36 dagar í HM: Lehmann notaði svindlmiða og bókstaflega las Argentínumenn Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. maí 2018 12:00 Frægasti svindlmiði HM. vísir/getty Það kannast kannski einhverjir við að hafa mætt með lítinn svindlmiða í próf í æsku til að hjálpa sér í gegnum erfiðasta kaflann. Kannski ekki. Þó hann hafi ekki beint kallast svindlmiði var einn slíkur notaður í frægri vítaspyrnukeppni Þýskalands á móti Argentínu á HM 2006 í Þýskalandi. Þar bókstaflega las Jens Lehmann Argentínumennina eins og opna bók. Eða réttara sagt eins og lítinn miða. Þjóðverjar ætluðu sér heimsmeistaratitilinn á heimavelli en fengu erfitt verkefni í átta liða úrslitum þar sem að þeir mættu Argentínu á Ólympíuvellinum í Berlín. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það varnarmaðurinn Roberto Ayala sem koma Argentínu yfir á 49. mínútu og þar til að tíu mínútur voru eftir stefndi ekki í annað en að gestgjafarnir væru úr leik í keppninni. En, eins og oft áður þegar að Þýskalandi vantaði mark, var framherjinn Miroslav Klose mættur til bjargar. Hann skoraði jöfnunarmarkið á 80. mínútu og kom leiknum í framlengingu. Eitt af fjórtán mörkum Klose á HM en hann er markahæstur í sögu lokakeppninnar.Oliver Kahn og Jens Lehmann voru ekki vinir.vísir/gettyPressa vegna óvináttu Ekkert mark var skorað í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Þó að alltaf sé sagt að engin pressa sé á markvörðum í vítaspyrnukeppnum var furðulega mikil pressa á Lehmann. Þannig var nefnilega í pottinn búið að hann var búinn að hirða stöðuna af sjálfum Oliver Kahn, manninum sem hafði fjórum árum áður verið kjörinn besti leikmaður HM, og var þá að flestra mati besti markvörður í sögu Þýskalands. Lehmann og Kahn náðu ekki saman svo vægt sé til orða tekið. Þeir þoldu ekki hvorn annan og samkeppnin var ævintýraleg. Þess vegna þurfti Lehmann virkilega á því að halda að vera hetjan í Berlín til að heyra ekki gagnrýnisraddir um að Kahn ætti að vera í markinu. Það er skemmst frá því að segja að Lehmann varð hetjan, en hann varði tvær vítaspyrnur frá Argentínumönnum en gerði það á nýstárlegan hátt. Það hjálpaði svo til að Þýskaland skoraði úr öllum sínum spyrnum. Algjört sjokk. Þýskaland vann í vítaspyrnukeppni. Enginn séð það áður.Köpke vann heimavinnuna Það vakti strax athygli í vítaspyrnukeppninni að fyrir hverja spyrnu Argentínumanna reif Lehmann upp lítið blað, lítinn svindlmiða, úr sokknum sínum. Hann las aðeins á miðann, skilaði honum aftur í sokkinn og skutlaði sér svo í rétt horn í hverri einustuspyrnu Argentínumanna. Fyrsta lá í netinu en Lehmann varði svo auðveldlega frá Roberto Ayala. Hann gekk svo frá keppninni og sendi Þýskaland í undanúrslitin með því að vera frá miðjumanninum Estebán Cambiasso og fjórðu spyrnuna í röð fór hann í rétt horn. Hvað var það sem stóð á miðanum sem var blað merkt hótelinu sem liðið gisti á? Jú, þar var markvarðaþjálfarinn Andreas Köpke búinn að skrifa niður líklegasta staðinn sem allir í argentínska landsliðinu myndu skjóta á ef svo færi að grípa þyrfti til vítaspyrnukeppni. Köpke, í samvinnu við hollenska þjálfarann Huub Steven, horfði á hvorki fleiri né færri en 13.000 vítaspyrnur til að undirbúa markvörðinn sinn fyrir vítaspyrnu á móti öllum mögulegum og ómögulegum mótherjum á HM. Fáránleg vinna sem heldur betur skilaði sér. „Allt fór eins og við vorum að búast við. Við tókum engar áhættur,“ sagði Andreas Köpke þegar að hann rifjaði upp vítaspyrnukeppnina frægu í viðtali við FIFA.com á tíu ára afmæli heimsmeistaramótsins í Þýskalandi.Happy birthday to ex-#Germany keeper Jens Lehmann, whose penalty kick cheat sheet helped win the 2006 World Cup QF vs Argentina! #tbt pic.twitter.com/h5aRGZsdRk— COPA90 US (@COPA90US) November 10, 2016 Hvar er miðinn nú? Lehmann viðurkenndi síðar að hann gat varla lesið á miðann fræga. „Andy, af hverju þurftir þú að nota blýant? Það getur enginn lesið þetta,“ sagði hann við sjálfan sig er Cambiasso steig á punktinn. Það kom þó ekki að sök. Þýska blaðið Bild komst yfir miðann og birti af honum myndir og skrifaði nokkrar greinar en bauð hann svo upp á endanum í frægum góðgerðarþætti í Þýskalandi. Utz Claassen, framkvæmdastjóri þýska orkurisans EnBW keypti hann fyrir eina milljón evra og rann peningurinn óskiptur til hjartveikra barna. Claassen ætlaði sér aldrei að eiga miðann að eilífu. Hann átti hann í nokkra mánuði en gaf hann svo til HM-safns FIFA þar sem að hann er varðveittur í dag. Argentínumenn hafa aldrei tekið miðann í sátt. Juan Roman Riquelme, miðjumaður liðsins, sagði opinberlega að ekkert hefði verið á miðanum. Þetta hefði einfaldlega verið taktík til að taka sig og liðsfélaga sína úr sambandi.Vísir telur niður fyrir HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní. Íþróttafréttamenn Vísis munu fylgja íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál ytra.Jens Lehmann ver síðustu spyrnu Argentínu.vísir/getty HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 43 dagar í HM: Kókaínbræðurnir Maradona og Caniggia "Þá er þeir báðir komnir af velli, kókaínbræðurnir,“ er lína frá goðsögninni Bjarna Felixsyni sem lifir enn í minni margra Íslendinga. 2. maí 2018 10:00 38 dagar í HM: Þegar Pelé kynnti sig fyrir heimsbygðinni Brasilíumaðurinn Pelé mætti á sitt fyrsta HM í Svíþjóð árið 1958 og það með látum. 7. maí 2018 12:00 42 dagar í HM: Brjálaði markvörðurinn sem skoraði mörk Þegar heimsbyggðin fékk að sjá kólumbíska markvörðinn Rene Higuita á HM árið 1990 þá datt af henni andlitið. Fólk hafði aldrei séð markvarðarstöðuna spilaða eins og hjá Higuita. 3. maí 2018 10:00 37 dagar í HM: Var eitrað fyrir Ronaldo á HM 1998? Samsæriskenningarnar í kringum úrslitaleik Frakklands og Brasilíu á HM 1998 eru lyginni líkastar. Málið var svo stórt í Brasilíu að þingið stóð fyrir sinni eigin rannsókn á úrslitaleiknum. 8. maí 2018 13:00 Aron Einar: „Ég ætla mér á HM“ Fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson, ætlar á heimsmeistaramótið í Rússlandi þrátt fyrir að hafa gengist undir aðgerð á hné á mánudag. 2. maí 2018 08:05 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Sjá meira
Það kannast kannski einhverjir við að hafa mætt með lítinn svindlmiða í próf í æsku til að hjálpa sér í gegnum erfiðasta kaflann. Kannski ekki. Þó hann hafi ekki beint kallast svindlmiði var einn slíkur notaður í frægri vítaspyrnukeppni Þýskalands á móti Argentínu á HM 2006 í Þýskalandi. Þar bókstaflega las Jens Lehmann Argentínumennina eins og opna bók. Eða réttara sagt eins og lítinn miða. Þjóðverjar ætluðu sér heimsmeistaratitilinn á heimavelli en fengu erfitt verkefni í átta liða úrslitum þar sem að þeir mættu Argentínu á Ólympíuvellinum í Berlín. Eftir markalausan fyrri hálfleik var það varnarmaðurinn Roberto Ayala sem koma Argentínu yfir á 49. mínútu og þar til að tíu mínútur voru eftir stefndi ekki í annað en að gestgjafarnir væru úr leik í keppninni. En, eins og oft áður þegar að Þýskalandi vantaði mark, var framherjinn Miroslav Klose mættur til bjargar. Hann skoraði jöfnunarmarkið á 80. mínútu og kom leiknum í framlengingu. Eitt af fjórtán mörkum Klose á HM en hann er markahæstur í sögu lokakeppninnar.Oliver Kahn og Jens Lehmann voru ekki vinir.vísir/gettyPressa vegna óvináttu Ekkert mark var skorað í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni. Þó að alltaf sé sagt að engin pressa sé á markvörðum í vítaspyrnukeppnum var furðulega mikil pressa á Lehmann. Þannig var nefnilega í pottinn búið að hann var búinn að hirða stöðuna af sjálfum Oliver Kahn, manninum sem hafði fjórum árum áður verið kjörinn besti leikmaður HM, og var þá að flestra mati besti markvörður í sögu Þýskalands. Lehmann og Kahn náðu ekki saman svo vægt sé til orða tekið. Þeir þoldu ekki hvorn annan og samkeppnin var ævintýraleg. Þess vegna þurfti Lehmann virkilega á því að halda að vera hetjan í Berlín til að heyra ekki gagnrýnisraddir um að Kahn ætti að vera í markinu. Það er skemmst frá því að segja að Lehmann varð hetjan, en hann varði tvær vítaspyrnur frá Argentínumönnum en gerði það á nýstárlegan hátt. Það hjálpaði svo til að Þýskaland skoraði úr öllum sínum spyrnum. Algjört sjokk. Þýskaland vann í vítaspyrnukeppni. Enginn séð það áður.Köpke vann heimavinnuna Það vakti strax athygli í vítaspyrnukeppninni að fyrir hverja spyrnu Argentínumanna reif Lehmann upp lítið blað, lítinn svindlmiða, úr sokknum sínum. Hann las aðeins á miðann, skilaði honum aftur í sokkinn og skutlaði sér svo í rétt horn í hverri einustuspyrnu Argentínumanna. Fyrsta lá í netinu en Lehmann varði svo auðveldlega frá Roberto Ayala. Hann gekk svo frá keppninni og sendi Þýskaland í undanúrslitin með því að vera frá miðjumanninum Estebán Cambiasso og fjórðu spyrnuna í röð fór hann í rétt horn. Hvað var það sem stóð á miðanum sem var blað merkt hótelinu sem liðið gisti á? Jú, þar var markvarðaþjálfarinn Andreas Köpke búinn að skrifa niður líklegasta staðinn sem allir í argentínska landsliðinu myndu skjóta á ef svo færi að grípa þyrfti til vítaspyrnukeppni. Köpke, í samvinnu við hollenska þjálfarann Huub Steven, horfði á hvorki fleiri né færri en 13.000 vítaspyrnur til að undirbúa markvörðinn sinn fyrir vítaspyrnu á móti öllum mögulegum og ómögulegum mótherjum á HM. Fáránleg vinna sem heldur betur skilaði sér. „Allt fór eins og við vorum að búast við. Við tókum engar áhættur,“ sagði Andreas Köpke þegar að hann rifjaði upp vítaspyrnukeppnina frægu í viðtali við FIFA.com á tíu ára afmæli heimsmeistaramótsins í Þýskalandi.Happy birthday to ex-#Germany keeper Jens Lehmann, whose penalty kick cheat sheet helped win the 2006 World Cup QF vs Argentina! #tbt pic.twitter.com/h5aRGZsdRk— COPA90 US (@COPA90US) November 10, 2016 Hvar er miðinn nú? Lehmann viðurkenndi síðar að hann gat varla lesið á miðann fræga. „Andy, af hverju þurftir þú að nota blýant? Það getur enginn lesið þetta,“ sagði hann við sjálfan sig er Cambiasso steig á punktinn. Það kom þó ekki að sök. Þýska blaðið Bild komst yfir miðann og birti af honum myndir og skrifaði nokkrar greinar en bauð hann svo upp á endanum í frægum góðgerðarþætti í Þýskalandi. Utz Claassen, framkvæmdastjóri þýska orkurisans EnBW keypti hann fyrir eina milljón evra og rann peningurinn óskiptur til hjartveikra barna. Claassen ætlaði sér aldrei að eiga miðann að eilífu. Hann átti hann í nokkra mánuði en gaf hann svo til HM-safns FIFA þar sem að hann er varðveittur í dag. Argentínumenn hafa aldrei tekið miðann í sátt. Juan Roman Riquelme, miðjumaður liðsins, sagði opinberlega að ekkert hefði verið á miðanum. Þetta hefði einfaldlega verið taktík til að taka sig og liðsfélaga sína úr sambandi.Vísir telur niður fyrir HM í knattspyrnu sem hefst í Rússlandi þann 14. júní. Íþróttafréttamenn Vísis munu fylgja íslenska landsliðinu eftir hvert fótmál ytra.Jens Lehmann ver síðustu spyrnu Argentínu.vísir/getty
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir 43 dagar í HM: Kókaínbræðurnir Maradona og Caniggia "Þá er þeir báðir komnir af velli, kókaínbræðurnir,“ er lína frá goðsögninni Bjarna Felixsyni sem lifir enn í minni margra Íslendinga. 2. maí 2018 10:00 38 dagar í HM: Þegar Pelé kynnti sig fyrir heimsbygðinni Brasilíumaðurinn Pelé mætti á sitt fyrsta HM í Svíþjóð árið 1958 og það með látum. 7. maí 2018 12:00 42 dagar í HM: Brjálaði markvörðurinn sem skoraði mörk Þegar heimsbyggðin fékk að sjá kólumbíska markvörðinn Rene Higuita á HM árið 1990 þá datt af henni andlitið. Fólk hafði aldrei séð markvarðarstöðuna spilaða eins og hjá Higuita. 3. maí 2018 10:00 37 dagar í HM: Var eitrað fyrir Ronaldo á HM 1998? Samsæriskenningarnar í kringum úrslitaleik Frakklands og Brasilíu á HM 1998 eru lyginni líkastar. Málið var svo stórt í Brasilíu að þingið stóð fyrir sinni eigin rannsókn á úrslitaleiknum. 8. maí 2018 13:00 Aron Einar: „Ég ætla mér á HM“ Fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson, ætlar á heimsmeistaramótið í Rússlandi þrátt fyrir að hafa gengist undir aðgerð á hné á mánudag. 2. maí 2018 08:05 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Sjá meira
43 dagar í HM: Kókaínbræðurnir Maradona og Caniggia "Þá er þeir báðir komnir af velli, kókaínbræðurnir,“ er lína frá goðsögninni Bjarna Felixsyni sem lifir enn í minni margra Íslendinga. 2. maí 2018 10:00
38 dagar í HM: Þegar Pelé kynnti sig fyrir heimsbygðinni Brasilíumaðurinn Pelé mætti á sitt fyrsta HM í Svíþjóð árið 1958 og það með látum. 7. maí 2018 12:00
42 dagar í HM: Brjálaði markvörðurinn sem skoraði mörk Þegar heimsbyggðin fékk að sjá kólumbíska markvörðinn Rene Higuita á HM árið 1990 þá datt af henni andlitið. Fólk hafði aldrei séð markvarðarstöðuna spilaða eins og hjá Higuita. 3. maí 2018 10:00
37 dagar í HM: Var eitrað fyrir Ronaldo á HM 1998? Samsæriskenningarnar í kringum úrslitaleik Frakklands og Brasilíu á HM 1998 eru lyginni líkastar. Málið var svo stórt í Brasilíu að þingið stóð fyrir sinni eigin rannsókn á úrslitaleiknum. 8. maí 2018 13:00
Aron Einar: „Ég ætla mér á HM“ Fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, Aron Einar Gunnarsson, ætlar á heimsmeistaramótið í Rússlandi þrátt fyrir að hafa gengist undir aðgerð á hné á mánudag. 2. maí 2018 08:05