Oddvitaáskorunin: Mætti grunlaus í eigið brúðkaup Samúel Karl Ólason skrifar 8. maí 2018 13:30 Glens og gaman í myndatöku. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Sara Dögg Svanhildardóttir leiðir Garðabæjarlistann í Garðabæ í sveitarstjórnarkosningunum. Sara Dögg er menntaður grunnskólakennari og skólamál eiga hug hennar og hjarta. Hún hefur lengst af unnið að nýbreytni í skólakerfinu fyrst sem kennari en síðar sem skólastjóri hjá Hjallastefnunni þar sem hún byggði upp Barnaskóla Hjallastefnunnar í Hafnarfirði og síðar Vífilsskóla, miðstigsskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ. Þá var Sara Dögg verkefnastjóri yfir grunnskólum Hjallastefnunnar um tíma. Hún starfaði sem ráðgjafi í menntamálum hjá Tröppu ehf. um skeið og síðar setti hún á legg skólaúrræði fyrir ungmenni með fjölþættan vanda hjá Vinakoti ehf. Áður starfaði Sara Dögg hjá Samtökunum ‘78 sem fræðslustjóri og um tíma sem framkvæmdastjóri samtakanna. Þátttaka í félagsmálum hefur alla tíð togað í. Sara Dögg er gift Bylgju Hauksdóttur og eru þær stuðningforeldrar unglingsstúlku eða öllu heldur sammæður. Sara Dögg er ein fjögurra stofnenda og stjórnenda Arnarskóla sem er nýr skóli fyrir fötluð börn. „Ég vil taka þátt í að virkja lýðræðið í bænum mínum og gera betur í menntun og velferð barna og ungmenna. Þess vegna tek ég sæti á Garðabæjarlistanum.“Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Mín heimasveit – ReykhólasveitinHvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Akureyri.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Villigæsin reitt og sviðinHvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Ég er svo heppin að elda segjum bara sirka aldrei þar sem ég er svo vel gift.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Girls just wanna have fun Cindy Lauper klikkar aldrei.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Það vandræðalegasta sem kemur reglulega fyrir mig er þegar ég í alvörunni þarf að leita að bílnum mínum þar sem mér er fyrirmunað að muna hvar ég hef lagt honum. Þetta er yfirleitt þannig að ég þramma fram og til baka um bílastæði, stundum laugaveginn og ýti viðstöðulaust á opnarann á bíllyklinum í von um að sjá blikkandi ljós.Draumaferðalagið? Þegar ég hjólaði Jakobsstíginn. Gæti farið aftur og aftur.Trúir þú á líf eftir dauðann? Já.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Versti og jafnframt besti hrekkurinn sem ég hef lent í var þegar ég mætti í eigið brúðkaup án þess að hafa nokkurn einasta grun um að ég væri að fara að gitfa mig. Hjónabandið stendur þó enn. Konan mín hafði í þrjá mánuði undirbúið giftingu án minnan vitundar. Hressandi, skemmtilegt og óvænt!Sara Dögg og meðframbjóðendur hennar.Hundar eða kettir? Verð að segja hundar þar sem ég á einn en ég elska samt ketti meira :)Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Ég er hræðileg með bíómyndir get ekki horft á þær oftar en einu sinni.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Ég myndi vilja sjá Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur gera það.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Veit ekkert um Game of Thrones þar sem ég hef aldrei fylgst með þeim þáttum.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já fyrir of hraðan akstur einu sinni.Uppáhalds tónlistarmaður? Bubbi minn.Uppáhalds bókin? Alkemistinn.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Hin eina sanna Gintussa.Uppáhalds þynnkumatur? Fjárans hamborgarinn.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Meira menning en helst blanda af hvoru tveggja.Hefur þú pissað í sundlaug? Nei en í sjó.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Sumarið er tíminnEr eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Það er farið að pirra mig svolítið að eiga ekkert svona Kaffivest kaffihús. Það má svo sannarlega laga það.Á að banna flugelda? Nei.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Ég væri Harpa Þorsteinsdóttir hún er eitthvað svo nett.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Tekið verður við efni fram að kosningum. Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2018 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Sara Dögg Svanhildardóttir leiðir Garðabæjarlistann í Garðabæ í sveitarstjórnarkosningunum. Sara Dögg er menntaður grunnskólakennari og skólamál eiga hug hennar og hjarta. Hún hefur lengst af unnið að nýbreytni í skólakerfinu fyrst sem kennari en síðar sem skólastjóri hjá Hjallastefnunni þar sem hún byggði upp Barnaskóla Hjallastefnunnar í Hafnarfirði og síðar Vífilsskóla, miðstigsskóla Hjallastefnunnar í Garðabæ. Þá var Sara Dögg verkefnastjóri yfir grunnskólum Hjallastefnunnar um tíma. Hún starfaði sem ráðgjafi í menntamálum hjá Tröppu ehf. um skeið og síðar setti hún á legg skólaúrræði fyrir ungmenni með fjölþættan vanda hjá Vinakoti ehf. Áður starfaði Sara Dögg hjá Samtökunum ‘78 sem fræðslustjóri og um tíma sem framkvæmdastjóri samtakanna. Þátttaka í félagsmálum hefur alla tíð togað í. Sara Dögg er gift Bylgju Hauksdóttur og eru þær stuðningforeldrar unglingsstúlku eða öllu heldur sammæður. Sara Dögg er ein fjögurra stofnenda og stjórnenda Arnarskóla sem er nýr skóli fyrir fötluð börn. „Ég vil taka þátt í að virkja lýðræðið í bænum mínum og gera betur í menntun og velferð barna og ungmenna. Þess vegna tek ég sæti á Garðabæjarlistanum.“Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Mín heimasveit – ReykhólasveitinHvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Fyrir utan eigið sveitarfélag) Akureyri.Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Villigæsin reitt og sviðinHvaða mat ert þú bestu/ur að elda? Ég er svo heppin að elda segjum bara sirka aldrei þar sem ég er svo vel gift.Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? Girls just wanna have fun Cindy Lauper klikkar aldrei.Hvað er það vandræðalegasta sem komið hefur fyrir þig, sem segja má frá? Það vandræðalegasta sem kemur reglulega fyrir mig er þegar ég í alvörunni þarf að leita að bílnum mínum þar sem mér er fyrirmunað að muna hvar ég hef lagt honum. Þetta er yfirleitt þannig að ég þramma fram og til baka um bílastæði, stundum laugaveginn og ýti viðstöðulaust á opnarann á bíllyklinum í von um að sjá blikkandi ljós.Draumaferðalagið? Þegar ég hjólaði Jakobsstíginn. Gæti farið aftur og aftur.Trúir þú á líf eftir dauðann? Já.Besti hrekkurinn sem þú hefur gert eða lent í? Versti og jafnframt besti hrekkurinn sem ég hef lent í var þegar ég mætti í eigið brúðkaup án þess að hafa nokkurn einasta grun um að ég væri að fara að gitfa mig. Hjónabandið stendur þó enn. Konan mín hafði í þrjá mánuði undirbúið giftingu án minnan vitundar. Hressandi, skemmtilegt og óvænt!Sara Dögg og meðframbjóðendur hennar.Hundar eða kettir? Verð að segja hundar þar sem ég á einn en ég elska samt ketti meira :)Uppáhalds „guilty pleasure“ bíómynd? Ég er hræðileg með bíómyndir get ekki horft á þær oftar en einu sinni.Hvaða leikari ætti að leika þig í bíómynd? Ég myndi vilja sjá Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur gera það.Í hvaða Game of Thrones ætt værir þú og af hverju? Veit ekkert um Game of Thrones þar sem ég hef aldrei fylgst með þeim þáttum.Hefur þú verið tekin/n af lögreglunni? Já fyrir of hraðan akstur einu sinni.Uppáhalds tónlistarmaður? Bubbi minn.Uppáhalds bókin? Alkemistinn.Uppáhalds föstudagsdrykkur? Hin eina sanna Gintussa.Uppáhalds þynnkumatur? Fjárans hamborgarinn.Þegar þú ferð í fríið, sólarströnd eða menning? Meira menning en helst blanda af hvoru tveggja.Hefur þú pissað í sundlaug? Nei en í sjó.Hvaða lag kemur þér í gírinn? Sumarið er tíminnEr eitthvað smávægilegt sem farið hefur í taugarnar á þér í þínu sveitarfélagi sem þú vilt laga? Það er farið að pirra mig svolítið að eiga ekkert svona Kaffivest kaffihús. Það má svo sannarlega laga það.Á að banna flugelda? Nei.Hvaða landsliðsmaður í knattspyrnu værir þú og af hverju? Ég væri Harpa Þorsteinsdóttir hún er eitthvað svo nett.Oddvitaáskorunin er hluti af kosningaumfjöllun Vísis. Öllum oddvitum á landinu býðst að taka þátt. Áhugasamir oddvitar geta verið í sambandi við samuel@stod2.is. Tekið verður við efni fram að kosningum.
Kosningar 2018 Oddvitaáskorunin Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira