Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2018 07:59 Jafnlaunavottun var ætlað að koma á jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og vinna gegn kynbundnum launamun. Vísir/Getty Jafnlaunavottun sem var lögfest á Íslandi árið 2016 var til umfjöllunar í áströlsku útgáfu fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna um helgina. Kanadískur sálfræðingur sem hefur notið hylli hægrimanna spáir því að vottunin falli um sjálfa sig innan fimmtán ára með miklum fjárhagslegum kostnaði. Rætt er við Þorstein Víglundsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra, um jafnlaunavottunina í fréttaskýringu þáttarins um kynbundinn launamun á milli karla og kvenna. Hann segir að alla Íslendinga hagnast á því að halda konum á vinnumarkaði. Meginröksemdin sem Þorsteinn segist hafa heyrt gegn jafnalaunavottun hafi verið að hún væri of kostnaðarsöm. Raunverulegi kostnaðurinn felist hins vegar ekki í því að framfylgja vottuninni heldur að hækka laun kvenna. „Mín rök voru þau að ef það er kostnaðurinn þá ættu konur ekki að standa straum af honum, fyrirtæki ættu að gera það,“ segir Þorsteinn.Þorsteinn Víglundsson var félagsmála- og jafnréttisráðherra þegar jafnlaunavottun var lögfest fyrir tveimur árum.Vísir/Vilhelm„Slæm hugmynd“ að stefna að jöfnum launum Í þættinum er einnig rætt við Jordan Peterson, kanadískan sálfræðing, sem hefur öðlast vinsældir á hægri væng stjórnmálanna vegna málflutnings hans um að náttúrulegar líffræðilegar ástæður komi í veg fyrir að fullt jafnrétti geti verið á milli karla og kvenna á vinnumarkaði. Hann fullyrðir í þættinum að það sé slæm hugmynd af stefna að jöfnu launum karla og kvenna. Peterson gefur lítið fyrir tilraun Íslands með jafnlaunavottun. Ekki sé hægt að fullyrða að munur sé á launum karla og kvenna vegna kynferðis þeirra. Þá spáir hann að jafnlaunavottunin muni bíða skipbrot á næstu áratugum. „Ég myndi segja að það taki líklega fimmtán ár og það mun leiða til gífurlegs efnahagslegs kostnaðar vegna þess að það er ekki hægt að leysa fjölþætt vandamál á þennan hátt. Það er tæknilega ómögulegt,“ fullyrðir Peterson sem getur þess þó ekki á hverju hann byggi þá spá sína. Peterson þessi er væntanlegur til Íslands. Hann mun halda tvo fyrirlestra í Hörpu í byrjun júní.Í myndbandinu hér fyrir neðan má heyra Peterson gera lítið úr tilraunum íslensks orkufyrirtækis til þess að jafna hlut kynjanna á vinnustaðnum. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira
Jafnlaunavottun sem var lögfest á Íslandi árið 2016 var til umfjöllunar í áströlsku útgáfu fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna um helgina. Kanadískur sálfræðingur sem hefur notið hylli hægrimanna spáir því að vottunin falli um sjálfa sig innan fimmtán ára með miklum fjárhagslegum kostnaði. Rætt er við Þorstein Víglundsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra, um jafnlaunavottunina í fréttaskýringu þáttarins um kynbundinn launamun á milli karla og kvenna. Hann segir að alla Íslendinga hagnast á því að halda konum á vinnumarkaði. Meginröksemdin sem Þorsteinn segist hafa heyrt gegn jafnalaunavottun hafi verið að hún væri of kostnaðarsöm. Raunverulegi kostnaðurinn felist hins vegar ekki í því að framfylgja vottuninni heldur að hækka laun kvenna. „Mín rök voru þau að ef það er kostnaðurinn þá ættu konur ekki að standa straum af honum, fyrirtæki ættu að gera það,“ segir Þorsteinn.Þorsteinn Víglundsson var félagsmála- og jafnréttisráðherra þegar jafnlaunavottun var lögfest fyrir tveimur árum.Vísir/Vilhelm„Slæm hugmynd“ að stefna að jöfnum launum Í þættinum er einnig rætt við Jordan Peterson, kanadískan sálfræðing, sem hefur öðlast vinsældir á hægri væng stjórnmálanna vegna málflutnings hans um að náttúrulegar líffræðilegar ástæður komi í veg fyrir að fullt jafnrétti geti verið á milli karla og kvenna á vinnumarkaði. Hann fullyrðir í þættinum að það sé slæm hugmynd af stefna að jöfnu launum karla og kvenna. Peterson gefur lítið fyrir tilraun Íslands með jafnlaunavottun. Ekki sé hægt að fullyrða að munur sé á launum karla og kvenna vegna kynferðis þeirra. Þá spáir hann að jafnlaunavottunin muni bíða skipbrot á næstu áratugum. „Ég myndi segja að það taki líklega fimmtán ár og það mun leiða til gífurlegs efnahagslegs kostnaðar vegna þess að það er ekki hægt að leysa fjölþætt vandamál á þennan hátt. Það er tæknilega ómögulegt,“ fullyrðir Peterson sem getur þess þó ekki á hverju hann byggi þá spá sína. Peterson þessi er væntanlegur til Íslands. Hann mun halda tvo fyrirlestra í Hörpu í byrjun júní.Í myndbandinu hér fyrir neðan má heyra Peterson gera lítið úr tilraunum íslensks orkufyrirtækis til þess að jafna hlut kynjanna á vinnustaðnum.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Boða til upplýsingafundar um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Sjá meira