Karlalistinn berst fyrir réttindum umgengnisfeðra og barna Heimir Már Pétursson skrifar 7. maí 2018 19:17 Stjórnmálasamtökin Karlalistinn kynnti helstu stefnumál sín í dag sem lúta helst að réttindum umgengnisfeðra. Annað hvert umgengnisforeldri sé á vanskilaskrá og félagsþjónustan líti ekki á þennan hóp sem oft glími við fátækt sem foreldra. Efst á málefnaskrá stjórnmálasamtakanna Karlalistans er að auka barnavernd og að hætt verði að skipa pólitískt í barnaverndarnefnd Reykjavíkur. Mikilvægt sé að stöður í nefndinni verði auglýstar og hæfasta fólkið ráðið. Karlalistinn telur að málefni umgengnisfeðra séu almennt fyrir borð borinn í borgarstjórn Reykjavíkur. Þörf sé að taka á í þeim efnum en það hafi aðrir flokkar ekki gert hingað til. Gunnar Kristinn Þórðarson sem skipar fyrsta sæti Karlalistans segir að barnavernd Reykjavíkur eigi að beita heimildum sínum til íhlutunar þegar umgengni við börn sé tálmuð með óréttmætum hætti. „Réttindi barna og réttindi umgengnisforeldra tengjast því umgengnisrétturinn er gagnkvæmur. Það eru hagsmunir barns að fá að umgangast foreldra sína eftir skilnað,“ segir Gunnar Kristinn. Það hafi verið tekin nokkur hænuskref í þessum efnum í gegnum tíðina en lítið hafi gerst í þeim efnum bæði hjá borg og Alþingi.Hér má sjá framboðslista Karlalistans sem býður fram í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum.grafík/stöð 2„Hvort sem það heitir lífskjaramál eða tálmunar og umgengnismál. Þannig að við sjáum ekki flöt á öðru en að taka okkur stöðu á sviði stjórnmálanna og beita okkur í jafnréttisbaráttunni frá sjónarhóli og reynslu karlmanna,“ segir oddvitinn. Karlalistinn sé jafnréttisflokkur og styðji því jafnréttisbaráttu kvenna og að fólk njóti almennt sömu kjara og réttinda. Hins begar sé andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn körlum inni á heimilinu stórt og falið vandamál og þeir þurfi þjónustu og athvarf eins og konur í sömu stöðu. Þá sé fátækt meðal umgengnisfeðra algeng. Helmingur þeirra sé á vanskilaskrá þar af stór hluti að kröfu innheimtustofnunar. „Umgengnisforeldrar hafa ekki stöðu foreldris gagnvart velferðarkerfinu heldur sem barnlausir einstaklingar. En velferðarbætur til handa barnafjölskyldum skapa ansi stóran hluta ráðstöfunartekna þeirra,“ segir Gunnar Kristinn. Þrjár konur eru á listanum en Dagbjört Edda Bárðardóttir sem er í sjötta sætinu segir enga tala fyrir hagsmunum þessa hóps. „Það er ekkert talað um það og ef þeir tjá sig er ráðist á þá í rauninni. Þannig að þessu þarf að breyta,“ segir Dagbjört Edda.Hér má sjá málefnaskrá Karlalistans eins og hún var kynnt í dag. Kosningar 2018 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira
Stjórnmálasamtökin Karlalistinn kynnti helstu stefnumál sín í dag sem lúta helst að réttindum umgengnisfeðra. Annað hvert umgengnisforeldri sé á vanskilaskrá og félagsþjónustan líti ekki á þennan hóp sem oft glími við fátækt sem foreldra. Efst á málefnaskrá stjórnmálasamtakanna Karlalistans er að auka barnavernd og að hætt verði að skipa pólitískt í barnaverndarnefnd Reykjavíkur. Mikilvægt sé að stöður í nefndinni verði auglýstar og hæfasta fólkið ráðið. Karlalistinn telur að málefni umgengnisfeðra séu almennt fyrir borð borinn í borgarstjórn Reykjavíkur. Þörf sé að taka á í þeim efnum en það hafi aðrir flokkar ekki gert hingað til. Gunnar Kristinn Þórðarson sem skipar fyrsta sæti Karlalistans segir að barnavernd Reykjavíkur eigi að beita heimildum sínum til íhlutunar þegar umgengni við börn sé tálmuð með óréttmætum hætti. „Réttindi barna og réttindi umgengnisforeldra tengjast því umgengnisrétturinn er gagnkvæmur. Það eru hagsmunir barns að fá að umgangast foreldra sína eftir skilnað,“ segir Gunnar Kristinn. Það hafi verið tekin nokkur hænuskref í þessum efnum í gegnum tíðina en lítið hafi gerst í þeim efnum bæði hjá borg og Alþingi.Hér má sjá framboðslista Karlalistans sem býður fram í Reykjavík í komandi borgarstjórnarkosningum.grafík/stöð 2„Hvort sem það heitir lífskjaramál eða tálmunar og umgengnismál. Þannig að við sjáum ekki flöt á öðru en að taka okkur stöðu á sviði stjórnmálanna og beita okkur í jafnréttisbaráttunni frá sjónarhóli og reynslu karlmanna,“ segir oddvitinn. Karlalistinn sé jafnréttisflokkur og styðji því jafnréttisbaráttu kvenna og að fólk njóti almennt sömu kjara og réttinda. Hins begar sé andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn körlum inni á heimilinu stórt og falið vandamál og þeir þurfi þjónustu og athvarf eins og konur í sömu stöðu. Þá sé fátækt meðal umgengnisfeðra algeng. Helmingur þeirra sé á vanskilaskrá þar af stór hluti að kröfu innheimtustofnunar. „Umgengnisforeldrar hafa ekki stöðu foreldris gagnvart velferðarkerfinu heldur sem barnlausir einstaklingar. En velferðarbætur til handa barnafjölskyldum skapa ansi stóran hluta ráðstöfunartekna þeirra,“ segir Gunnar Kristinn. Þrjár konur eru á listanum en Dagbjört Edda Bárðardóttir sem er í sjötta sætinu segir enga tala fyrir hagsmunum þessa hóps. „Það er ekkert talað um það og ef þeir tjá sig er ráðist á þá í rauninni. Þannig að þessu þarf að breyta,“ segir Dagbjört Edda.Hér má sjá málefnaskrá Karlalistans eins og hún var kynnt í dag.
Kosningar 2018 Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira