Forsætisráðherra vill setja borgaralaun í framtíðarnefnd Heimir Már Pétursson skrifar 9. maí 2018 20:30 Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir mögulegt að skoða hugmyndir um borgaralaun á vettvangi framtíðarnefndar en fyrri skoðun hafi leitt í ljós að þetta væri dýr leið sem ekki lægi fyrir hvernig ætti að fjármagna. Þingmaður Pírata segir borgaralaun geta jafnað arðinn af auðlindum sem fámennur hópur hafi sölsað undir sig. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata fer fyrir þingsályktunartillögu á Alþingi um könnun á kostum borgaralauna og átti í dag sérstakar umræður með forsætisráðherra um málið á þinginu. Lífeyrisgreiðslukerfið svo sem eins og ellilífeyris- og örorkulífeyriskerfið er flókið. Það er bótakerfið einnig eins og til að mynda atvinnuleysisbótakerfið vegna þess að þessi kerfi tengjast öðrum hlutum. Hugmyndin á bak við borgaralaun er meðal annars að einfalda þetta kerfi. En hugmyndafræðin er dýpri og víðtækari og gengur út á leið til skiptingar auðæfanna eftir að tæknivæðing hefur gert fjölda starfa óþörf eða sjálfvirkni tekið við af mannshöndinni. „Megin hugmyndin er að verðmæti náttúruauðlinda sem ekki hafa verið framleidd af neinum en sem fámennur hópur hefur sölsað undir sig ætti að dreifast jafnt til allra. Arðinn af þessum auðlindum sem er í raun sameiginleg eign allra borgara ætti að skattleggja og deila. Þessi arður, eða laun, væru eðlilegur og meðfæddur réttur allra borgara,“ sagði Halldóra. Tilraunir hafi verið gerðar með borgaralaun í ýmsum borgum, svæðum og jafnvel löndum á vissum sviðum. Vildi þingmaðurinn að forsætisráðherra gerði grein fyrir hug sínum til málsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að ekki hafi verið settar fram raunhæfar leiðir um fjármögnun. En í samantekt upplýsingaskrifstofu Alþingis árið 2016 hafi kostnaðurinn verið metinn á um tólf hundruð milljarða miðað við 300 þúsund króna lágmarkslaun. „Þannig að, að lokum myndi ég vilja segja að ég tel þetta áhugaverða umræðu. Umræðu sem við þurfum að taka hér á vettvangi Alþingis. Ég sé fyrir mér að framtíðarnefnd gæti til að mynda tekið þetta mál til umfjöllunar og sett þessi álitamál fram með skipulegum hætti. Því við þurfum að taka afstöðu til þeirra,“ segir forsætisráðherra. Alþingi Tengdar fréttir Stofnfundur félags um borgaralaun haldinn í dag Félagið á að vera ópólítískur samráðsvettvangur um kynningu, prófanir og undirbúning upptöku á borgaralaunum. 10. desember 2016 09:39 Vill kanna áhrif borgaralauna á íslenskt samfélag Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þar ræddu þau meðal annars frumvarp Pírata um borgaralaun. 21. apríl 2018 16:00 Mikil tækifæri falin í vélvæðingu starfa Rektor Háskólans í Reykjavík segir samfélagið þurfa að vera undirbúið fyrir aukna vélvæðingu starfa. Mörg störf gætu tapast en önnur komið í staðinn. Miklar líkur eru á að störf í fiskvinnslu og hreingerningum glatist miðað við 17. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Forsætisráðherra segir mögulegt að skoða hugmyndir um borgaralaun á vettvangi framtíðarnefndar en fyrri skoðun hafi leitt í ljós að þetta væri dýr leið sem ekki lægi fyrir hvernig ætti að fjármagna. Þingmaður Pírata segir borgaralaun geta jafnað arðinn af auðlindum sem fámennur hópur hafi sölsað undir sig. Halldóra Mogensen þingmaður Pírata fer fyrir þingsályktunartillögu á Alþingi um könnun á kostum borgaralauna og átti í dag sérstakar umræður með forsætisráðherra um málið á þinginu. Lífeyrisgreiðslukerfið svo sem eins og ellilífeyris- og örorkulífeyriskerfið er flókið. Það er bótakerfið einnig eins og til að mynda atvinnuleysisbótakerfið vegna þess að þessi kerfi tengjast öðrum hlutum. Hugmyndin á bak við borgaralaun er meðal annars að einfalda þetta kerfi. En hugmyndafræðin er dýpri og víðtækari og gengur út á leið til skiptingar auðæfanna eftir að tæknivæðing hefur gert fjölda starfa óþörf eða sjálfvirkni tekið við af mannshöndinni. „Megin hugmyndin er að verðmæti náttúruauðlinda sem ekki hafa verið framleidd af neinum en sem fámennur hópur hefur sölsað undir sig ætti að dreifast jafnt til allra. Arðinn af þessum auðlindum sem er í raun sameiginleg eign allra borgara ætti að skattleggja og deila. Þessi arður, eða laun, væru eðlilegur og meðfæddur réttur allra borgara,“ sagði Halldóra. Tilraunir hafi verið gerðar með borgaralaun í ýmsum borgum, svæðum og jafnvel löndum á vissum sviðum. Vildi þingmaðurinn að forsætisráðherra gerði grein fyrir hug sínum til málsins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að ekki hafi verið settar fram raunhæfar leiðir um fjármögnun. En í samantekt upplýsingaskrifstofu Alþingis árið 2016 hafi kostnaðurinn verið metinn á um tólf hundruð milljarða miðað við 300 þúsund króna lágmarkslaun. „Þannig að, að lokum myndi ég vilja segja að ég tel þetta áhugaverða umræðu. Umræðu sem við þurfum að taka hér á vettvangi Alþingis. Ég sé fyrir mér að framtíðarnefnd gæti til að mynda tekið þetta mál til umfjöllunar og sett þessi álitamál fram með skipulegum hætti. Því við þurfum að taka afstöðu til þeirra,“ segir forsætisráðherra.
Alþingi Tengdar fréttir Stofnfundur félags um borgaralaun haldinn í dag Félagið á að vera ópólítískur samráðsvettvangur um kynningu, prófanir og undirbúning upptöku á borgaralaunum. 10. desember 2016 09:39 Vill kanna áhrif borgaralauna á íslenskt samfélag Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þar ræddu þau meðal annars frumvarp Pírata um borgaralaun. 21. apríl 2018 16:00 Mikil tækifæri falin í vélvæðingu starfa Rektor Háskólans í Reykjavík segir samfélagið þurfa að vera undirbúið fyrir aukna vélvæðingu starfa. Mörg störf gætu tapast en önnur komið í staðinn. Miklar líkur eru á að störf í fiskvinnslu og hreingerningum glatist miðað við 17. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
Stofnfundur félags um borgaralaun haldinn í dag Félagið á að vera ópólítískur samráðsvettvangur um kynningu, prófanir og undirbúning upptöku á borgaralaunum. 10. desember 2016 09:39
Vill kanna áhrif borgaralauna á íslenskt samfélag Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þar ræddu þau meðal annars frumvarp Pírata um borgaralaun. 21. apríl 2018 16:00
Mikil tækifæri falin í vélvæðingu starfa Rektor Háskólans í Reykjavík segir samfélagið þurfa að vera undirbúið fyrir aukna vélvæðingu starfa. Mörg störf gætu tapast en önnur komið í staðinn. Miklar líkur eru á að störf í fiskvinnslu og hreingerningum glatist miðað við 17. nóvember 2016 07:00