Þjónustufulltrúar Hörpu ekkert heyrt frá Svanhildi Jakob Bjarnar skrifar 9. maí 2018 11:46 Svanhildur og Harpa en hressilega blæs um starfsemina þar nú um stundir. Þjónustufulltrúar Hörpu, sem sagt hafa upp störfum, hafa ekkert heyrt frá Svanhildi Konráðsdóttur forstjóra Hörpu, né stjórn hússins. Vísir ræddi við þjónustufulltrúa sem segir að einu skilaboðin, frá því þau sögðu upp í mótmælaskyni, væri yfirlýsingin frá því því gær þar sem þeim var óskað velfarnaðar og þökkuð góð störf. Samkvæmt heimildum Vísis hafa nánast allir þjónustufulltrúar hússins sagt upp störfum, en þeir eru 27 talsins. Viðmælendur Vísis telja ljóst að stjórnendur geri sér varla grein fyrir því hvað í starfi þjónustufulltrúa felst, með brotthvarfi þeirra þurrkist út áralöng reynsla og dýrt muni reynast að þjálfa nýtt fólk upp í að sinna fjölbreyttu starfinu.Þjónustufulltrúarnir telja sig greina talsverða stéttarskiptingu við lýði innan hússins.Stjórnarformaður svarar fullum hálsiSvanhildur boðaði í gær, á Facebooksíðu sinni, að hún hefði farið fram á afturvirka launalækkun við stjórn. Hún talaði um að friður um húsið væri ofar öðru. Stjórnarformaður Hörpu, Þórður Sverrisson, sagði í viðtölum í gær að mikilvægt væri að friður væri um húsið.Þórður Sverrisson formaður stjórnar segir mikilvægt að friður ríkir um Hörpu og svarar gagnrýnendum fullum hálsi.visir/gvaEn svaraði gagnrýnendum fullum hálsi; talaði um falsfréttir í tengslum við launahækkanir Svanhildar og beindi spjótum að VR, en stéttarfélagið ætlar að hætta viðskiptum við húsið, að það væri mótsagnakennt að þeir hjá VR gagnrýndu laun Svanhildar meðan framkvæmdastjórar félagsins væru á svipuðum launum. Þá vildi Þórður meina að stórmannlegt væri af Svanhildi að fara fram á að laun hennar verði lækkuð.Ragnar Þór telur málflutning stjórnarformanns skrítinnRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, telur þetta sérkennilegan málflutning. „Hvort er stórmannlegra að lækka launin sín eða leiðrétta kjör þeirra sem málið snýst um?“ spyr Ragnar Þór á Facebooksíðu sinni. „Til að friður náist um starfsemi Hörpu er aðeins ein lausn. Að koma fram við starfsfólkið af virðingu og auðmýkt, biðjast afsökunar, og leiðrétta þá kjaraskerðingu sem þau urðu fyrir. Þá næst friður um starfsemi Hörpu og við í VR munum endurskoða ákvörðun okkar um að hætta þar viðskiptum.“Ragnar Þór segir of seint um rassinn gripið.Fjölmargir gagnrýnt HörpuÝmsir hafa gagnrýnt það hvernig að málum hefur verið staðið í Hörpu; Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur telur þetta ekki forsvaranlegt, Ellen Kristjánsdóttir tónlistarmaður hefur boðað að hún muni ekki stíga fæti þar á svið fyrr en mál við þjónustufulltrúana hafa verið færð í skaplegt horf og menningarvinurinn Illugi Jökulsson, rithöfundur með meiru, segist ekki ætla í Hörpu aftur við óbreytta stöðu. Kjaramál Tengdar fréttir Svanhildur vill að laun hennar verði lækkuð Segir frið um Hörpu ofar öllu. 8. maí 2018 16:05 VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06 Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Þjónustufulltrúar Hörpu, sem sagt hafa upp störfum, hafa ekkert heyrt frá Svanhildi Konráðsdóttur forstjóra Hörpu, né stjórn hússins. Vísir ræddi við þjónustufulltrúa sem segir að einu skilaboðin, frá því þau sögðu upp í mótmælaskyni, væri yfirlýsingin frá því því gær þar sem þeim var óskað velfarnaðar og þökkuð góð störf. Samkvæmt heimildum Vísis hafa nánast allir þjónustufulltrúar hússins sagt upp störfum, en þeir eru 27 talsins. Viðmælendur Vísis telja ljóst að stjórnendur geri sér varla grein fyrir því hvað í starfi þjónustufulltrúa felst, með brotthvarfi þeirra þurrkist út áralöng reynsla og dýrt muni reynast að þjálfa nýtt fólk upp í að sinna fjölbreyttu starfinu.Þjónustufulltrúarnir telja sig greina talsverða stéttarskiptingu við lýði innan hússins.Stjórnarformaður svarar fullum hálsiSvanhildur boðaði í gær, á Facebooksíðu sinni, að hún hefði farið fram á afturvirka launalækkun við stjórn. Hún talaði um að friður um húsið væri ofar öðru. Stjórnarformaður Hörpu, Þórður Sverrisson, sagði í viðtölum í gær að mikilvægt væri að friður væri um húsið.Þórður Sverrisson formaður stjórnar segir mikilvægt að friður ríkir um Hörpu og svarar gagnrýnendum fullum hálsi.visir/gvaEn svaraði gagnrýnendum fullum hálsi; talaði um falsfréttir í tengslum við launahækkanir Svanhildar og beindi spjótum að VR, en stéttarfélagið ætlar að hætta viðskiptum við húsið, að það væri mótsagnakennt að þeir hjá VR gagnrýndu laun Svanhildar meðan framkvæmdastjórar félagsins væru á svipuðum launum. Þá vildi Þórður meina að stórmannlegt væri af Svanhildi að fara fram á að laun hennar verði lækkuð.Ragnar Þór telur málflutning stjórnarformanns skrítinnRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, telur þetta sérkennilegan málflutning. „Hvort er stórmannlegra að lækka launin sín eða leiðrétta kjör þeirra sem málið snýst um?“ spyr Ragnar Þór á Facebooksíðu sinni. „Til að friður náist um starfsemi Hörpu er aðeins ein lausn. Að koma fram við starfsfólkið af virðingu og auðmýkt, biðjast afsökunar, og leiðrétta þá kjaraskerðingu sem þau urðu fyrir. Þá næst friður um starfsemi Hörpu og við í VR munum endurskoða ákvörðun okkar um að hætta þar viðskiptum.“Ragnar Þór segir of seint um rassinn gripið.Fjölmargir gagnrýnt HörpuÝmsir hafa gagnrýnt það hvernig að málum hefur verið staðið í Hörpu; Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar Reykjavíkur telur þetta ekki forsvaranlegt, Ellen Kristjánsdóttir tónlistarmaður hefur boðað að hún muni ekki stíga fæti þar á svið fyrr en mál við þjónustufulltrúana hafa verið færð í skaplegt horf og menningarvinurinn Illugi Jökulsson, rithöfundur með meiru, segist ekki ætla í Hörpu aftur við óbreytta stöðu.
Kjaramál Tengdar fréttir Svanhildur vill að laun hennar verði lækkuð Segir frið um Hörpu ofar öllu. 8. maí 2018 16:05 VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06 Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06
Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55