveru ökutækja. Fari ökumaður án þess að borga er eiganda bílsins send krafa í heimabanka. Kerfið nýtir sér svo upplýsingar frá ökutækjaskrá til þess að greina aðsóknina. „Þar getum við séð stærð bíla og farþegafjölda. Með því að greina það yfir daginn, alla vikuna, allt árið getum við séð hvað eru margir inni á svæðinu í einu,“ útskýrir Ægir. Með því móti má greina hvenær mest ásókn er á svæðið og breyta gjaldinu í takt við það. „Svo er hægt að tengja þetta við veðurspá og þá geta staðahaldarar áætlað út frá veðri hversu margir mæta og hagað gjaldskrá út frá því.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Tengdar fréttir Spá verulegri fjölgun skemmtiferðaskipa til landsins Faxaflóahafnir gera ráð fyrir 167 komum skemmtiferðaskipa til landsins í ár, þar af 14 á Akranesi. 16. apríl 2018 06:00 Nýjar leiðir við að skjóta undan skatti Ferðaþjónustan notar erlendar bókunarsíður og erlenda posa til að komast hjá tekjuskráningu. Eftirlit Ríkisskattstjóra oft erfiðleikum bundið. Málum hefur verið vísað til Skattrannsóknarstjóra. 19. apríl 2018 06:00 Dvínandi Íslandsáhugi á Google gæti skilað sér í færri ferðamönnum Í greiningu íslenska vefmarkaðsfyrirtækisins The Engine var kannað hvort gögn frá leitarvélum gætu verið sannspá um ferðamannastraum til Íslands. Áhugi á tilteknu fyrirbæri er gjarnan mældur með því hversu oft það er slegið inn í leitarvélar á netinu. 16. apríl 2018 10:28 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fleiri fréttir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Sjá meira
Íslenskt fyrirtæki hefur unnið að lausnum til að auðvelda gjaldtöku á ferðamannastöðum. Ægir Finnsson, tæknistjóri fyrirtækisins, Computer Vision, segir að með kerfi fyrirtækisins sem kallast Smart Access megi fylgjast með álagi á ferðamannastöðum og jafnvel stýra aðgengi. Hann segir fyrirtækið vilja skoða slíka aðgangsstýringu þegar búið er að setja kerfið upp á fleiri stöðum. „Ferðaþjónustuaðilar geta annað hvort sniðið gjaldskrá eftir álagstímum eða sett upp kvóta inn á svæðið.“ Fyrirtækið hefur unnið með Vatnajökulsþjóðgarði að uppsetningu Smart Access kerfisins og er það í notkun í Skaftafelli og stefnt er að greiningu við Jökulsárlón. Ægir segir að lausnir á átroðningi á ferðamannastöðum eðlilega vera mikið í umræðunni. Hann tekur Reykjadal og lokun göngusvæðisins þar sem nýlegt dæmi.„Það er búið að loka vegna þess að ásóknin er svo mikil á þeim tímum þegar svæðið er viðkvæmt. Ef fylgst hefði verið með ásókninni aftur í tímann hefði auðveldlega mátt stýra umferðinni.“ Ægir segir kerfið vera einfalt í notkun. Þegar ökumaður ekur inn á svæðið er hann upplýstur að um gjaldsvæði sé að ræða. Myndavél greinir bílnúmer ökutækisins og skráir hjá sér hvenær bifreið er ekið inn á svæðið og af því. Ökumaður getur greitt í gegnum smáforrit, í greiðsluvél á staðnum eða á vefnum. Kerfið ber loks saman greiðslur í kerfinu og viðveru ökutækja. Fari ökumaður án þess að borga er eiganda bílsins send krafa í heimabanka. Kerfið nýtir sér svo upplýsingar frá ökutækjaskrá til þess að greina aðsóknina. „Þar getum við séð stærð bíla og farþegafjölda. Með því að greina það yfir daginn, alla vikuna, allt árið getum við séð hvað eru margir inni á svæðinu í einu,“ útskýrir Ægir. Með því móti má greina hvenær mest ásókn er á svæðið og breyta gjaldinu í takt við það. „Svo er hægt að tengja þetta við veðurspá og þá geta staðahaldarar áætlað út frá veðri hversu margir mæta og hagað gjaldskrá út frá því.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Tengdar fréttir Spá verulegri fjölgun skemmtiferðaskipa til landsins Faxaflóahafnir gera ráð fyrir 167 komum skemmtiferðaskipa til landsins í ár, þar af 14 á Akranesi. 16. apríl 2018 06:00 Nýjar leiðir við að skjóta undan skatti Ferðaþjónustan notar erlendar bókunarsíður og erlenda posa til að komast hjá tekjuskráningu. Eftirlit Ríkisskattstjóra oft erfiðleikum bundið. Málum hefur verið vísað til Skattrannsóknarstjóra. 19. apríl 2018 06:00 Dvínandi Íslandsáhugi á Google gæti skilað sér í færri ferðamönnum Í greiningu íslenska vefmarkaðsfyrirtækisins The Engine var kannað hvort gögn frá leitarvélum gætu verið sannspá um ferðamannastraum til Íslands. Áhugi á tilteknu fyrirbæri er gjarnan mældur með því hversu oft það er slegið inn í leitarvélar á netinu. 16. apríl 2018 10:28 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fleiri fréttir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Sjá meira
Spá verulegri fjölgun skemmtiferðaskipa til landsins Faxaflóahafnir gera ráð fyrir 167 komum skemmtiferðaskipa til landsins í ár, þar af 14 á Akranesi. 16. apríl 2018 06:00
Nýjar leiðir við að skjóta undan skatti Ferðaþjónustan notar erlendar bókunarsíður og erlenda posa til að komast hjá tekjuskráningu. Eftirlit Ríkisskattstjóra oft erfiðleikum bundið. Málum hefur verið vísað til Skattrannsóknarstjóra. 19. apríl 2018 06:00
Dvínandi Íslandsáhugi á Google gæti skilað sér í færri ferðamönnum Í greiningu íslenska vefmarkaðsfyrirtækisins The Engine var kannað hvort gögn frá leitarvélum gætu verið sannspá um ferðamannastraum til Íslands. Áhugi á tilteknu fyrirbæri er gjarnan mældur með því hversu oft það er slegið inn í leitarvélar á netinu. 16. apríl 2018 10:28