Tvær stofur fá að móta framtíð Hlemmsvæðisins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. maí 2018 13:50 Borðtennisbarinn er í vinstra horninu. Vísir/Mandaworks Reykjavíkurborg hefur valið stofurnar Mandaworks og DLD til að þróa í sameiningu Hlemmsvæðið. Stofurnar voru tvær af þremur stofum sem skiluðu inn tillögum og þóttu tillögur þeirra tveggja spila vel saman og bæta upp það sem á skorti í tillögunum. Í desember á síðasta ári var efnt til svokallaðrar hugmyndaleitar þar sem leitað var eftir hugmyndum um framtíðarútlit í takt við nýja uppbyggingu og starfsemi á svæðinu í kringum Hlemm.Tillögunum var skilað inn í mars síðastliðnum. Í frétt á vef Reykjavíkurborgar segir að matsnefnd hafi talið tillögur Mandaworkds og DL „feikilega góðar“ og því var ákveðið að „ freista þess að stofna til samstarfs milli þeirra um hönnun á torginu út frá forsendum deiliskipulags sem verður unnið á grunni tillagna hugmyndaleitarinnar.“Tillaga DLD land design gerir ráð fyrir miklum gróðri á svæðinu.Mynd/DLD land designÍ umsögn nefndarinnar segir að tillaga Mandaworks sé sannfærandi og djörf en meðal þess sem tillagan gerir ráð fyrir gróðurhúsi og borðtennisbar á svæðinu. Um tillögu DLD segir nefndin að hún sé hlý og nærgætin sem umbreyti útliti svæðisins en gróður er í fyrrirúmi í tilögu DLD. „Nefndin telur að tillögur Mandaworks og DLD séu sterkar saman og vegi hvor aðra upp. Mandaworks fangar andann á Hlemmi og er úthugsuð með tilliti til umferðarflæðis og styrkir þá ása sem mikið eru nýttir í dag. Hinsvegar skortir upp á hlýleika og gróður en þar liggur styrkleiki tillögu DLD og einnig má nefna að teymi DLD leysir væntanlegar Borgarlínustöðvar á einstaklega faglegan hátt,“ segir á vef Reykjavíkurborgar. Stefnt er að því að nýtt deiliskipulag liggi fyrir í haust og að þá geti hönnunarvinna hafist. Skipulag Tengdar fréttir Stærri Mathöll, gróðurhús og borðtennisbar á meðal hugmynda fyrir nýtt Hlemmtorg Reykjavíkurborg hefur til skoðunar þrjár tillögur um nýtt skipulag á Hlemmtorgi. 21. mars 2018 11:00 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur valið stofurnar Mandaworks og DLD til að þróa í sameiningu Hlemmsvæðið. Stofurnar voru tvær af þremur stofum sem skiluðu inn tillögum og þóttu tillögur þeirra tveggja spila vel saman og bæta upp það sem á skorti í tillögunum. Í desember á síðasta ári var efnt til svokallaðrar hugmyndaleitar þar sem leitað var eftir hugmyndum um framtíðarútlit í takt við nýja uppbyggingu og starfsemi á svæðinu í kringum Hlemm.Tillögunum var skilað inn í mars síðastliðnum. Í frétt á vef Reykjavíkurborgar segir að matsnefnd hafi talið tillögur Mandaworkds og DL „feikilega góðar“ og því var ákveðið að „ freista þess að stofna til samstarfs milli þeirra um hönnun á torginu út frá forsendum deiliskipulags sem verður unnið á grunni tillagna hugmyndaleitarinnar.“Tillaga DLD land design gerir ráð fyrir miklum gróðri á svæðinu.Mynd/DLD land designÍ umsögn nefndarinnar segir að tillaga Mandaworks sé sannfærandi og djörf en meðal þess sem tillagan gerir ráð fyrir gróðurhúsi og borðtennisbar á svæðinu. Um tillögu DLD segir nefndin að hún sé hlý og nærgætin sem umbreyti útliti svæðisins en gróður er í fyrrirúmi í tilögu DLD. „Nefndin telur að tillögur Mandaworks og DLD séu sterkar saman og vegi hvor aðra upp. Mandaworks fangar andann á Hlemmi og er úthugsuð með tilliti til umferðarflæðis og styrkir þá ása sem mikið eru nýttir í dag. Hinsvegar skortir upp á hlýleika og gróður en þar liggur styrkleiki tillögu DLD og einnig má nefna að teymi DLD leysir væntanlegar Borgarlínustöðvar á einstaklega faglegan hátt,“ segir á vef Reykjavíkurborgar. Stefnt er að því að nýtt deiliskipulag liggi fyrir í haust og að þá geti hönnunarvinna hafist.
Skipulag Tengdar fréttir Stærri Mathöll, gróðurhús og borðtennisbar á meðal hugmynda fyrir nýtt Hlemmtorg Reykjavíkurborg hefur til skoðunar þrjár tillögur um nýtt skipulag á Hlemmtorgi. 21. mars 2018 11:00 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Stærri Mathöll, gróðurhús og borðtennisbar á meðal hugmynda fyrir nýtt Hlemmtorg Reykjavíkurborg hefur til skoðunar þrjár tillögur um nýtt skipulag á Hlemmtorgi. 21. mars 2018 11:00
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum