Dagur getur hugsað sér að myndaður verði rúmur meirihluti Heimir Már Pétursson skrifar 8. maí 2018 13:20 Dagur B. Eggertsson. Vísir/Sigtryggur Ari Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist vel geta hugsað sér að myndaður verði meirihluti fleiri flokka en þarf til að mynda meirihluta að loknum kosningum. Það hafi verið gert síðast og gefist vel. Þrír flokkar af fjórum sem nú mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur héldu meirihluta sínum ef gengið yrði til kosninga í dag samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Samfylkingin fengi 30,5 prósent atkvæða og átta borgarfulltrúa ef kosið yrði í dag samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem birt er í blaðinu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn er næst stærsti flokkurinn með 22,4 prósent og fengi sex borgarfulltrúa. Þeir flokkar sem nú mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur og bjóða einnig fram í kosningunum hinn 26. maí héldu meirihluta sínum en Vinstri græn fengju 11 prósent atkvæða og þrjá borgarfulltrúa og Píratar 7,5 prósent og tvo fulltrúa. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar er mjög sáttur við könnunina. „Já þetta er sterk könnun fyrir meirihlutann og sterk könnun fyrir Samfylkinguna sem ég er innilega ánægður með. Ég held að það sé að teiknast upp býsna skýrir valkostir í kosningunum. Þar sem við stöndum fyrir þróun Reykjavíkur í græna átt. Í átt að fjölbreyttari og áhugaverðari borg sem er jafnframt borg fyrir alla,“ segir Dagur. Viðreisn og Miðflokkurinn eru sterkastir nýrra flokka. Viðreisn mælist með 8 prósenta fylgi og fengi tvo fulltrúa eins og Miðflokkurinn sem mælist með rúmlega 7 prósenta fylgi. Í núverandi meirihluta eru fleiri flokkar en þurfti eftir kosningar og getur borgarstjóri hugsað sér að fara sömu leið nú. „Mér finnst þetta hafa gefið mjög góða raun á þessu kjörtímabili; að vera fleiri flokkar en þarf. Því galdurinn við að stýra borg er að átta sig á að þar býr alls konar fólk og það þarf að taka tilliti til margra sjónarmiða. Þó að það skipti líka máli að vera nokkurn veginn á sömu leið inn í framtíðina,“ segir Dagur. Þá fengi Sósíalistaflokkurinn 3,1 prósent, Flokkur fólksins 2,8 prósent og Framsóknarflokkurinn og Kvennaframboðið fengju 2,5 prósent hvor flokkur. Önnur framboð mælast með innan við eitt prósent eða ekkert fylgi en sextán flokkar bjóða fram í komandi kosningum í borginni. Könnunin var gerð í gær, hringt var í 1.050 manns með lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 796 samkvæmt lagskiptu úrtaki. Svarhlutfallið var 75,8 prósent. 52,9 prósent þeirra sem náðist í tóku afstöðu til spurningarinnar, 11,4 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 17,6 prósent sögðust óákveðin og 18,0 prósent vildu ekki svara spurningunni. Kosningar 2018 Tengdar fréttir Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin, VG og Píratar gætu myndað meirihluta ef kosið við til borgarstjórnar núna. Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur. 8. maí 2018 05:30 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segist vel geta hugsað sér að myndaður verði meirihluti fleiri flokka en þarf til að mynda meirihluta að loknum kosningum. Það hafi verið gert síðast og gefist vel. Þrír flokkar af fjórum sem nú mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur héldu meirihluta sínum ef gengið yrði til kosninga í dag samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Samfylkingin fengi 30,5 prósent atkvæða og átta borgarfulltrúa ef kosið yrði í dag samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem birt er í blaðinu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn er næst stærsti flokkurinn með 22,4 prósent og fengi sex borgarfulltrúa. Þeir flokkar sem nú mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur og bjóða einnig fram í kosningunum hinn 26. maí héldu meirihluta sínum en Vinstri græn fengju 11 prósent atkvæða og þrjá borgarfulltrúa og Píratar 7,5 prósent og tvo fulltrúa. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar er mjög sáttur við könnunina. „Já þetta er sterk könnun fyrir meirihlutann og sterk könnun fyrir Samfylkinguna sem ég er innilega ánægður með. Ég held að það sé að teiknast upp býsna skýrir valkostir í kosningunum. Þar sem við stöndum fyrir þróun Reykjavíkur í græna átt. Í átt að fjölbreyttari og áhugaverðari borg sem er jafnframt borg fyrir alla,“ segir Dagur. Viðreisn og Miðflokkurinn eru sterkastir nýrra flokka. Viðreisn mælist með 8 prósenta fylgi og fengi tvo fulltrúa eins og Miðflokkurinn sem mælist með rúmlega 7 prósenta fylgi. Í núverandi meirihluta eru fleiri flokkar en þurfti eftir kosningar og getur borgarstjóri hugsað sér að fara sömu leið nú. „Mér finnst þetta hafa gefið mjög góða raun á þessu kjörtímabili; að vera fleiri flokkar en þarf. Því galdurinn við að stýra borg er að átta sig á að þar býr alls konar fólk og það þarf að taka tilliti til margra sjónarmiða. Þó að það skipti líka máli að vera nokkurn veginn á sömu leið inn í framtíðina,“ segir Dagur. Þá fengi Sósíalistaflokkurinn 3,1 prósent, Flokkur fólksins 2,8 prósent og Framsóknarflokkurinn og Kvennaframboðið fengju 2,5 prósent hvor flokkur. Önnur framboð mælast með innan við eitt prósent eða ekkert fylgi en sextán flokkar bjóða fram í komandi kosningum í borginni. Könnunin var gerð í gær, hringt var í 1.050 manns með lögheimili í Reykjavík þar til náðist í 796 samkvæmt lagskiptu úrtaki. Svarhlutfallið var 75,8 prósent. 52,9 prósent þeirra sem náðist í tóku afstöðu til spurningarinnar, 11,4 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu, 17,6 prósent sögðust óákveðin og 18,0 prósent vildu ekki svara spurningunni.
Kosningar 2018 Tengdar fréttir Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin, VG og Píratar gætu myndað meirihluta ef kosið við til borgarstjórnar núna. Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur. 8. maí 2018 05:30 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Afgerandi forysta Samfylkingar Samfylkingin, VG og Píratar gætu myndað meirihluta ef kosið við til borgarstjórnar núna. Samfylkingin er stærsti flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn næststærstur. 8. maí 2018 05:30