Ísland mætir Gana í síðasta vináttulandsleik sínum fyrir HM í Rússlandi þann 7. júní en miðasala fyrir leikinn hefst klukkan 12.00 í dag. Miðasalan fer fram á midi.is.
Íslendingar leika tvo síðustu leiki sína fyrir HM á Laugardalsvelli. Fyrst gegn Lars Lagerbäck og hans mönnum í norska landsliðinu þann 2. júní og svo Gana sem fyrr segir.
Miðasala á leikinn gegn Noregi hófst fyrr í vikunni og er enn hægt að fá miða á leikinn með því að smella hér.
Ísland hefur svo leik á HM í Rússlandi í Moskvu þann 16. júní, gegn Argentínu.
