Svanhildur vill að laun hennar verði lækkuð Jakob Bjarnar skrifar 8. maí 2018 16:05 Svanhildur hefur farið fram á launalækkun en hún segir frið um Hörpu ofar öllu. Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, greindi frá því nú rétt í þessu, á Facebook-síðu sinni, hún hafi farið þess á leit við formann stjórnar Hörpu að laun hennar yrðu lækkuð afturvirkt frá 1. janúar 2018 og verði þá til samræmis við úrskurð kjararáðs frá því snemma árs 2017. „Kjaramál mín hafa truflað mjög mikilvægt verkefni sem nú er í vinnslu er varðar rekstur hússins. Friður um Hörpu er ofar öllu.“Mikil óánægja með hvernig haldið hefur verið á málum Ekki er það ofmælt en mikill styr hefur staðið um kjaramál innan Hörpu eins og fram hefur komið í dag. 17 þjónustufulltrúar hafa sagt upp störfum en í yfirlýsingu sem Svanhildur sendir í dag fyrir hönd Hörpu var þeim óskað velfarnaðar. Uppsagnir þeirra eru í meginatriðum vegna þess að þeim var gert að taka á sig kjaraskerðingu vegna erfiðs rekstrar Hörpu meðan forstjórinn sjálfur fékk launahækkun. Stjórnendur VR stéttarfélags ákváðu í kjölfarið að hætta viðskiptum við Hörpu vegna frétta af launahækkun forstjóra hússins og launalækkunum þjónustufulltrúa í húsinu. Illugi Jökulsson rithöfundur er meðal þeirra sem hefur tilkynnt að hann ætli að sniðganga Hörpu vegna málsins sem og tónlistarmaðurinn Ellen Kristjánsdóttir.Laun forstjórans hafa hækkað Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður hefur farið rækilega í kjaramál Svanhildar og hann segir það fyrirliggjandi að forstjórinn hafi þegið ágætar launahækkanir, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. „Hún tekur síðan formlega við starfinu eftir að kjararáðsúrskurðurinn lá fyrir og þáði því í byrjun aldrei laun samkvæmt upprunalega ráðningarsamningnum, enda hefði það ekki verið löglegt. Þar var ekki um að ræða fórnfýsi forstjórans. Hún fékk greitt samkvæmt ákvörðun kjararáðs í tvo mánuði, þar til lagabreytingin um kjararáð tók gildi og þá, í fyrsta skipti síðan hún tók við, hækkuðu laun hennar í raun og voru þá orðin 1.567 þúsund krónur á mánuði. 20,5 prósentum hærri en forveri hennar í starfi fékk. 20,5 prósentum hærri en kjararáð hafði ákvarðað hæfilegt til handa forstjóra Hörpu nokkrum mánuðum áður.“ Kjaramál Tengdar fréttir VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06 Ellen ætlar að sniðganga Hörpu Söngkonan Ellen Kristjánsdóttir er ein fjölmargra sem lýsa yfir stuðningi við þjónustufulltrúana í Hörpu, sem sögðu upp störfum í gær eftir fund með forstjóranum Svandhildi Konráðsdóttur 8. maí 2018 09:00 Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55 Illugi ætlar ekki aftur í Hörpu Sigurður Mikael Jónsson segir yfirlýsingar um kjör Svanhildar Konráðsdóttir einkennast af misvísandi útúrsnúningum. 8. maí 2018 13:36 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, greindi frá því nú rétt í þessu, á Facebook-síðu sinni, hún hafi farið þess á leit við formann stjórnar Hörpu að laun hennar yrðu lækkuð afturvirkt frá 1. janúar 2018 og verði þá til samræmis við úrskurð kjararáðs frá því snemma árs 2017. „Kjaramál mín hafa truflað mjög mikilvægt verkefni sem nú er í vinnslu er varðar rekstur hússins. Friður um Hörpu er ofar öllu.“Mikil óánægja með hvernig haldið hefur verið á málum Ekki er það ofmælt en mikill styr hefur staðið um kjaramál innan Hörpu eins og fram hefur komið í dag. 17 þjónustufulltrúar hafa sagt upp störfum en í yfirlýsingu sem Svanhildur sendir í dag fyrir hönd Hörpu var þeim óskað velfarnaðar. Uppsagnir þeirra eru í meginatriðum vegna þess að þeim var gert að taka á sig kjaraskerðingu vegna erfiðs rekstrar Hörpu meðan forstjórinn sjálfur fékk launahækkun. Stjórnendur VR stéttarfélags ákváðu í kjölfarið að hætta viðskiptum við Hörpu vegna frétta af launahækkun forstjóra hússins og launalækkunum þjónustufulltrúa í húsinu. Illugi Jökulsson rithöfundur er meðal þeirra sem hefur tilkynnt að hann ætli að sniðganga Hörpu vegna málsins sem og tónlistarmaðurinn Ellen Kristjánsdóttir.Laun forstjórans hafa hækkað Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður hefur farið rækilega í kjaramál Svanhildar og hann segir það fyrirliggjandi að forstjórinn hafi þegið ágætar launahækkanir, þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. „Hún tekur síðan formlega við starfinu eftir að kjararáðsúrskurðurinn lá fyrir og þáði því í byrjun aldrei laun samkvæmt upprunalega ráðningarsamningnum, enda hefði það ekki verið löglegt. Þar var ekki um að ræða fórnfýsi forstjórans. Hún fékk greitt samkvæmt ákvörðun kjararáðs í tvo mánuði, þar til lagabreytingin um kjararáð tók gildi og þá, í fyrsta skipti síðan hún tók við, hækkuðu laun hennar í raun og voru þá orðin 1.567 þúsund krónur á mánuði. 20,5 prósentum hærri en forveri hennar í starfi fékk. 20,5 prósentum hærri en kjararáð hafði ákvarðað hæfilegt til handa forstjóra Hörpu nokkrum mánuðum áður.“
Kjaramál Tengdar fréttir VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06 Ellen ætlar að sniðganga Hörpu Söngkonan Ellen Kristjánsdóttir er ein fjölmargra sem lýsa yfir stuðningi við þjónustufulltrúana í Hörpu, sem sögðu upp störfum í gær eftir fund með forstjóranum Svandhildi Konráðsdóttur 8. maí 2018 09:00 Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55 Illugi ætlar ekki aftur í Hörpu Sigurður Mikael Jónsson segir yfirlýsingar um kjör Svanhildar Konráðsdóttir einkennast af misvísandi útúrsnúningum. 8. maí 2018 13:36 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
VR hættir viðskiptum við Hörpu Stéttarfélagið VR hefur ákveðið að hætta að nota Hörpu tónlistarhús undir viðburði félagsins. Ákvörðunin er tekin í ljósi yfirýsingar forstjóra Hörpu sem send var út í dag. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá VR. 8. maí 2018 15:06
Ellen ætlar að sniðganga Hörpu Söngkonan Ellen Kristjánsdóttir er ein fjölmargra sem lýsa yfir stuðningi við þjónustufulltrúana í Hörpu, sem sögðu upp störfum í gær eftir fund með forstjóranum Svandhildi Konráðsdóttur 8. maí 2018 09:00
Harpa kveður þjónustufulltrúa sína og óskar þeim góðs gengis Svanhildur Konráðsdóttir segir ekki rétt að laun sín hafi hækkað um 20 prósent. 8. maí 2018 11:55
Illugi ætlar ekki aftur í Hörpu Sigurður Mikael Jónsson segir yfirlýsingar um kjör Svanhildar Konráðsdóttir einkennast af misvísandi útúrsnúningum. 8. maí 2018 13:36