45 dagar í HM: Barnið í einu frægasta fagni sögunnar er orðið fullorðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. apríl 2018 10:00 Bebeto fagnar á frægan máta með liðsfélögum sínum. vísir/getty Mörkum í fótbolta þarf að fagna og það er gert á mismunandi máta. Sum fögn eru góð, önnur slæm en sum fagnaðarlæti eru svo eftirminnileg að þau eiga sér stað í sögubókunum. Eitt slíkt sást á HM 1994 í Bandaríkjunum. Brasilíski framherjinn Bebeto kom verðandi heimsmeisturunum í 2-0 á móti Hollandi í frábærum leik í átta liða úrslitum eftir að Romário hafði komið Brössum í 1-0. Lífið lék þarna við Bebeto sem hafði skotið Brasilíu áfram með eina markinu í 1-0 sigri á Bandaríkjamönnum í umferðinni á undan. Bebeto hljóp út að hliðarlínu og vaggaði ímynduðu barni. Þetta fagn varð um leið ein sögulegasta stund seinni tíma á HM enda hafði svona fagn ekki sést á svona stóru sviði áður. Félagar hans tóku undir og brasilíska gleðin heillaði heiminn enn eina ferðina. Hollendingar áttu eftir að jafna metin áður en Branco skaut Brössum í úrslitaleikinn þar sem að liðið vann svo Ítalíu í fyrstu vítaspyrnukeppni sögunnar í úrslitaleik HM. Vítaspyrna Roberto Baggio er svo annar moli fyrir annan dag. En, hvað varð um barnið sem Bebeto var að vísa til í fagninu?Fótboltamaður eins og pabbi Bebeto hafði eignast svo tveimur dögum fyrir leikinn á móti Hollandi. Brassarnir unnu Bandaríkjamennina í 16 liða úrslitum 4. júlí, sonurinn fæddist 7. júlí og tveimur dögum síðar var komið að leiknum á móti Hollandi. Það var margt í gangi hjá Bebeto þennan örlagaríka júlímánuð árið 1994. Drengurinn var skírður Mattheus Oliveira en er bara kallaður Mattheus eins og allir góðir Brassar. Þar á bæ er eitt nafn meira en nóg eins og hjá Madonnu. Það þurfti svo ekki að koma á óvart að hann fór að æfa fótbolta og stefndi að því að verða landsliðsmaður eins og faðir sinn. Því miður fyrir áhugamenn um skemmtilegar sögur er Mattheus ekki nálægt brasilíska landsliðinu og verður ekki á HM í Rússlandi í sumar. Vonin er þó ekki úti að barnið í fagninu mæti seinna meir á þetta stærsta svið fótboltans. Mattheus er samt sem áður ágætis fótboltamaður. Hann hóf ferilinn eins og faðir sinn með Flamengo en fór til Portúgal 2016 að spila með Estoril. Eftir eitt gott tímabil þar keypti portúgalska stórveldið Sporting Mattheus og lánaði hann svo til Vitoria Guimares. Vegna meiðsla spilaði hann ekkert á þessari leiktíð.O #SportingCP informa que chegou a acordo com o @estorilpraiasad para a transferência de Mattheus Oliveira. https://t.co/RMvyWAEtEP pic.twitter.com/rXvTSW7WGJ— Sporting Clube de Portugal (@Sporting_CP) May 15, 2017 Vanmetnasti Brassinn? Þegar talað er um Bebeto er meira rætt um fagnið heldur en fótboltahæfileika hans. Það getur verið erfitt að vera brasilískur framherji og njóta sannmælis þegar að þú ert borinn saman við Ronaldo, Romário, Ronaldinho og fleiri góða. Bebeto var samt enginn auli og langt frá því. Hann er líklega einn vanmetnasti leikmaður brasilíska landsliðsins frá upphafi. Hann var mikinn markahrókur og skoraði 86 mörk í 131 leik á Spáni fyrir Deportivo La Coruna áður en að hann fór á mikið flakk á sínum ferli. Hann skoraði einnig 39 mörk í 75 landsleikjum fyrir Brasilíu og fékk gull og silfur á þeim tveimur heimsmeistaramótum sem að hann keppti á. Hann vann Copa America árið 1989 og álfukeppnina 1997. Þá var hann kjörinn besti leikmaður Suður-Ameríku árið 1989. Fagnið lifir að eilífu sem og minningin um Bebeto og nú er bara að vona að Mattheus mæti til Katar eftir fjögur ár og skori til að leika fagn föður síns eftir. Eu,nossa querida amiga #Patriciapoeta e meu filhão @mattheus7 na gravação do especial da Copa do Mundo para o Jornal Nacional. Muito feliz em recordar todos aqueles momentos lindos da conquista do Tetra! A post shared by José Roberto Gama De Oliveira (@bebeto7) on Jun 5, 2014 at 5:42pm PDT HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30 47 dagar í HM: Lúðurinn sem eyðilagði heilt heimsmeistaramót 65 sentimetra langt plaströr gerði nánast út um HM í Suður-Afríku árið 2010. 28. apríl 2018 10:00 48 dagar í HM: Skoraði síðasta gullmark HM og sneri sér svo að listdansi á skautum Saga tyrkneska landsliðsmannsins fyrrverandi Ilhan Mansiz er afar áhugaverð. 27. apríl 2018 10:00 49 dagar í HM: Skoraði öll landsliðsmörkin á HM 1994 og er í hópi goðsagna Oleg Salenko er það eina jákvæða sem gestgjafar HM 2018 geta minnst í HM-sögunni. 26. apríl 2018 11:00 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Sjá meira
Mörkum í fótbolta þarf að fagna og það er gert á mismunandi máta. Sum fögn eru góð, önnur slæm en sum fagnaðarlæti eru svo eftirminnileg að þau eiga sér stað í sögubókunum. Eitt slíkt sást á HM 1994 í Bandaríkjunum. Brasilíski framherjinn Bebeto kom verðandi heimsmeisturunum í 2-0 á móti Hollandi í frábærum leik í átta liða úrslitum eftir að Romário hafði komið Brössum í 1-0. Lífið lék þarna við Bebeto sem hafði skotið Brasilíu áfram með eina markinu í 1-0 sigri á Bandaríkjamönnum í umferðinni á undan. Bebeto hljóp út að hliðarlínu og vaggaði ímynduðu barni. Þetta fagn varð um leið ein sögulegasta stund seinni tíma á HM enda hafði svona fagn ekki sést á svona stóru sviði áður. Félagar hans tóku undir og brasilíska gleðin heillaði heiminn enn eina ferðina. Hollendingar áttu eftir að jafna metin áður en Branco skaut Brössum í úrslitaleikinn þar sem að liðið vann svo Ítalíu í fyrstu vítaspyrnukeppni sögunnar í úrslitaleik HM. Vítaspyrna Roberto Baggio er svo annar moli fyrir annan dag. En, hvað varð um barnið sem Bebeto var að vísa til í fagninu?Fótboltamaður eins og pabbi Bebeto hafði eignast svo tveimur dögum fyrir leikinn á móti Hollandi. Brassarnir unnu Bandaríkjamennina í 16 liða úrslitum 4. júlí, sonurinn fæddist 7. júlí og tveimur dögum síðar var komið að leiknum á móti Hollandi. Það var margt í gangi hjá Bebeto þennan örlagaríka júlímánuð árið 1994. Drengurinn var skírður Mattheus Oliveira en er bara kallaður Mattheus eins og allir góðir Brassar. Þar á bæ er eitt nafn meira en nóg eins og hjá Madonnu. Það þurfti svo ekki að koma á óvart að hann fór að æfa fótbolta og stefndi að því að verða landsliðsmaður eins og faðir sinn. Því miður fyrir áhugamenn um skemmtilegar sögur er Mattheus ekki nálægt brasilíska landsliðinu og verður ekki á HM í Rússlandi í sumar. Vonin er þó ekki úti að barnið í fagninu mæti seinna meir á þetta stærsta svið fótboltans. Mattheus er samt sem áður ágætis fótboltamaður. Hann hóf ferilinn eins og faðir sinn með Flamengo en fór til Portúgal 2016 að spila með Estoril. Eftir eitt gott tímabil þar keypti portúgalska stórveldið Sporting Mattheus og lánaði hann svo til Vitoria Guimares. Vegna meiðsla spilaði hann ekkert á þessari leiktíð.O #SportingCP informa que chegou a acordo com o @estorilpraiasad para a transferência de Mattheus Oliveira. https://t.co/RMvyWAEtEP pic.twitter.com/rXvTSW7WGJ— Sporting Clube de Portugal (@Sporting_CP) May 15, 2017 Vanmetnasti Brassinn? Þegar talað er um Bebeto er meira rætt um fagnið heldur en fótboltahæfileika hans. Það getur verið erfitt að vera brasilískur framherji og njóta sannmælis þegar að þú ert borinn saman við Ronaldo, Romário, Ronaldinho og fleiri góða. Bebeto var samt enginn auli og langt frá því. Hann er líklega einn vanmetnasti leikmaður brasilíska landsliðsins frá upphafi. Hann var mikinn markahrókur og skoraði 86 mörk í 131 leik á Spáni fyrir Deportivo La Coruna áður en að hann fór á mikið flakk á sínum ferli. Hann skoraði einnig 39 mörk í 75 landsleikjum fyrir Brasilíu og fékk gull og silfur á þeim tveimur heimsmeistaramótum sem að hann keppti á. Hann vann Copa America árið 1989 og álfukeppnina 1997. Þá var hann kjörinn besti leikmaður Suður-Ameríku árið 1989. Fagnið lifir að eilífu sem og minningin um Bebeto og nú er bara að vona að Mattheus mæti til Katar eftir fjögur ár og skori til að leika fagn föður síns eftir. Eu,nossa querida amiga #Patriciapoeta e meu filhão @mattheus7 na gravação do especial da Copa do Mundo para o Jornal Nacional. Muito feliz em recordar todos aqueles momentos lindos da conquista do Tetra! A post shared by José Roberto Gama De Oliveira (@bebeto7) on Jun 5, 2014 at 5:42pm PDT
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30 47 dagar í HM: Lúðurinn sem eyðilagði heilt heimsmeistaramót 65 sentimetra langt plaströr gerði nánast út um HM í Suður-Afríku árið 2010. 28. apríl 2018 10:00 48 dagar í HM: Skoraði síðasta gullmark HM og sneri sér svo að listdansi á skautum Saga tyrkneska landsliðsmannsins fyrrverandi Ilhan Mansiz er afar áhugaverð. 27. apríl 2018 10:00 49 dagar í HM: Skoraði öll landsliðsmörkin á HM 1994 og er í hópi goðsagna Oleg Salenko er það eina jákvæða sem gestgjafar HM 2018 geta minnst í HM-sögunni. 26. apríl 2018 11:00 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Sjá meira
50 dagar í HM: Argentínumenn hafa áður fallið á prófinu í fyrsta leik Stórskrýtin rauð spjöld, skrautlegt mark og ein óvæntustu úrslitin í sögu HM. 25. apríl 2018 13:30
47 dagar í HM: Lúðurinn sem eyðilagði heilt heimsmeistaramót 65 sentimetra langt plaströr gerði nánast út um HM í Suður-Afríku árið 2010. 28. apríl 2018 10:00
48 dagar í HM: Skoraði síðasta gullmark HM og sneri sér svo að listdansi á skautum Saga tyrkneska landsliðsmannsins fyrrverandi Ilhan Mansiz er afar áhugaverð. 27. apríl 2018 10:00
49 dagar í HM: Skoraði öll landsliðsmörkin á HM 1994 og er í hópi goðsagna Oleg Salenko er það eina jákvæða sem gestgjafar HM 2018 geta minnst í HM-sögunni. 26. apríl 2018 11:00