Umdeildur sálfræðingur spáir hruni jafnlaunavottunar á Íslandi Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2018 07:59 Jafnlaunavottun var ætlað að koma á jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og vinna gegn kynbundnum launamun. Vísir/Getty Jafnlaunavottun sem var lögfest á Íslandi árið 2016 var til umfjöllunar í áströlsku útgáfu fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna um helgina. Kanadískur sálfræðingur sem hefur notið hylli hægrimanna spáir því að vottunin falli um sjálfa sig innan fimmtán ára með miklum fjárhagslegum kostnaði. Rætt er við Þorstein Víglundsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra, um jafnlaunavottunina í fréttaskýringu þáttarins um kynbundinn launamun á milli karla og kvenna. Hann segir að alla Íslendinga hagnast á því að halda konum á vinnumarkaði. Meginröksemdin sem Þorsteinn segist hafa heyrt gegn jafnalaunavottun hafi verið að hún væri of kostnaðarsöm. Raunverulegi kostnaðurinn felist hins vegar ekki í því að framfylgja vottuninni heldur að hækka laun kvenna. „Mín rök voru þau að ef það er kostnaðurinn þá ættu konur ekki að standa straum af honum, fyrirtæki ættu að gera það,“ segir Þorsteinn.Þorsteinn Víglundsson var félagsmála- og jafnréttisráðherra þegar jafnlaunavottun var lögfest fyrir tveimur árum.Vísir/Vilhelm„Slæm hugmynd“ að stefna að jöfnum launum Í þættinum er einnig rætt við Jordan Peterson, kanadískan sálfræðing, sem hefur öðlast vinsældir á hægri væng stjórnmálanna vegna málflutnings hans um að náttúrulegar líffræðilegar ástæður komi í veg fyrir að fullt jafnrétti geti verið á milli karla og kvenna á vinnumarkaði. Hann fullyrðir í þættinum að það sé slæm hugmynd af stefna að jöfnu launum karla og kvenna. Peterson gefur lítið fyrir tilraun Íslands með jafnlaunavottun. Ekki sé hægt að fullyrða að munur sé á launum karla og kvenna vegna kynferðis þeirra. Þá spáir hann að jafnlaunavottunin muni bíða skipbrot á næstu áratugum. „Ég myndi segja að það taki líklega fimmtán ár og það mun leiða til gífurlegs efnahagslegs kostnaðar vegna þess að það er ekki hægt að leysa fjölþætt vandamál á þennan hátt. Það er tæknilega ómögulegt,“ fullyrðir Peterson sem getur þess þó ekki á hverju hann byggi þá spá sína. Peterson þessi er væntanlegur til Íslands. Hann mun halda tvo fyrirlestra í Hörpu í byrjun júní.Í myndbandinu hér fyrir neðan má heyra Peterson gera lítið úr tilraunum íslensks orkufyrirtækis til þess að jafna hlut kynjanna á vinnustaðnum. Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Sjá meira
Jafnlaunavottun sem var lögfest á Íslandi árið 2016 var til umfjöllunar í áströlsku útgáfu fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna um helgina. Kanadískur sálfræðingur sem hefur notið hylli hægrimanna spáir því að vottunin falli um sjálfa sig innan fimmtán ára með miklum fjárhagslegum kostnaði. Rætt er við Þorstein Víglundsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra, um jafnlaunavottunina í fréttaskýringu þáttarins um kynbundinn launamun á milli karla og kvenna. Hann segir að alla Íslendinga hagnast á því að halda konum á vinnumarkaði. Meginröksemdin sem Þorsteinn segist hafa heyrt gegn jafnalaunavottun hafi verið að hún væri of kostnaðarsöm. Raunverulegi kostnaðurinn felist hins vegar ekki í því að framfylgja vottuninni heldur að hækka laun kvenna. „Mín rök voru þau að ef það er kostnaðurinn þá ættu konur ekki að standa straum af honum, fyrirtæki ættu að gera það,“ segir Þorsteinn.Þorsteinn Víglundsson var félagsmála- og jafnréttisráðherra þegar jafnlaunavottun var lögfest fyrir tveimur árum.Vísir/Vilhelm„Slæm hugmynd“ að stefna að jöfnum launum Í þættinum er einnig rætt við Jordan Peterson, kanadískan sálfræðing, sem hefur öðlast vinsældir á hægri væng stjórnmálanna vegna málflutnings hans um að náttúrulegar líffræðilegar ástæður komi í veg fyrir að fullt jafnrétti geti verið á milli karla og kvenna á vinnumarkaði. Hann fullyrðir í þættinum að það sé slæm hugmynd af stefna að jöfnu launum karla og kvenna. Peterson gefur lítið fyrir tilraun Íslands með jafnlaunavottun. Ekki sé hægt að fullyrða að munur sé á launum karla og kvenna vegna kynferðis þeirra. Þá spáir hann að jafnlaunavottunin muni bíða skipbrot á næstu áratugum. „Ég myndi segja að það taki líklega fimmtán ár og það mun leiða til gífurlegs efnahagslegs kostnaðar vegna þess að það er ekki hægt að leysa fjölþætt vandamál á þennan hátt. Það er tæknilega ómögulegt,“ fullyrðir Peterson sem getur þess þó ekki á hverju hann byggi þá spá sína. Peterson þessi er væntanlegur til Íslands. Hann mun halda tvo fyrirlestra í Hörpu í byrjun júní.Í myndbandinu hér fyrir neðan má heyra Peterson gera lítið úr tilraunum íslensks orkufyrirtækis til þess að jafna hlut kynjanna á vinnustaðnum.
Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent „Vonbrigði“ Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Sjá meira