NASA óttast að SpaceX gæti stefnt lífi geimfara í hættu Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2018 16:14 Eldflaug SpaceX sprakk þegar verið var að fylla ofurkælt hreint súrefni og hreinsaða steinolíu á eldsneytistank hennar á skotpalli á Flórída í september árið 2016. Gervitungl grandaðist í sprengingunni. Vísir/AFP Öryggissérfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA hafa áhyggjur af því að aðferð sem geimferðafyrirtækið SpaceX hefur notað til að gera eldflaugar sínar öflugri geti teflt lífi geimfara í hættu. Stutt er síðan eldflaug fyrirtækisins sprakk á skotpalli. Verkfræðingar SpaceX fundu upp á því ráði að ofurkæla eldsneyti eldflauga sinna til þess að þjappa því saman og koma þannig meira af því á tankana. Þannig yrðu eldflaugarnar kraftmeiri. Sá böggull fylgdi hins vegar skammrifi að þetta kallaði á að fylla þurfti á eldsneytistanka eldflauganna rétt fyrir geimskot. Þetta veldur öryggissérfræðingum NASA og bandarískum þingmönnum áhyggjum. Aðeins þyrfti slys eða lítinn neista til þess að sprenging yrði. Eldflaug SpaceX sprakk í loft upp þegar verið var að fylla eldsneyti á hana fyrir vélarpróf á skotpalli á Canaveral-höfða á Flórída í september árið 2016. SpaceX á að byrja að flytja geimfara út í geim þegar á þessu ári. Ráðgjafaráð NASA skrifaði meðal annars bréf fyrir þremur árum þar sem varað var við því að þessi aðferð stangaðist á við öryggisstaðla fyrir eldflaugarþrep sem hafa verið í gildi í meira en fimmtíu ár. Bandarísk þingnefnd gekk meðal annars á varaforseta SpaceX um öryggi aðferðarinnar þegar hann sat fyrir svörum fyrr á þessu ári, að því er segir í umfjöllun Washington Post.NASA sögð of áhættufælin Fulltrúar SpaceX segja aftur á móti að færi eitthvað úrskeiðis myndi neyðarkerfi eldflaugarinnar koma geimförunum í öruggt skjól. Meira eldsneyti geri eldflaugarnar jafnframt öruggari þar sem þá sé meira svigrúm til að bregðast við neyðarástandi á flugi. Gagnrýnendur NASA telja að stofnunin sé of varfærin eftir að hafa misst fjórtán geimfara þegar geimskutlurnar Challenger og Columbia fórust árin 1986 og 2003. Geimskutluáætlunni var hætt árið 2011 í kjölfar Columbia-slyssins. NASA var í bæði skipti gagnrýnd fyrir lélegt áhættumat. Robert Lightfoot, nýr forstjóri NASA, hefur harmað að stofnunin hafi orðið of áhættufælin. Dró hann í efa að NASA hefði nokkru sinni ráðist í Apollo-leiðangrana til tunglsins í núverandi umhverfi. Hann útilokar ekki að SpaceX fái leyfi til að fylla ofurkældu eldsneyti á eldflaugar fyrir mannaðar ferðir. NASA gerir þá kröfu til SpaceX og Boeing, sem þróa nú geimferjur til að flytja menn fyrir stofnunina, að líkurnar á dauðsfalli megi ekki vera meiri en eitt í hverjum 270 ferðum. Sérfræðingar vara hins vegar við því hversu erfitt er að leggja mat á áhættu við mannaðar geimferðir. Til þess eru óvissuþættirnir of margir. Þannig áætlaði NASA fyrst að hætta við geimskutlurnar væri á bilinu eitt dauðsfall í fimm hundruð til fimm þúsund ferðum. Þegar áætluninni lauk kom hins vegar í ljós að líkurnar á dauðsfalli voru einn á móti tólf. SpaceX Tækni Tengdar fréttir Vill senda menn aftur til tunglsins og svo til Mars "Að þessu sinni munum við ekki bara stinga niður fána og skilja eftir fótspor okkar.“ 11. desember 2017 21:29 Reyndu að grípa nef eldflaugarinnar með risastóru neti Bandaríska geimferðafyrirtækið SpaceX skaut á loft Falcon 9 eldflaug fyrr í dag. Bátur með risastóru neti var gerður út til þess að reyna að grípa nef eldflaugarinnar. 22. febrúar 2018 15:29 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Öryggissérfræðingar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA hafa áhyggjur af því að aðferð sem geimferðafyrirtækið SpaceX hefur notað til að gera eldflaugar sínar öflugri geti teflt lífi geimfara í hættu. Stutt er síðan eldflaug fyrirtækisins sprakk á skotpalli. Verkfræðingar SpaceX fundu upp á því ráði að ofurkæla eldsneyti eldflauga sinna til þess að þjappa því saman og koma þannig meira af því á tankana. Þannig yrðu eldflaugarnar kraftmeiri. Sá böggull fylgdi hins vegar skammrifi að þetta kallaði á að fylla þurfti á eldsneytistanka eldflauganna rétt fyrir geimskot. Þetta veldur öryggissérfræðingum NASA og bandarískum þingmönnum áhyggjum. Aðeins þyrfti slys eða lítinn neista til þess að sprenging yrði. Eldflaug SpaceX sprakk í loft upp þegar verið var að fylla eldsneyti á hana fyrir vélarpróf á skotpalli á Canaveral-höfða á Flórída í september árið 2016. SpaceX á að byrja að flytja geimfara út í geim þegar á þessu ári. Ráðgjafaráð NASA skrifaði meðal annars bréf fyrir þremur árum þar sem varað var við því að þessi aðferð stangaðist á við öryggisstaðla fyrir eldflaugarþrep sem hafa verið í gildi í meira en fimmtíu ár. Bandarísk þingnefnd gekk meðal annars á varaforseta SpaceX um öryggi aðferðarinnar þegar hann sat fyrir svörum fyrr á þessu ári, að því er segir í umfjöllun Washington Post.NASA sögð of áhættufælin Fulltrúar SpaceX segja aftur á móti að færi eitthvað úrskeiðis myndi neyðarkerfi eldflaugarinnar koma geimförunum í öruggt skjól. Meira eldsneyti geri eldflaugarnar jafnframt öruggari þar sem þá sé meira svigrúm til að bregðast við neyðarástandi á flugi. Gagnrýnendur NASA telja að stofnunin sé of varfærin eftir að hafa misst fjórtán geimfara þegar geimskutlurnar Challenger og Columbia fórust árin 1986 og 2003. Geimskutluáætlunni var hætt árið 2011 í kjölfar Columbia-slyssins. NASA var í bæði skipti gagnrýnd fyrir lélegt áhættumat. Robert Lightfoot, nýr forstjóri NASA, hefur harmað að stofnunin hafi orðið of áhættufælin. Dró hann í efa að NASA hefði nokkru sinni ráðist í Apollo-leiðangrana til tunglsins í núverandi umhverfi. Hann útilokar ekki að SpaceX fái leyfi til að fylla ofurkældu eldsneyti á eldflaugar fyrir mannaðar ferðir. NASA gerir þá kröfu til SpaceX og Boeing, sem þróa nú geimferjur til að flytja menn fyrir stofnunina, að líkurnar á dauðsfalli megi ekki vera meiri en eitt í hverjum 270 ferðum. Sérfræðingar vara hins vegar við því hversu erfitt er að leggja mat á áhættu við mannaðar geimferðir. Til þess eru óvissuþættirnir of margir. Þannig áætlaði NASA fyrst að hætta við geimskutlurnar væri á bilinu eitt dauðsfall í fimm hundruð til fimm þúsund ferðum. Þegar áætluninni lauk kom hins vegar í ljós að líkurnar á dauðsfalli voru einn á móti tólf.
SpaceX Tækni Tengdar fréttir Vill senda menn aftur til tunglsins og svo til Mars "Að þessu sinni munum við ekki bara stinga niður fána og skilja eftir fótspor okkar.“ 11. desember 2017 21:29 Reyndu að grípa nef eldflaugarinnar með risastóru neti Bandaríska geimferðafyrirtækið SpaceX skaut á loft Falcon 9 eldflaug fyrr í dag. Bátur með risastóru neti var gerður út til þess að reyna að grípa nef eldflaugarinnar. 22. febrúar 2018 15:29 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Vill senda menn aftur til tunglsins og svo til Mars "Að þessu sinni munum við ekki bara stinga niður fána og skilja eftir fótspor okkar.“ 11. desember 2017 21:29
Reyndu að grípa nef eldflaugarinnar með risastóru neti Bandaríska geimferðafyrirtækið SpaceX skaut á loft Falcon 9 eldflaug fyrr í dag. Bátur með risastóru neti var gerður út til þess að reyna að grípa nef eldflaugarinnar. 22. febrúar 2018 15:29