Metanlosun frá ferskvötnum gæti stóraukist samfara hlýnun jarðar Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2018 15:00 Allt að fjögur hundruð sinnum meiri metanmyndun varð af völdum sefsins en barrtrjáa í rannsókn vísindamannanna á tilraunastofu. Vísir/AFP Vísbendingar eru um að losun gróðurhúsalofttegundarinnar metans frá ferskvötnum á norðurhveli jarðar gæti allt að tvöfaldast á næstu fimmtíu árunum eftir því sem hnattræn hlýnun heldur áfram að breyta gróðurfari. Rannsókn vísindamanna við Cambridge-háskóla á Englandi bendir til þess að aukin útbreiðsla sefs við ferskvatn á norðurhveli geti stóraukið myndun metans í vötnunum. Metan er tuttugu og fimm sinnum öflugari gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur en lifir skemur í lofthjúpi jarðar. Metan myndast í ferskvatni þegar örverur nærast á lífrænu efni úr gróðri sem fellur til botns í þeim. Mismikið metan verður til eftir því hvaða hvers kyns plöntuleifar lenda í vatninu. Áætlað er að um 16% af náttúrulegri losun á metani komi frá stöðuvötnum. Rannsóknin leiddi í ljós að um 400 sinnum meira metan varð til úr sefinu en barrtrjám, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Vísindamennirnir telja að efni í barr- og sumargrænum trjám hamli metanmyndun örveranna. Það sama sé hins vegar ekki uppi á teningnum með sefið. „Sefið er ekki með sömu efnin þannig að það stöðvar örverurnar ekki lengur í að mynda metan,“ segir Andrew Tanentzap, aðalhöfundur rannsóknarinnar frá Cambridge-háskóla.Sefið líklegt til landvinninga til norðurs Líkön yfir hvernig gróðurfar er líklegt til að breyta með áframhaldandi hnattrænni hlýnuna benda til þess að sefið haldi áfram að hasla sér völl norðar og norðar þar sem mikið er um stöðuvötn. Útreikningar vísindamannanna benda til þess að sefið gæti hafa breitt úr sér til tvöfalt fleiri vatna en nú um miðja öldina. Við það gæti losun gróðurhúsalofttegunda aukist um að minnsta kosti 73% yfir vaxtartímabilið. Tanentzap varar við því að þessi losun gæti vegið upp á móti bindingu plantna á kolefni. Grein um niðurstöður rannsóknarinnar birtist í vísindaritinu Nature Communications. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hnignun líffræðilegs fjölbreytileika sögð eins alvarleg og loftslagsbreytingar Hnignunin er jafnframt ein afleiðing loftslagsbreytinga sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. 24. mars 2018 13:30 Vísbendingar um vítahring bráðnunar á Suðurskautslandinu Ekki er enn hægt að fullyrða að loftslagsbreytingar af völdum manna hafi komið vítahringnum af stað en hann mun að líkindum auka á áhrif þeirra. 25. apríl 2018 16:15 Hagur beykis vænkast í hlýnandi heimi á kostnað skóga Breytt samsetning skóga í austanverðum Bandaríkjunum er sögð geta haft skaðleg áhrif á vistkerfi skóga og timburiðnaðinn. 27. febrúar 2018 11:20 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Vísbendingar eru um að losun gróðurhúsalofttegundarinnar metans frá ferskvötnum á norðurhveli jarðar gæti allt að tvöfaldast á næstu fimmtíu árunum eftir því sem hnattræn hlýnun heldur áfram að breyta gróðurfari. Rannsókn vísindamanna við Cambridge-háskóla á Englandi bendir til þess að aukin útbreiðsla sefs við ferskvatn á norðurhveli geti stóraukið myndun metans í vötnunum. Metan er tuttugu og fimm sinnum öflugari gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur en lifir skemur í lofthjúpi jarðar. Metan myndast í ferskvatni þegar örverur nærast á lífrænu efni úr gróðri sem fellur til botns í þeim. Mismikið metan verður til eftir því hvaða hvers kyns plöntuleifar lenda í vatninu. Áætlað er að um 16% af náttúrulegri losun á metani komi frá stöðuvötnum. Rannsóknin leiddi í ljós að um 400 sinnum meira metan varð til úr sefinu en barrtrjám, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Vísindamennirnir telja að efni í barr- og sumargrænum trjám hamli metanmyndun örveranna. Það sama sé hins vegar ekki uppi á teningnum með sefið. „Sefið er ekki með sömu efnin þannig að það stöðvar örverurnar ekki lengur í að mynda metan,“ segir Andrew Tanentzap, aðalhöfundur rannsóknarinnar frá Cambridge-háskóla.Sefið líklegt til landvinninga til norðurs Líkön yfir hvernig gróðurfar er líklegt til að breyta með áframhaldandi hnattrænni hlýnuna benda til þess að sefið haldi áfram að hasla sér völl norðar og norðar þar sem mikið er um stöðuvötn. Útreikningar vísindamannanna benda til þess að sefið gæti hafa breitt úr sér til tvöfalt fleiri vatna en nú um miðja öldina. Við það gæti losun gróðurhúsalofttegunda aukist um að minnsta kosti 73% yfir vaxtartímabilið. Tanentzap varar við því að þessi losun gæti vegið upp á móti bindingu plantna á kolefni. Grein um niðurstöður rannsóknarinnar birtist í vísindaritinu Nature Communications.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Hnignun líffræðilegs fjölbreytileika sögð eins alvarleg og loftslagsbreytingar Hnignunin er jafnframt ein afleiðing loftslagsbreytinga sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. 24. mars 2018 13:30 Vísbendingar um vítahring bráðnunar á Suðurskautslandinu Ekki er enn hægt að fullyrða að loftslagsbreytingar af völdum manna hafi komið vítahringnum af stað en hann mun að líkindum auka á áhrif þeirra. 25. apríl 2018 16:15 Hagur beykis vænkast í hlýnandi heimi á kostnað skóga Breytt samsetning skóga í austanverðum Bandaríkjunum er sögð geta haft skaðleg áhrif á vistkerfi skóga og timburiðnaðinn. 27. febrúar 2018 11:20 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Hnignun líffræðilegs fjölbreytileika sögð eins alvarleg og loftslagsbreytingar Hnignunin er jafnframt ein afleiðing loftslagsbreytinga sem menn valda með losun sinni á gróðurhúsalofttegundum. 24. mars 2018 13:30
Vísbendingar um vítahring bráðnunar á Suðurskautslandinu Ekki er enn hægt að fullyrða að loftslagsbreytingar af völdum manna hafi komið vítahringnum af stað en hann mun að líkindum auka á áhrif þeirra. 25. apríl 2018 16:15
Hagur beykis vænkast í hlýnandi heimi á kostnað skóga Breytt samsetning skóga í austanverðum Bandaríkjunum er sögð geta haft skaðleg áhrif á vistkerfi skóga og timburiðnaðinn. 27. febrúar 2018 11:20