Níu framboðslistar skiluðu gildu framboði til sveitarstjórnarkosninga í Kópavogi, að því er kemur fram í tilkynningu frá bæjarskrifstofunni.
Framboðin eru B-listi Framsóknarflokks, C-listi BF Viðreisnar, D-listi Sjálfstæðisflokks, J-listi Sósíalistaflokks Íslands, K-listi Fyrir Kópavog, M-listi Miðflokks, P-listi Pírata, S-listi Samfylkingar og V-listi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Flokkar sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn í dag eru Sjálfstæðisflokkur, Samfylking, Björt framtíð, Framsóknarflokkur og Vinstri græn.
Níu framboð gild í Kópavogi
Garðar Örn Úlfarsson skrifar

Fleiri fréttir
