Turnarnir tveir myndu báðir tapa fylgi frá síðustu kosningum Jón Hákon Halldórsson skrifar 9. maí 2018 10:00 Eyþór Arnalds og Dagur B. Eggertsson þurfa að kljást við fjölda flokka um fylgið í höfuðborginni. Vísir „Það kemur á óvart hvað hún er ólík öðrum könnunum,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar, um könnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu á fylgi flokkanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar. „Við sjáum þarna miklar sveiflur á fylgi en það er líka hátt hlutfall sem er ekki að svara. Annaðhvort eru miklar sveiflur á fylginu eða þá að fólk er ekki að gefa sig upp,“ bætir Eyþór við. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 22,4 prósenta fylgi í könnuninni sem gerð var í fyrrakvöld. Þegar Fréttablaðið og frettabladid.is könnuðu fylgið 24. apríl síðastliðinn var Sjálfstæðisflokkurinn með rúmlega 30 prósent og hefur því misst verulegt fylgi á tæpum hálfum mánuði. Það yrði líka lakari árangur en í kosningunum árið 2014 þegar flokkurinn fékk 25,7 prósent.Sjá einnig: Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin mælist með 30,5 prósenta fylgi í könnuninni og bætir við sig tæpum fimm prósentustigum milli kannana. Flokkurinn nær þó ekki sama fylgi og í kosningunum 2014, þegar hann fékk 31,9 prósent gildra atkvæða upp úr kjörkössunum. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, lýsti ánægju með niðurstöðu könnunarinnar í samtali við Bylgjuna í gær. „Já, þetta er sterk könnun fyrir meirihlutann og sterk könnun fyrir Samfylkinguna sem ég er innilega ánægður með. Ég held að það séu að teiknast upp býsna skýrir valkostir í kosningunum, þar sem við stöndum fyrir þróun Reykjavíkur í græna átt. Í átt að fjölbreyttari og áhugaverðari borg sem er jafnframt borg fyrir alla,“ sagði Dagur. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Eyþór segir árar ekki verða lagðar í bát þótt móti blási Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir langt í frá að árar verði lagðar í bát þótt Samfylkingin hafi tekið afgerandi forystu fyrir komandi borgarstjórnar kosningar samkvæmt könnun Fréttablaðsins. 8. maí 2018 20:00 Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin, VG og Píratar gætu myndað meirihluta ef kosið við til borgarstjórnar núna. Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur. 8. maí 2018 05:30 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
„Það kemur á óvart hvað hún er ólík öðrum könnunum,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar, um könnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is gerðu á fylgi flokkanna fyrir borgarstjórnarkosningarnar. „Við sjáum þarna miklar sveiflur á fylgi en það er líka hátt hlutfall sem er ekki að svara. Annaðhvort eru miklar sveiflur á fylginu eða þá að fólk er ekki að gefa sig upp,“ bætir Eyþór við. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 22,4 prósenta fylgi í könnuninni sem gerð var í fyrrakvöld. Þegar Fréttablaðið og frettabladid.is könnuðu fylgið 24. apríl síðastliðinn var Sjálfstæðisflokkurinn með rúmlega 30 prósent og hefur því misst verulegt fylgi á tæpum hálfum mánuði. Það yrði líka lakari árangur en í kosningunum árið 2014 þegar flokkurinn fékk 25,7 prósent.Sjá einnig: Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin mælist með 30,5 prósenta fylgi í könnuninni og bætir við sig tæpum fimm prósentustigum milli kannana. Flokkurinn nær þó ekki sama fylgi og í kosningunum 2014, þegar hann fékk 31,9 prósent gildra atkvæða upp úr kjörkössunum. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, lýsti ánægju með niðurstöðu könnunarinnar í samtali við Bylgjuna í gær. „Já, þetta er sterk könnun fyrir meirihlutann og sterk könnun fyrir Samfylkinguna sem ég er innilega ánægður með. Ég held að það séu að teiknast upp býsna skýrir valkostir í kosningunum, þar sem við stöndum fyrir þróun Reykjavíkur í græna átt. Í átt að fjölbreyttari og áhugaverðari borg sem er jafnframt borg fyrir alla,“ sagði Dagur.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Eyþór segir árar ekki verða lagðar í bát þótt móti blási Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir langt í frá að árar verði lagðar í bát þótt Samfylkingin hafi tekið afgerandi forystu fyrir komandi borgarstjórnar kosningar samkvæmt könnun Fréttablaðsins. 8. maí 2018 20:00 Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin, VG og Píratar gætu myndað meirihluta ef kosið við til borgarstjórnar núna. Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur. 8. maí 2018 05:30 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Eyþór segir árar ekki verða lagðar í bát þótt móti blási Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir langt í frá að árar verði lagðar í bát þótt Samfylkingin hafi tekið afgerandi forystu fyrir komandi borgarstjórnar kosningar samkvæmt könnun Fréttablaðsins. 8. maí 2018 20:00
Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin, VG og Píratar gætu myndað meirihluta ef kosið við til borgarstjórnar núna. Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur. 8. maí 2018 05:30